Vikan - 29.06.1978, Síða 52
Smásaga eftir Herluf Th. Flensborg.
Arfurinn
Sá arfur, sem hann hafði hlotið, varð ekki
metinn til fjár, hann var meira virði en svo.
CeCILIA Back lá grafkyrr og hlust-
aði á fjarlægar raddirnar. Hún sá ekki
þá, sem töluðu. Fyrir augunum var þétt,
grá þoka, henni virtist líkaminn svífa i
lausu lofti, og hún heyrði lágværar radd-
irnar, en hún þekkti þær ekki.
Hún hafði legið og hlýtt á þær um
stund, og hún hafði reynt að skilja, hvað
sagt var, en hún náði ekki að heyra orð-
in. Raddirnar náðu aðeins til hennar
gegnum þessa þéttu, gráu þoku eins og
hvísl.
Hún reyndi að berjast gegnum þok-
una. Hún varðaðsjá þau.
— Mamma . . . éger hér.
Þessa rödd þekkti hún.
Þetta var rödd Henriks. Henrik var þá
kominn heim. Hann var handan við gráa
teppið og talaði til hennar. Vissan um
það vakti henni ósegjanlega hamingju.
og hún reyndi af fremsta megni að berj-
astgegnum þokuna.
Og allt i einu var hún horfin.
En sá, sem hún hafði búist við handan
hennar, var ekki þar. Nanna var þarna.
Tómas og Pála, en ekki Henrik. Von-
brigðin ollu þvi, að hún óskaði þess
helst, að þokan umlyki hana á ný, en
þegar hún ætlaði að leggjast yfir hana,
reyndi hún að berjast gegn henni. og
hún vék á ný.
Umhverfis hana var einkennileg birta.
Það var eins og hún sæi alla hluti i
skýrara Ijósi en áður. Herbergið, sem
hún lá í. var baðað einkennilegri birtu.
sem virtist afhjúpa allt. Hún þekkti allt,
sem hún sá, en nú var það í allt öðru
Ijósi en áður.
Einnig andlitin.
Andlit Nönnu var næst henni. Það
brosti við henni. en brosið náði ekki til
augnanna, það var eins og frosin gretta.
Bros án hlýju.
Ogsvofórhúnað tala.
— Heyrirðu til min, mamma, sagði
hún.
Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsiiegt úrval
eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir
greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karrygulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það
allra nviasta: svartur!
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10 A.
Sími 16995.
Sendið úrktippuna tii okkar
og við póst/eggium bækiing strax.
Nafn________
Heimilisfang
Já, Cecilia heyrði til hennar, en hún
átti bágt með að þekkja röddina. Svona
hljómaði ekki rödd Nönnu. Hún hafði
aldrei heyrt hana hljóma svona áður.
Hvað hafði gerst? Þetta var hrjúf og
hörkuleg rödd.
Augu hennar horfðu á andlitin þrjú,
sem lutu yfir hana.
Hvers vegna lita börnin min svona út,
hugsaði hún, og hvar er Henrik? Ég
heyrði rödd hans. Hann hlýtur að vera
hér.
— Kalliðá Henrik.sagði hún.
Hún heyrði sina rödd greinilega. en
hvorki Nanna eða hin tvö virtust heyra.
hvað hún sagði. Andlitin voru svip-
brigðalaus. Það var eins og þau væru
ekki þessa heims. Þau voru stif og liktust
líkneskjum.
Liflaus.
En þau höfðu þó talað.
Og Nanna brosti.
Nei. það var ekki hægt að kalla það
bros. Það var ekkert hlýlegt eða lifandi i
andliti hennar. augu hennar voru kulda-
leg, og það vottaði ekki fyrir ástúð i tilliti
hennar.
— Hún er meðvitundarlaus. heyrði
hún Nönnu segja. — nú liður ekki á
löngu. þar til hún er öll. Púlsinn er mjög
hægur. Rödd svaraði henni. Það var
djúp rödd, en Cecilia þekkti hana ekki.
Ekki fyrr en hún sá. að andlit Tómasar
hreyfðist.
Það var hann, sem talaði.
— Þaðer best svona, sagði hann.
Þau biöa þess. adég deyi.
Nanna og Tómas.
Að baki þeim stóð Pála. Hún grét.
Cecilia vildi gjarnan tala til hennar,
eitthvað, sem gæti hughreyst hana og
stillt grátinn. Pála var ólik Nönnu og
Tómasi.
Pála og Henrik.
En Henrik var ekki hér. Augu hennar
leituðu hans. en fundu ekki.
En ég heyrði greinilega rödd hans,
hugsaði hún, hann sagði: Mamma ... ég
er hér.
Og Henrik laug aldrei.
Hann var afskaplega sannorður og
heiðarlegur. Hann skóf aldrei utan af
hlutunum. sagði hreint út það sem hon-
um bjó i brjósti. Nanna og Tómas not-
uðu aðra aðferð. Jafnvel meinlegustu at-
hugasemdir voru sagðar með vel völdum
kurteisisorðum.
Og Pála.
Nei, Pála reyndi ekki að dylja skoðan-
ir sinar. Þess þurfti hún ekki. Hún hafði
einfaldlega ekki neinar skoðanir. Pála
gerði bara eins og Nanna og Tómas
buðu. Kannski gerði hún það til að losna
við að taka á sig ábyrgð. Pála hafði ekki
kjark til að breyta gegn vilja eldri syst-
kina sinna. Hún var kjarklitil. Hún hafði
alltaf verið óframfærin og undirgefin.
Hún hafði alltaf gengið undir öðrum,
látið nota sig.
Þannig hafði það verið siðan faðir
hennar dó. Meðan hann lifði, verndaði
hann hana. Nú var enginn. sem vernd-
aði hana.
52 VIKAN 26. TBL.