Vikan - 29.06.1978, Blaðsíða 55
— Henrik fær bara það, sem honum
ber lögum samkvæmt, það er allt saman
' lagi.
Ánægjubros leið yfir andlit Nönnu.
en hún flýtti sér að fela það.
— Við verðum að tilkynna honum,
að mamma sé öll. sagði hún skömmu
siðar, — áttu von á, að hann komi til
jarðarfararinnar?
— Það er ekki gott að segja. svaraði
Tómas, — hann er nú dálitið sérvitur
•••og...
- Og->
Nanna leit spyrjandi á bróður sinn.
— Nú ... ekkert sérstakt. svaraði
hann óstyrkur. — ég var bara að hugsa
um. að það væri kannski eins gott. að
hann kæmi ekki. Hann passar ekki inn i
rammann. Við getum alveg eins átt von
á. að hann komi i óviðeigandi klæðnaði.
hann er vanur að ganga einkennilega til
fara. Peysum og gallabuxum og þar
frameftirgötunum.
— En við neyðumst samt til að til-
hynna honum látið.
— Tja . . . ég sendi þá skevti. svaraði
Tómas tregur.
— Býr hann ennþá i þessu greni
þarna úti i skógi?
— Já.
Pála kom inn í svefnherbergið með
silfurkertastjaka og setti þá á borðið við
rúmið.
— Við vorum að tala um. að Henrik
vrði að fá að vita um andlát mömntu.
sagði Nanna, — hann kemur sjálfsagt
ckki að jarðarförinni. en hann verður
samt að la að vita. að hún sé dáin.
— Ég skal aka úteftir til hans og
scgja honum það. sagði Pála þeim til
mikillar furðu.
— Þú!
— Já. Ég fer strax. Ég kem aftur eins
fljótt og ég get. Hvenær hafið þið hugs-
að ykkur. aðjarðarförin verði?
— Áföstudag. sagðiTómas.
Pála kinkaði kolli. Hún yfirgaf her-
bergið. án þess að segja fleira, og út um
gluggann horfðu systkini hennar undr-
andi á hana aka brott. Það var ólikt
henni að taka frumkvæði i nokkru máli.
HENRIK sat og horfði á mynd. sem
stóð á trönum. þegar bill ók upp að litla
húsinu hans og stöðvaði við dyrnar.
Hann leit út um gluggann og sá. hvcr
var á ferðinni. Hann stóð upp og lagði
dúk yfir myndina.
Hann snéri sér ekki við. þegar dyrnar
opnuðust að tv.ski iians.
— Góðan daginn. Henrik. sagði
Pála.
— Góðan daginn. Pála. sagði hann.
án þess að lita upp frá teikningu. sem
hann varað rissa upp.
Hún gekk alveg til hans og lagði hönd-
ina á öxl hans..
— Henrik. sagði hún hljóðlega, — ég
cr komin til að segja þér að mamma er
dáin.
Hann kinkaði kolli.
— Já ég veit það. svaraði hann stilli-
lega.
— Veist þú það? spurði Pála undr-
andi, — hvernig getur þú vitað það? Það
er ekki nema klukkustund síðan hún dó.
Hefur Tómas sent skeyti?
Henrik hristi höfuðið.
— Nei, svaraði hann, hér hefur eng-
inn verið.
Pála settist og horfði á hann. Um var-
ir hans lék dularfullt bros, og það var
eins og hann hugsaði um eitthvað dýrð-
legt.
— Mamma verður jarðsungin á
föstudaginn. hélt hún áfram. — kemur
þú?
— Auðvitaðekki. ansaði hann. — ég
vil ekki, að mín fina fjölskylda þurfi að
skammast sin fyrir glataða soninn. Tóm-
asi léttir sjálfsagt. þegar þú segir honum
það.
Pála leit fast á hann.
Henrik var hissa, þegar hann sá. að
augun stóðu full af tárum.
— Henrik. sagði hún hægt. — ég hef
komist að þvi. að Nanna og Tómas eru
vondar manneskjur. Ég vissi það ekki
fyrr en nú. Það rann upp fyrir mér núna,
þegar mamma var að deyja. Það er ekki
bara það. að þau skuli hafa fengið
mömmu til að gera erfðaskrá. þar sem
þér er ætlað minna en okkur. Það er
nokkuð annað. Nokkuð. sem ég get ekki
skýrt fyrir þér. Við sátum öll yfir
mömmu. þegar hún dó, en þau fylltu
mig viðbjóði. mér var helkalt ... ó. ég
get ekki lýst því fyrir þér.
