Vikan - 29.06.1978, Side 34
breytt, og með því hugarfari fer ég í keppn-
ina.
— Hafðirðu tekið þátt í fegurðarsam-
keppni áður?
— Já, árið 1975 var ég valin fulltrúi ís-
lands til að keppa í „Miss Scandinavia”, en
af þeirri keppni varð ekki það ár, svo í stað-
inn fór ég til London og keppti þar í „Miss
World”. Ég fór í stað Hlínar Eldon, sem
komst ekki þá, og fékk ég aðeins viku fyrir-
vara. Ég var bara 18 ára, og ég finn það nú,
að ég var of ung til að fara út í svona
keppni þá. Ég er miklu frekar tilbúin til þess
núna. Þetta var gífurlega spennandi enda
í fyrsta og eina skiptið, sem ég hef komið
til London. Það var líka ævintýramennsk-
an, sem dró mig út í að fara þá. Ég sagði
Heiðari Jónssyni, að ef þeir bara treystu
mér, þá væri ég til í að fara! Það var mikill
viðbúnaður þarna, stjanað við okkur á alla
kanta, og ég veit ekki enn, hver borgaði öll
þessi flottheit!! Ég notaði þessa viku í
London vel, svaf varla meira en í fjóra tíma
á nóttu, enda kom ég nærri grátandi af
þreytu heim aftur! Mér fannst margar
stúlknanna ekki nota nægilega alla þá
möguleika, sem okkur voru boðnir, t.d. að
sjá alla markverðustu staðina. En þarna
varð maður mikið var við, hvað pólitísk
viðhorf geta blandast inn í svona keppnir.
Landhelgisdeilan var í hámarki, þegar þetta
var, og ég varð óhjákvæmilega vör við það.
Ljósmyndarar stuðluðu mest að því að aug-
lýsa upp þær stúlkur, sem þeim leist vel á,
og var ég ein af þeim, en dómnefndin, sem
var skipuð breskum að meirihluta ákvað að
íslensk stúlka þar kæmi ekki til greina! í
dómnefndinni var margt frægt fólk, þ.á m.
Oliver Reed, leikari.
— Kynntistu þá ekki einhverjum merki-
legum persónum þarna?
— Jú, það má segja það. Borðherrar
mínir á „Kórónudansleiknum” — en það
var dansleikur, sem haldinn var að krýn-
ingu lokinni — voru Tony Radgewill, syst-
ursonur Jaqueline Kennedy, og Julian
Morley, sonur stjórnanda „Miss World”
keppninnar, sem er haldin árlega í London.
Ég hafði óskaplega gaman af þessari ferð að
öllu leyti.
Aekkiviðmig
AÐ VERA ALLTAF PEN
— Finnst þér mikill munur á að taka
þátt í keppni hér heima eða erlendis?
— Já, það er gífurlegur munur þar á.
Hér heima þekkja allir alla, og ég hefði sko
ekki komist í fyrsta sæti með mína
framkomu, miðað við til hvers þeir taka til-
lit erlendis!!! Þar verður maður alltaf að
vera í „varnarstöðu”, t.d. ef maður situr
ekki alveg rétt með fæturna, getur einhver
ljósmyndari komið auga á það, smellt af
mynd, og það eitt getur auðveldlega fellt
mann! Annars á ekki við mig að vera alltaf
„pen”, en mér finnst óskaplega gaman að
leika svona „lady” í smátíma! Strax og
dansleikurinn var búinn á Sögu, flýtti ég
mér upp á hótelherbergi, dreif mig úr fína
kjólnum, fór í gallann minn, þvoði máln-
inguna úr andlitinu, setti hárið í tagl og
flýtti mér út. Þá fór ég í hús, og þar var
einn, sem kynnti mig og sagði, að ég væri
fegurðardrottning íslands 1978, — en eng-
inn tók mark á því!! Svona getur maður
breytt sér! Ég tek þessu öllu óskaplega létt,
ég fór úr í þetta sjálfviljug, og ég er reiðubú-
in til að mæta öllu, sem þessu fylgir. Mér
finnst t.d. fólk almennt taka þetta alltof al-
varlega.
— Finnst þér, að þetta mætti vera meira
hæfileikakeppni, t.d. eins og tíðkaðist hér
áður fyrr í keppninni „Fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar”, þar sem stúlkurnar þurftu að
sýna hæfileika sína á einhverju sviði?
— Mér fyndist allt í lagi, að þær stúlkur,
sem taka þátt i svona keppnum, séu við-
búnar því að þurfa að sýna, hvað í þeim
býr. Það má alltaf búast við, að einhver úti
í sal hrópi: „Já, en hvað GETUR hún?”!
Það fólk, sem kýs á þessum kvöldum, hefur
kannski ekkert af stúlkunum að segja og
finnst fallegt útlit ekki nægja.
— Hvað hefðir þú gert, ef þetta hefði
hent þig?
— Ég hefði sjálfsagt bara sungið „Atti,
katti, nóa”!
SÖNG EINSÖNG
í KIRKJUNNI
— Hefurðu kannski lært að syngja?
— Það er nú fremur lítið. Ég lærði þó
undirstöðuatriðin hjá Nönnu Egils, en ég er
ein af þeim, sem yfirfyllir stundatöfluna,
svo söngnámið samræmdist ekki tíma mín-
um. Annars hef ég alltaf haft gaman af
söng og söng t.d. einsöng í Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði, þegar ég var 12 ára. Það var
lagið „Nóttin var sú ágæt ein”. Svo söng ég
síðar tvívegis á Lúsíuhátíð í Þjóðleikhús-
kjallaranum, en núna syng ég mest til að fá
útrás!
— Hvaða menntun og starfsreynslu hef-
urðu?
— Ég lauk gagnfræðaprófi vorið 1973
úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Síðan
var ég í eitt ár við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti í „Samfélags- og uppeldissviði”.
34 VIKAN 26. TBL.