Vikan


Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 20
McGreavy kom inn í sjúkraherbergið og leit sem snöggvast á tómt rúmið og skápinn. „Hlaupið út,” sagði hann við hina. „Þið getið enn náð honum.” Hann þreif upp símann. Skiptiborðið gaf honum samband við skiptiborð lögreglunnar. „Þetta er McGreavy,” sagði hann hratt. „Ég vil láta lýsa eftir manni. Mjög áríðandi... Dr. Stevens, Judd. Karlmaður. Kákasískur kynþáttur. Aldur ...” Harris horfði á hann um stund, og yppti svo öxlum. Svo sagði hann. ..Þú crt sálfræðingur. Ég er bara sjúkrahúss- læknir. Kannski veistu hvað þú ert að gera — en ég myndi ekki veðja á það. Hrtu viss um að þú viljir ekki vera fáeina daga i rúminu?" ..Égget þaðekki.” ..Ókei. vinur. Ég skal sleppa þér á morgun." Judd byrjaði aðandmæla honum, en dr. Harrisgreip frantmi. ..Ekki malda i móinn. í dag er sunnu- dagur. Náungarnir. sent lömdu þig . þurfa stutta hvild." ..Seymour. . ." ..Enn eitt. Ég vil helst ekki minna á Gyðingamóður, en hvað hefurðu borðað upp á síðkastið?” ..Ekki mikið." sagði Judd. ..Ókei. Ungfrú Bekken hefur sólar- hringlilaðfitaþig.OgJudd. ..” „Já?" „Vertu varkár. Ég vil helst ekki rnissa fastagestina." Og dr. Harris fór. Judd lokaði augununt til að hvilast um stund. Hann heyrði glamra i diskuni. og þegar hann leit upp var falleg írsk hjúkrunarkona aðaka inn matarvagni. „Þú ert vaknaður. dr. Stevens." Hún brosti. Það, sem áður er komið: Sjúklingur dr. Judds er drepinn á götu úti, möttökustúlka Judds er drepin á hroðalegan hátt, og sjálfur virðist Judd hundeltur af morðöðum náungum. McGreavy rannsóknarlögreglumaður trúir ekki orði af þvi, sem Judd segir, en starfsbróöir hans, Angeli, sýnir Judd vinsemd. Judd ræður Moody leynilögreglumann sér til aðstoðar, hann leiðir ofsækjendur Judds í gildru en þeir sleppa. Angeli grunar Moody um græsku og ráðleggur Judd aö vera á verði gagnvart honum. Moody hringir í Judd, kveðst vita, hver standi að baki öllu saman, en hann er drepinn, áður en hann getur upplýst vitneskju sína. McGreavy er grun- semdarfyllri en nokkru sinni fyrr, og Judd gerir örvæntingarfullar tilraunir til þess að komast að hinu sanna. Einn þeirra, sem hann grunar, misþyrmir honum grimmilega, og enn er hann i lifshættu, þegar hann drcgst heim til sín, hrakinn og hrjáður. Honum tekst að ná i aðstoö og komast á sjúkrahús. „Hvaðer klukkan?” ..Sex." Hann hafði sofið allan daginn. Hún setti matinn á bakkann við rúm- ið hans. „Þú færð lostæti i kvöld — kalkún. Það er aðfangadagskvöld á morgun." „Ég veit það." Hann hafði enga mat- arlyst fyrr en hann tók fyrsta munnbit- ann. Þá fann hann. að hann var glorsolt- inn. Dr. Harris hafði bannað öll simtöl. svo hann lá ótruflaður í rúminu. safnaði kröftum og magnaði upp innri öll sin. Á morgun þyrfti hann á allri sinni orku að halda. Klukkan tiu næsta morgun óð Seymour Harris inn í herbergi Judds. „Hvcrnig liður uppáhaldssjúklingnum minum?” Hann Ijómaði. „Þú lítur næst- um út fyrir að vera mannlegur.” „Mér liður næstum eins og ég sé mannlegur." svaraði Judd brosandi. „Fint. Nú færðu heimsókn. Ég vildi ekki að þú fældir gestinn þurt." Peter. Og liklega Norah lika. Upp á siðkastið virtust þau eyða fristundum sinunt i að heimsækja hann á sjúkrahús. Dr. Harris hélt áfrani. „Það er McGreavy yfirrannsóknarlögreglu þjónn." Judd brá i brún. „Hann vill mjög gjarna tala við þig. Hann er á leiðinni hingað. Hann vildi vera viss um. að þú værir vakandi.” Til þess að geta handtekið hann. Þar sem Angeli var veikur heinta. gat McGreavy búið til sannanir. sem yrðu Judd að falli. Þegar McGreavy næði i hann, var öll von úti. Hann varð að kö' tast burt áður en McGreavy kærni. „Viltu biðja hjúkrunarkonuna um að kalla á rakarann?” sagði Judd. „Ég vildi gjarna fá rakstur." Rödd hans hlaut að hafa annarlegan tón. þvi dr. Harris leit einkennilega á hann. Eða stafaði