Vikan


Vikan - 29.06.1978, Page 46

Vikan - 29.06.1978, Page 46
Nú brosir kóngurinn aftur Ekkert konungsríki getur verið án drottningar, og börn geta ekki verið án móður. Það er að minnsta kosti skoðun Husseins Jórdaníukonungs, sem missti þriðju konu sína í flugslysi í febrúar á síðasta ári. Fjórtán mánuðum síðar giftist hann í fjórða sinn, amerísku stúlkunni, Elizabeth Halaby, 23 ára að aldri. Engum kom á óvart, að konungurinn skyldi gifta sig. Við þvi höfðu allir búist. En það kom sannarlega á óvart, hver varð fyrir valinu. Almannarómur sagði, að Lanna Badreddine, frá Libanon, sem leggur stund á læknisfræði í Amman, yrði næsta drottning Jórdaníu- konungs, en sérfræðingarnir töldu sig vita betur: Næsta drottning yrði írönsk prinsessa, enda væru íranskeisari og Jórdaniukonungur vinir og bandamenn. Elizabeth Halaby, óhjá- kvæmilega kölluð Liza, kollvarpaði öllum þessum bolla- leggingum. Hún hafði um eins árs skeið unnið hjá ameríska flugfélaginu Pan Am í Amman, en faðir hennar er einn af forstjórum félagsins. Liza er falleg stúlka með blá augu, nákvæmlega jafn blá og Mouna prinsessa, sem konungurinn neyddist til að skilja við árið 1973, af því að hún var ekki arabísk prinsessa, þrátt fyrir nafnið. Hennar upprunalega nafn var nefnilega Toni Avril Gardner, og hún var dóttir ensks herforingja. Margir höfðu búist við, að konungurinn tæki upp fyrra samband sitt við Mounu, því hún er enn búsett i Amman, raunar rétt hjá konungs- höllinni, til þess að geta verið nálægt börnum sínum. Er nú búist við, að kóngur lendi í nokkrum vanda með Mounu, þegar Liza er komin til sögunnar. Eitt er víst: Honum lá ekkert á að kvænast ríkis síns vegna, það var bara fyrirsláttur. Enda var ljóst á brúðkaupsdaginn, að honum var athöfnin að skapi. Hann birtist með alveg nýja tegund af skeggi og ljómandi bros, sem ekki hafði sést á andliti hans i fjórtán mánuði. Skyldi hinni geðugu Lizu, nú Nur el Hussein, takast að veita honum þá hamingju og frið, sem hann þráir? Aiia prinsessa varð þriðja eiginkona hans, jórdönsk og ákaflega vinsæl, enda var hamingjan við völd i konungshöllinni, meðan hennar naut við. Þau eignuðust dóttur, en hörmulegt þyriuslys i febrúar 1977 gerði hana móðurlausa. 46 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.