Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 11

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 11
aunin! Vikunnar þarf ekki að fara mörgum orðum, það segir sig sjálft, að sumt efni á betur heima í dagblaði og annað í vikublaði, og eftir því verður farið. Plakatið, sem fylgir blaðinu, hefur að sjálfsögðu ekki þann tilgang einan að prýða veggi, þótt snoturt sé. Til þess er ætlast, að fólk noti það til þess að færa inn öll sín útgjöld, ekki aðeins kaup á matvælum og hreinlætis- vörum, heldur einnig allt annað, rekstrar- kostnað bílsins, rafmagns-, hita- og símareikninga, fatakaup, leikskólagjöld, skemmtanakostnað og yfirleitt allt, sem til fellur. Með því að halda slíkt yfirlit af sam- viskusemi er hægt að fá góða yfirsýn yjir það, í hvaða útgjöld tekjurnar fara, og ef til vill komast menn að því, að sum þeirra séu ónauðsynleg. Markmið okkar er, að þeir, sem fylgjast með neytendaþjónustu Vikunnar og Dagblaðsins, fái meira fyrir mánaðarlaunin sín. K. H. þær síðan slátur eftir hendinni allan vet- urinn með tiltölulega litilli fyrirhöfn. Sigrún sagði, að strákamir væru dugleg- ir að borða slátur alla vega matreitt. Hún sagðist oft hafa það i hádegismat, en þá kemur Þorbergur ekki heim, en hann er ekki sérlega hrifinn af slátrinu. Það er lika heilmikil vinna að elda ofan í frystikistuna, en það er vinna, sem borg- ar sig seinna, þannig að það getur ekki kallast annað en vinnuspamaður. Grænmetisræktinni fylgir einnig mikil vinna, en það er sennilega sú vinna, sem fólk sækist eftir, hún er bæði skemmtileg og heilsusamleg. Þar að auki fylgir mikill sparnaður þvi að rækta sitt grænmeti sjálfur. En eins og Sigrún benti á, er býsna dýrt að vera „fátækur”. Þá er ekki hægt að leggja út fyrir miklu magni af vörum í einu, heldur verður að kaupa allt jafnóð- um. Það þarf lika að hafa húsrými til þess að geyma stór og hentug innkaup. Þar að auki eiga ekki allir landsmenn aðgang að pöntunarfélögum, eins og Sig- rún hefur á vinnustað sínum. A.BJ. „Tvímælalaust til gagns að halda nákvæma búreikninga," segir unga konan í Breiðholtinu. Bensfnkostnaðurinn er tiffinnanlegur liður í rrfi Breiðhyltinga. „Við höfðum haldið búreikninga áður, í fyrrasumar, en gerðum hlé á reikningshaldinu í vetur,” sagði Aðal- heiður Sighvatsdóttir, sem tók þátt í febrúarreikningshaldi Vikunnar, ásamt manni sínum, Arnmundi Jónassyni. „Jú, ég tel, að það sé tvímælalaust til bóta að tíunda nákvæmlega, I hvað maður eyðir peningunum. Þá sér maður líka, ef maður eyðir í einhvern óþarfa. Og eflaust gerir maður það alltaf. Satt að segja höfum við ætlað okkur að byrja aftur á búreikningunum, en bara ekki komið okkur að þvi,” sagði Aðalheiður. — Heldurðu kannski, að ekki sé nauðsynlegt að skrifa hvern einstakan hlut niður, — það væri kannski nóg að sundurliða reikningshaldið ekki eins ná- kvæmlega og gert var í febrúar? „Nei, ég held, að það sé miklu betra að sundurliða þetta allt saman, — það gefur miklu betri mynd af þvi, i hvað peningarnir fara. En ef fólk nennir þvi kannski ekki, er hitt þó betra en ekk- ert.” Er blm. spurði Aðalheiði um verð á nokkrum algengum vörutegundum, kom i ljós, að hún hafði í rauninni litla eða enga hugmynd um hvað algengustu nauðsynjavörur kostuðu. Hún er liklega ekki ein um það. „Ég veit bara, að maður fer út í búð og kaupir eitthvað smávegis, sem er nán- ast ekki neitt, og það er strax komið i tvö til þrjú þúsund krónur,” sagði hún. Annars kom I ljós í febrúar, að Aðal- heiður og Arnmundur lifa mjög spart, en mánaðarútgjöld þeirra i matvörur voru 40.634 kr. Varla er hægt að telja barnið þeirra sem sjálfstæðan einstakl- ing innan fjölskyldunnar, því það er ekki nema tveggja ára gamalt. En ef við deil- um í heildarupphæðina með þremur kemur út kr. 13.544. Talan hækkar hins vegar, ef við teljum barnið með sem hálfan fjölskyldumeðlim. þá verður tal- an 16.253 kr.. sem verður að teljast vel sloppið í matarpeninga fyrir mann yfir mánuðinn. En taka verður með i reikn- inginn, að Ammundur vinnur vakta- vinnu að hluta og hefur þá fritt fæði. Á ekki stærra heimili munar um, þegar einn borðar annars staðar að hluta. Liðurinn „annað”. þar sem talinn er rekstur heimilisbílsins. hreinlætisvörur. fatnaður og fleira. var hins vegar tals- vert miklu hærri en matarliðurinn, eða 108.432 kr. Þar af er heimilisbíllinn langsamlega dýrastur á fóðrum, eða kr. 56.297, en bíllinn þurfti að fara í viðgerð i febrúar. og fleiri gjöld tengd bilnum komu í þessum mánuði. Einnig er bensinkostnaður talsverður fyrir þá. sem búa i Breiðholti. Fljótt á litið virðist vera hægt að spara. ef vel er haldiö á málum i matar- dálkunum, en það er afar erfitt að spara i liðnum „annað”, t.d. eins og bensín- kostnað. Vegalengdimar eru orðnar talsverðar innan borgarinnar, og til þess að komast leiðar sinnar er nauösynlegt að hafa bil. En það er engu likara en að „kerfið” líti á bil sem einhvern munað, sem skattleggja beri alveg i hámarki. slikar eru álögumar, sem lagðar eru á bifreiðaeigendur. A.Bj. 26. TBL.VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.