Hann reis upp og gekk til hennar og
lagði handlegginn um herðar hennar.
— Þú þarft ekki að segja mér neitt.
Pála. sagði hann rólega. — ég veit. að
mamma fékk fallegt andlát. Hún mætti
iþvi, sem er handan við gröf og dauða.
með fögnuði og eftirvæntingu i hjarta
sinu.
— Það veist þú ekki. Henrik. sagði
Pála kjökrandi. — þú varst ekki hjá
henni.
Hann sleppti henni og gekk að trön-
unni og tók myndina varlega i hendurn-
ar.
— Svona dó mamma. sagði hann.
Pála starði á myndina.
Myndin næstum blindaði hana. Hún
starði á dansandi dýr. litskrúðug trén.
fuglana. sem flugu gegnum blikandi loft-
ið. og geislann. sem kont að ofan og
skein yfir dansandi hópinn.
— Pabbi ... og mamma. hvislaði
hún.
— Já. Pála. sagði hann. — svona
upplifði ég dauða mömmu. Skilurðu nú.
af hverju mér er sama. hvort ég verð við-
staddur jarðarförina eða ekki. og hvers
vcgna ntig gildir einu. þó ég erfi ekki
þessa peninga. sem Nanna og Tómas
ásælast. Enginn hefur hlotið stærri arf
en ég. hann getur enginn tekið frá mér.
Þess vegna er ég rikari en Tómas og
Nanna geta orðið. Skilurðu það. Pála?
Hún kinkaði kolli og gat ekki haft
augun af þessunt tveim mannverum á
léreftinu.
Já. hún skildi hann.
ENDIR.
Paradís
eða
helvíti
..Konan er partur af Paradís." eins og sá
franski sagði. Að ósekju mætti bæta þar
við. að konan sé lika partur af helviti.
Segir ekki eitlhvað á þessa ieið í heilagri
ritningu: ..Betra er að rigni eldi og
brennisteini en hlusta á þrasgjarna
konu." Þetta er hluti af svari Örlygs
Sigurðssonar listntálara við samvisku-
spurningu Vikunnar: „Hvað er það
fyrsta. sem þú tekur eflir í fari kvenna?"
Og þeir voru fleiri. sem svöruðu þessari
spurningu skemmtilega. en svörin
birtast í næstu Viku.
Viðtal
við
Melchior
Hljómsveitin Melchior hefur nú sent frá
sér fyrstu breiðskífu sína. sem ber heitið
„Silfurgrænt ilmvatn." og er þess vænst.
að hún hljóti góðar viðtökur. Melchior
er reyndar ekki ný af nálinni, en hefur
lítt haft sig í frammi fyrr en á liðnu ári.
Að sögn flytjenda er á plötunni „létt-
klassísk popptónlist i jassstíl." frum-
samin. j næstú Viku verður spjallað við
Melchior um allt og ekkert og allt þar á
milli.
Þegar Erró
hét Ferró
Einn af stærstu viðburðum Listahátíðar
1978 var sýningin á verkum Errós. í
næsta blaði eru birtar litmyndir frá
opnun sýningarinnar, sem jafnfrantt var
opnun hátíðarinnar. Sigurjón Jóhanns-
son tók myndirnar. en hann hefur fylgst
með ferli Errós frá fyrstu tið og átti við
hann blaðaviðtöl fyrr á árum. Sigurjón
rifjar upp viðbrögð landsmanna við fyrri
sýningum listamannsins. þegar hann
hélt Ferró. og hafa áreiðanlega margir
gaman af þeirri lesningu.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn:
Aðalsteinn. Ásb. Sigurðsson. Anna Kristine Magnúsdóttir. Hrafnhildur
Sveinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson.
Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri; Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i
Siðumúla 12. auglýsingar. afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. sinti 27022.
Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 530. Áskriftarvcrð kr, 2000 pr.
mánuð. kr. 6000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega. eða kr. 11.300 fyrir 26
blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. gjalddagar: Nóvember.
febrúar. mai. ágúst. Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega.
I NÆSTU VIKU
26. TBL.VIKAN 55