Vikan


Vikan - 29.06.1978, Síða 42

Vikan - 29.06.1978, Síða 42
STJÖRMSR4 llrtilurinn 2l.mars 20.ag>riI Þú þarft á skopskyni þinu að halda í þessari viku, þegar einhver þér nákominn og kasr gerir þér gramt í geði. Vikan verður rólegri en þú hafðir reiknað með, og þú nýtur hennar. Naulirt 21.april 2l.mai Nú sannast það, að þér tekst að ráða fram úr öllum vanda með mikilli prýði, og áttu heiður skilið fyrir. Ákveðið mannamót ætti að tak- ast vel, ef það er skipu- lagt rækilega fyrirfram. Ttihurarnir 22.mai 2l.júni Vikan getur orðið þér býsna erfið, og þú hefur mörgu að sinna, jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Þú verður hvíld- inni feginn og nýtur helgarinnar i ríkum mæli. kr.-'hhinn 22.júni 2J.júli Það mundi létta af þér áhyggjum, ef þú skoð- aðir fjármál þín í réttu Ijósi og af skynsemi. Varastu að eyða pening- unum um of í að gleðja aðra; þú ert alltof örláturástundum. I.jóni*) 24. júli 24. .íiíú'i Þótt þú hafir mikið að gera þessa dagana, ætt- irðu að reyna að halda skapinu í góðu lagi og angra ekki þá, sem næst þér standa. Einhver leið- indi koma upp innan fjölskyldunnar. Góðir tímar fara i hönd, og þú varpar af þér því þunglyndi, sem hvílt hefur yfir þér að undan- förnu. Reyndu að fara meira út og hitta fólk, einveran hefur áhrif á skapferlið. Vertu óhræddur að biðja um aðstoð, ef þú telur þig þurfa hennar með. Einhver þér yngri mun biðja um ráðlegg- ingar hjá þér, þegar verst gegnir. Heillatala er 3. Slcingcilin 22. dcs. 20. ian. Einhver vinnufélagi þinn mun verða áfjáður i að gera þér til hæfis, og veldur það þér mikilli undrun. Þiggðu þá hjálp, sem þér býðst, jafnvel þó þú haldir, að þú ráðir við allt einn. Sporrttlrckinn 24.okl. 2.4.nó«. Peningar, sem þú hefur eytt til heimilisins, munu bera rikulegan ávöxt. Fyrri hluta vik- unnar verðurðu fyrir smátöfum, sem seinka framkvæmdum á mikil- vægu verkefni. Valnshcrinn 2l.jan. Il.fchi. Félagslifið býður upp á mörg tækifæri, og þú skemmtir þér vel í góðra vina hópi um helgina. Útlit er fyrir, að þú farir i ferðalag, til staðar, sem þú hefur ekki séð fyrr. Ho{<maóurinn 24.nút. 21.dcs. Ákveðnu baráttumáli þinu mun ljúka á far- sælan hátt.efþúað- eins sýnir þolinmæði. Þú færð tækifæri til að sýna, hvað í þér býr, gagnvart persónu, sem skiptir þig miklu máli. Fiskarnir 20.íchr. 20.marv Þú ert vel fyrirkallaður, og ættir að geta lokið með prýði þeim verk- efnum, sem bíða. Þú verður fyrir smávægi- legum vonbrigðum, en ættir ekki að láta það á þig fá. Hún horfði þögul á hann. „Ég held, að það sé aldur minn, sem þú hefur mest á móti," sagði hann og andvarpaði. „Ég veit, að ég er of gamall fyrir Donnu, en hún þrætir fyrir það, og hvað á ég þá að gera? Ég elska hana, skilurðu.” „En þú vilt ekki giftast henni?” „Nei — en það er ekki af þeirri ástæðu, sem þig grunar líklega einna helst. Ég vil ekki binda Donnu við mig, þannig að henni finnist hún þurfa að standa i heilmiklu lagavafstri til að öðl- ast frelsiá ný.” „Þú talar eins og þú vitir, að hún vilji aftur öðlast frelsi sitt.” „Eftir fáein ár — kannski eitt. kannski tíu," sagði Jules, „finnur hún sér ungan mann. Fertugur maður hefur ef til vill aðdráttarafl fyrir unga stúlku, en fimmtugur maður eða eldri? Sjaldan, mjögsjaldan.” Hugur hennar var i uppnámi, og Maggie skildi, að Jules var ekki maður- inn, sem hún hafði alltaf haldið, að hann væri. Hún leitaði að blekkingu í mögru andliti hans, en sá enga. Það eina, sem henni kom til hugar að segja, var: „Fyr- irgefðu.” Hann reis á fætur til að fara, og skakkt bros hans var ekki sneytt samúð með henni og honum sjálfum. Það virt- ist vera mjög ekta, og enn fann Maggie til vafa um fólk. sem hún hélt, að hún þekkti vel. GAR Jules var