Vikan


Vikan - 04.08.1977, Síða 51

Vikan - 04.08.1977, Síða 51
777 steikingar: 2 msk. smjör eða smjörlíki 3 dl kjötsoðskraftur 777 penslunar: steikar-og grillolía Borið fram meö: 200 gr sveppum 1 pk steiktu fleski 1 pk frystar baunir 2 msk smjör og hvítlaukssalt. Kjúklingurinn nuddaður að utan og innan með sítrónu og kryddi. Fyllið með steinselju, smjöri og kryddi. Bindið upp. Setjið í smurt eldfast form eða litla ofnskúffu og penslið með steikar-og grillolíu. Setjið heitt kjötsoðið í og látið kjúklinginn steikjast ca. 50 mín. við 175°. Penslið með olíunni einu sinni á meðan á steikingu stendur. Rúllið flesksneiðunum upp og steikið á þurri pönnu. Steikið sveppina í srnjöri og kryddið með salti og pipar. Sjóðið baunirnar í litlu vatni ásamt smjörklípu og kryddið með hvítlaukssalti. Setjið kjúklinginn á heitt fat og skreytið með fleskrúllunum, baun- unum og sveppunum. Berið fram með steiktum kartöflum, soðsósu og grænu salati. Rauðvín eða öl borið með. INDÓNESÍSKUR KJÚKLINGA- RÉTTUR Kjúklingalæri og brjóst 2 msk. hveiti salt, pipar og engifer 777 steikingar: 2 msk. smjör og 2 msk. olía Sætsúr sósa: 1 stór laukur saxaður 3 hvítlauksbátar (saxaðir) 1 lítill rauður pipar 1 dós bambuskott ef til eru 1 sneið ananas 2 tsk. rifið sítrónuhýði 2 tsk. engifer 5 msk. hvítvínsedik (fæst í SS) 1 tsk. gurkemeie (turmeric) 2 msk. sérrí. Þýðið kjúklingahlutana og veltið þeim upp úr hveiti, og kryddið. Steikið gulbrúna í ca. helmingi feitinnar. Steikið laukinn og spánska piparinn í hinum hluta feitinnar og látið ekki taka lit. Bætið nú bambuskottunum [ bitum og ananasinum ásamt rifnu sítrónuhýði og engiferi, sykri, gurkemeie, ediki og sérríi. Látið allt krauma í ca. 5 mín. Kjúklinga- bitarnir settir saman við og þeir látnir sjóða í ca. 10 mín. Berið fram með soðnum hrísgrjónum. KJÚKLINGUR A LA KING 1 glóðarsteiktur kjúklingur eða 3 dl soðið hænsnakjöt 200 gr. nýir sveppir eða úr dós 2 rauðar paprikur 31.TBL. VIKAN51 Hreinsið kjúklinginn og skerið í bita. Skerið sveppina í sneiðar eða látið renna af þeim niðursoðnu. Skerið paprikuna í strimla og takið frá nokkrar sneiðar til að skreyta með. Steikið sveppina í smjöri. Stráið hveitinu yfir og þynnið með soðinu. Látið krauma undir loki í 3-5 mín. Kjúklingakjötið sett í og kryddað. Eggjarauðurnar þeyttar og þeim bætt út í jafninginn, ekki sjóðandi heitan. Kryddið með sérríi og skreytið með paprikunni, sem haldið var frá. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og grænum baunum. 2-3 msk. smjör eða smjörlíki 3 msk. hveiti 3 dl hænsnasoð eða hænsnaten- ingasoð 1 dl. rjómi 1/2 tsk. salt, hvítur pipar 1/4 tsk. paprikuduft 2 eggjarauður 2 msk. sérrí

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.