Vikan - 29.06.1978, Side 38
otyMPus
aö taka fallegar fjölskýldumyndir. Tækn
inní hcfur fleygt fram og með lítilli eöa
stórri Olympus-myndavél er nánast barna-
leikur að fá allar niyndir skýrar og vel
heppnaöar. ’ ý -.SV ' 'ý'iííl
Og Olympus-myndavélin er ódýrari en þig
grunar. Fyrir aðeins 31.500 kr. má fá
fyrsta flokks myndavél meö innbyggðum
Ijósmæli óg 35 mm filmu. Ferðamvndirnar i
ár munu ekki bregðast ef fjölskyldan fær
sér Olvmpus. ;
■
Framhaldssaga eftir Lois Paxton
5. hluti
Bláa nælan
Hún stóð við rúmið og horfði á
köttinn. sem leit á hana á ntóti og lyfti
svo kærnleysislega einni loppunni og fór
að þvo sér. Siðan stökk hann niður rneð
leiðinda- og fyrirlitningarsvip og gekk i
átt til dyranna. Maggie elti hann. forvit-
in og svolítið skelfd.
Ef kettir fóru venjulega út sömu
leiðina og þeir kontu, þá hafði þessi
komið inn unt útidyrnar. Svört og hvit
Hún horfði á þau um stund, en ók sið-
an hægt að hliðinu, skildi bílinn eftir
skammt frá og gekk inn i garðinn.
Anna kom á móti henni til að fagna
þeint. sem væri að koma. Hært höfuð
Edwards snéri sér á púðunum. og hann
fylgdist með. Eldri konan virtist undr-
andi, og hún bætti athugasemd um að
bjóða Maggie velkomna á hennar eigið
heimili við hlýlegar kveðjur sinar.
Maggie faðmaði hana innilega og
sagði: ,.Ég ætla ekki að tefja ykkur
lengi,” og bætti svo við: „Mig vantaði
föt. Ég ætlaði ekki að ónáða ykkur, og
ég vona. að ykkur sé sama.”
„Býð ég þér í te, eða ert það þú. sem
býður okkur það?" spurði Anna. og hlát-
urinn rak allar áhyggjur frá þeim um
stund.
„Ég ætla ekkert að stansa," maldaði
Maggie í móinn.
Edward rétti út höndina. „Kæra vina
min, ef þú stansar ekki og drekkur te
með okkur hérna í þessum fallega garði
ykkar, þá verð ég fyrir hræðilegum von-
brigðum."
„Fyrst svo er," svaraði hún, „þá skal
ég staldra svolitiö við."
Hvorki Anna né Edward töluðu mikið
um óvænta heimkomu Ross frá Amster-
dam. en Maggie fann fyrir þögulli sam-
úð þeirra. Hún duldi trega sinn við að
snúa aftur til London. afþakkaði frekari
gestrisni þeirra og fór unt leið og þau
voru búin aðdrekka teið.
í bakaleiðinni komst hún að þeirri
niðurstöðu, að hún hefði hlotið hugarró
þá stund. sem hún dvaldi i Sussex. og
hún gladdist yfir þeirri huggun. sem það
veitti henni. Það var hægt að halda
vandamálunum i skefjum nokkra stund
enn. Hún ætlaði ekki að hugsa meira um
það. sem gerðist fyrir utan ibúðina þá
um morguninn.
Henni til mikils léttis var engan að sjá
i Bebbington Mews. Það virtist vera Ijós
i ibúð Dicks Evans yfir verslun Jules
Nash. en það var dimmt i ibúðinni undir
hennar ibúð. Glugginn i forngripasölu
Steves var uppljómaður af einu ljóskeri.
sem beindi geislum sínum að dragkistu
úr hnotuviði. en að öðru leyli var lika
dimmt þar.
Maggie lauk upp og fór inn i ibúðina
sina. Þar var dauf matarlykt. þvi í flýtin-
um þá um morguninn hafði ekki verið
timi til að opna glugga. og lyktin af beik-
oni og pylsum var komin inn i stofuna.
Kvöldið var hráslagalegt. og hana lang-
aði ekki vitund til að hafa opna glugga.
Þess i stað kveikti hún á rafmagnsofni,
áðuren hún fór upp.
Dymar að svefnherberginu stóðu i
hálfa gátt. og hún hallaði sér upp að
veggnum. skyndilega máttvana, og
horfði þreytulega og bliðlega i senn á
þvælt rúmið. Ástaratlot þeirra Ross
kvöldið áður höfðu veitt henni djúpa
fullnægju, en fögnuður hennar hvarf.
þegar hún minntist deilu þeirra og þess.
hvernig hún grét hljóðum tárum, þegar
Ross var sofnaður.
Þrá hennar eftir ntanni sinum var svo
sterk. að ef hann hefði verið þarna og
sagt: „Komdu til Hollands," þá hefði
hún farið með honum. Hvers vegna
hafði hún þá ekki getað rifið sig lausa og
farið nteð honum þá um morguninn.
eins og hann vildi. að hún gerði?
í huga hennar skaut uon mvnd af
óhamingjusömu andliti Alison Gerard,
og hún mundi eftir matarboðinu, sem
.hún hafði lofað að sjá um. Hún hefði
ekki getað sent Alison afboð. Hún varð
að standa við orð sin. og hún bjóst ekki
við Ross um þessa helgi. Hann hefði átt
að láta hana vita. að hann væri að
konia.
Maggie gekk að rúminu til að búa i t
það. en nam svo staðar skelfingu lostm.
þegar sængurfatahrúgan virtist hreyfast.
Þegar hún teygði út höndina og kom
laust við teppið tii aðdraga það frá. iðaði
það og bifaðist, og um leið og hún kippti
að sér hendinni. kom flækingskötturinn.
sem hún hafði áður séð. i Ijós. Hann
teygði úr sér, nýskriðinn úr hlýja bæl-
inu. sem hann hafði búið sér.
Dýrið geispaði og pirði á hana
grænum augum, en gerði sig ekkert
liklegt til að stökkva niður úr rúminu.
Það virtist hvergi smeykt. og hún óskaði
þess. að hún gæti sagt það sama við
sjálfa sig.
Kötturinn var ólíkur öllunt köttum.
sem hún hafði áður séð. en hún hafði
heldur ekki kynnst öðrunt en dekruðum
heimilisköttum. Þessi hafði lært að
berjast fyrir mat sinum og skýli og réðst
inn. hvar sem hann gat.
Maggie hreyfði sig ógnandi og hlaut
i staðinn hvæs. Hún skammaðist sin
fyrir óbeint sina á kettinunt og sagði:
„Aumingja kisi. Ég vorkenni þér. en þú
mátt ekki vera hér. Við eigum ekki
santan. þú og ég. Komdu nú. kisi. Kiss.
kiss...
Rödd hennar dó út. og loks gerði hún
sér grein fyrir þvi, hvað nærvera kattar-
ins nterkti. Hvernig hafði hann nú kom-
ist inn? Þau Ross fóru i slikum flýti
að það hafði ekki unnist tinti til að opna
glugga. Þeir voru allir vandlega lokaðir.
Það var hún alveg viss urn.
Maggie gretti sig og reyndi að muna.
hvort Ross skildi útidyrnar eftir opnar.
þegar hann fór niður til að setja töskuna
sina í bilinn. Eða fóru þau saman niður?
Hún mundi þaðekki.
v2
usturstrœti 6 ðítm
38 VIKAN 26. TBL.