það at einhverju. sem McGreavy hafði sagt um hann? „Auðvitað, Judd." Hann fór. Um leið og dyrnar lokuðust á hæla honum. fór Judd fram úr og stóð á fæt- ur. Tveggja nátta nætursvefn hafði gert undraverk fyrir hann. Hann varsvolitið óstöðugur á fótunum, en það myndi liða hjá. Nú varð hann að flýta sér. Hann klæddi sig á þrem minútum. Hann opnaði rifu á dyrunum til þess að vera viss um, að það væri enginn ná- lægur, sem myndi stöðva hann. Síðan gekk hann að þjónustutröppunum. Þeg- ar hann lagði af stað niður þær, sá hann lyftuna opnast og McGreavy koma út. McGreavy gekk hröðum skrefum i átt til herbergisins, sem Judd var nýfarinn frá, og á eftir honum komu einkennisklædd- ur lögreglumaður og tveir rannsóknar- lögreglumenn. Judd hraðaði sér niður stigann og gekk i átt að dyrunum fyrir sjúkrabilana. Hann kallaði á leigubil, þegar hann var kominn eina húsaröð frá sjúkrahúsinu. McGreavy kom inn i sjúkraherbergið og leit sem snöggvast á tómt rúmið og skápinn. „Hlaupið út,” sagði hann við hina. „Þið getið enn náð honum.” Hann þreif upp simann. Skiptiborðið gaf hon- um samband við skiptiborð lögreglunn- ar. „Þetta er McGreavy,” sagði hann hratt. „Ég vil láta lýsa eftir manni. Mjög áriðandi .......Dr. Stevens, Judd. Karlmaður. Kákasiskur kynþáttur. Ald- ur...” Leigubíllinn nam staðar fyrir framan skrifstofubyggingu Judds. Nú var hann hvergi óhultur. Hann gat ekki farið aft- ur i ibúð sina. Hann varð að fá sér her- bergi á einhverju hóteli. Það var hættu- legt að koma við á skrifstofunni, en hann varð að gera það i þetta sinn. Hann vantaði símanúmer. Hann greiddi leigubilstjóranum og gekk inn í anddyrið. Hann verkjaði í alla vöðva. Hann hreyfði sig hratt. Hann vissi, að tíminn var naumur. Það var ótrúlegt. að þeir þyggjust við þvi að hann færi á skrifstofuna, en hann mátti ekki taka neina áhættu. Nú var spurn- ingin hver næði honum fyrst. Lögreglan eða morðingjar hans. Þegar hann kom að skrifstofunni, lauk hann upp og gekk inn og læsti á eft- ir sér. Innri skrifstofan virtist framand- leg og fjandsamleg, og Judd vissi, að hér gæti hann ekki haft sjúklinga til með- höndlunar framar. Hann myndi leggja þá i of mikla hættu. Hann var fullur af reiði vegna þess, sem Don Vinton var að gera við lif hans. Hann gat gert sér i hug- arlund, hvað hafði gerst, þegar þræðurn- ir tveir komu aftur og sögðu að þeim hafi mistekisl að drepa hann. Ef hann hafði skilið skapgerð Don Vintons rétt, þá var hann núna i æðiskasli. Næsta árás yrði á hverri stundu. Judd gekk yfir herbergið til að finna simanúmer Anne. Þvi hann hafði mun- að eftir tvennu, á meðan hann var á sjúkrahúsinu. Nokkrir timar Anne voru rétt á und- an timum Johns Hanson. Og Anne og Carol höfðu oft rabbað saman. Carol hafði kannski í sakleysi sinu trúað Anne fyrir einhverju hættu- legu. Ef svo var, þá var hún i hættu. Hann náði i bókina með heimilisföng- unum í læsta skúffu, leitaði að sima- númeri Anne og hringdi. Það hringdi þrisvar, og síðan kom sviplaus rödd. „Þetta er sérstök miðstöð. í hvaða númer voruð þér að hringja?" Judd gaf upp simanúmerið. Andartaki síðar fékk hann aftur samband við mið- stöð. „Því miður. Þér eruð að hringja i rangt númer. Vinsamlega aðgætið þetta betur í sinjaskránni, eða hringið i upplýs- ingar. „Takk fyrir,” sagði Judd. Hann lagði á. Hann sat þarna um stund og minntist þess, sem simaþjónusta hans hafði sagt án± honum fyrir fáeinum dögum. Þeir höföu náð i alla sjúklinga hans, nema Anne. Kannski hafði númerið brenglast, þegar það var skráð í bókina. Hann leitaði i simaskránni, en þar var ekkert skráð. hvorki undir nafni mannsins hennareða hennar eigin. Allt i einu fannst honum mjög áriðandi að ná sambandi við Anne. Hann skrifaði hjá sér heimilisfang henn- Framhaldssaga eftir Sidney Sheldon: Andlit 20 VIKAN 26. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.