Vikan


Vikan - 04.08.1977, Síða 53

Vikan - 04.08.1977, Síða 53
úðar Nú er orðið áliðið sumars og haustið í nánd. Þó við hér sunnanlands höfum ekki orðið mikið vör við sólina, er ekki laust við að fólk sakni sumarsins, og kvíði skammdeginu. — En því ekki að flytja sumarið og blómin inn á heimili okkar? í þessari Viku sýnum við ykkur þrjá fallega púða, sem auðvelt er að sauma. Það er alltaf gott að hafa eitthvað við höndina til að grípa í þegar veðrið er leiðinlegt og styttir þeim stundir, sem neyddir eru til kyrrsetu vegna veikinda. I hvern púöa þarf: 40 X 80 sm Ijóst, þykkt hörefni, 1,80 m flau- elsband 2ja sm breitt í lit, sem passar við litinn á blóminu. Útsaumsgarn og innri púða 35 X 35 sm stóran. Púða nr. 1 á að sauma í 7 litbrigðum af bláum lit, 3 litbrigð- um af bleikum lit, 3 litbrigðum af grænum lit og hvítum og rauðum lit. Púða nr. 2 á að sauma i 6 litbrigðum af bleikum lit, 3 litbrigð- um af fjólubláum lit og 5 litbrigð- um af grænum lit. Púða nr. 3 á svo að sauma í 5 litbrigðum af fjólubláum lit, 4 lit- brigðum af grænum lit og svo gulum og hvítum lit. Skiptið púðaefninu í tvennt = 40 X 40 sm stykki. Stækkið munstrið, hverrúða verður 1 X 1 sm.'Dragið munstrið upp á púðaverið með kalkipappír, sem þiö fáið í handa- vinnubúðum. Eins ogía'ð sjáið, eru blómin saumuð moil f)»t- saumi, og æðastrengina í blo’.in saumið þiö með konórsting ofan á flatsauminn, einnig í blómið sjálft til að draga fram lögun þess enn betur. Þið saumið með 3, 4, 5 eða 6 þráðum eftir þykktinni á púöa-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.