farinn, fór hún yfir götuna til að greiða Steve fyrir stól- inn, sem hún ætlaði að kaupa og spyrja hann svolítið um næluna. „Þú virtist hafa áhuga á henni, þegar ég var með hana, er við fórum út að borða,” sagði hún til að koma honum á skrið. „Nú-ú,” sagði Steve hægt. „Donna var búin að nefna það við mig, að hún hefði tapað nælu með bláum steinum. Ég bauðst til að hjálpa henni að leita, en hún vildi ekki heyra á það minnst. Þá fannst mér hún vera að gera lítið úr ein- hverju, sem hún hefði áhyggjur af.” „Hvers . vegna sagðirðu mér það ekki?” Hann yppti öxlum. „Settu sjálfa þig i mín spor. Það var hálfkjánalegt, þvi þetta þurfti ekki að vera sama nælan, ekki síst vegna þess að Donna sagði mér, að hún væri ekki verðmæt.” Maggie starði á Steve. „Haltu áfram.” „Þessi, sem þú varst með, var talsvert verðmæt, held ég.” „Ég sagði þér, að ég hefði fengið hana að láni hjá Donnu. Hélstu, að þetta væri sama nælan og að ég hefði stolið henni?” Steve hristi ákveðinn höfuðið og svar- aði: „Satt að segja ruglaði nælan mig í ríminu. Mér virtust flestir steinarnir ekta, en sumir ekki..En ég er auðvitað ekki gullsmiður.” Maggie hreyfði sig óþolinmóð. „Ég vildi óska, að þú hefðir spurt mig út úr þá um kvöldið. Við hefðum getað Bláa nœlan skoðað hana betur, og þá myndum við vita það... Steve, mig langar til að sýna þér nokkuð. Hefurðu tíu mínútur af- lögu?” „Eins langan tíma og þú kærir þig um.” „Ég þarf að sækja hana.” Þegar Maggie gekk yfir götuna, opn- uðust dyrnar á númer 12, og Dick Evans birtist í hjólastólnum sínum. Hann hélt á disk með sardínum í annarri hendi. Hann hikaði, þegar hann kom auga á Maggie, og virtist ætla að draga sig í hlé, en svo kom hann út á gangstéttina og spurði: „Hefurðu séð köttinn, sem er venjulega að þvælast hérna, frú Banner- man?” „Ekki nýlega.” Hún hnyklaði brýrnar og reyndi að muna, hvenær hún hafði síðast séð dýrið. Það hlaut að hafa verið á sunnudagskvöldið, þegar hún rak hann út úr íbúðinni. En nú var hvorki stund né staður til að minnast á ósvífni Dicks að senda Rosie inn í ibúðina, svo hún ákvað að minnast ekkert á það. „Ég sá köttinn á sunnudaginn,” sagði hún. Evans virtist iðrast þess að hafa sýnt á sér veika hlið og tautaði: „Kattarkvik- indið hefur sjálfsagt lokast einhvers staðar inni." Hann reyndi að sýnast skeytingarlaus, en var engu að siður kviðinn, er hann skimaði upp og niður eftir götunni. Svo fór hann aftur inn í húsið og lokaði að baki sér. Hann virtist komast ágætlega af án al- mennrar kurteisi, en honum stóð greini- lega ekki á sama um flækingsköttinn. Maggie, sem geðjaðist hreint ekki vel að Dick Evans, þó hún vorkenndi honum, kom þetta talsvert á óvart, og henni varð aðeins hlýrra i hans garð. Maggie hljóp upp í íbúðina til að sækja næluna, og síðan fór hún aftur til Steve. „Hana,” sagði hún móð, „líttu á þetta.” Hann skoðaði næluna vandlega og sagði svo: „Hún er mjög snotur, en þetta er ekki nælan, sem þú varst með þarna uk! kvöldið. Þessi næla hefur enga ekta safira, heldur bara gervisteina. Hins veg- ar er þetta sama gerð.” „Það fannst mér lika.” Steve starði út um gluggann, og loks þoldi Maggie ekki lengur þögn hans. „Hvers vegna skyldi Donna eiga tvær nælur eins? Nema hún hafi fengið aðra i stað þeirrar, sem hún týndi — áður en ég fann hana, á ég við.” Hann rétti henni næluna aftur og sagði: „Hefurðu aldrei heyrt getið um fólk, sem fær eftirlikingar trygginganna vegna?” „En Donna á ekki það dýrmæta skart- gripi, að hún geymi þá í banka og gangi meðeftirlikingar.” „Þú ert búin að vera gift i átján mán- uði, og þið Donna hafið ekki búið saman i hálft annað ár," benti Steve henni á. 42 VIKAN 26. TBU.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.