Vikan - 29.06.1978, Side 54
Allt var svo auðvelt, svo fagurt og
dýrðlegt.
Fuglasöngurinn varð skýrari, og nú
nálgaðist hún dýrin. Litirnir Ijómuðu frá
blómunum í grasinu, og hérar, hirtir og
refir stigu dans umhverfis hana.
Hún stansaði við og horfði hjálpar-
vanaádansdýranna.
— Ég þori ekki að dansa ein, Henrik,
hvíslaði hún, — komdu og taktu i hönd
mina... dansaðu með mér .. láttu mig
ekki vera eina.
— Þú ert ekki ein, mamma, svaraði
rödd hans.
En hann komekki.
Hún ætlaði að snúa sér við og horfa á
hann, en eitthvað kom í veg fyrir það.
— Henrik ... hjálp... ég er hrædd.
— Horfðu inn í Ijósið, mamma, svar-
aði hann.
Cecilia hlýddi, og nú sá hún, að hún
varekki lengurein.
Mitt á meðal dansandi dýranna stóð
Eirikur .. . faðir Henriks. Maðurinn,
sem hún hafði misst og næstum gleymt.
— Komdu.Cecilia.sagði hann.
Hún gekk móti Ijósinu. Dansandi dýr-
in viku úr vegi og opnuðu leiðina til ver-
unnar. sem kallaði á hana.
þtýár góðar
Electrolux
/.«?.» Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.)
Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur.
Dregur snúruna inn i hjólið.
Vegur aðeins 7 kg. og er með 6 m. langa snúru.
z.m» Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.)
Hún sýnir hvenær pokinn er fullur.
Snúran dregst inn i hjólið.
Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg-
ur 7 kg og er með (i m langa snúru.
Verð kr. 67.500,-
Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft
(loftflæði 1.65 rúmm/min.)
Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru.
Verð aðeins kr. 52.500,-
V
M
Vörtimarkaðurinn hf.
ARMULA 1A — SÍMI 86117
| Electrolux |
— Eirikur ... hvemig vissi Henrik,
að þú varst hér? spurði hún undrandi.
— Hann vissi það vel. svaraði Eirikur
þýðlega. en spurðu ekki hvernig,
Komdu, Cecilia. Ég hef beðið þin. Allt
er eins og Henrik sér það. Nú munum
við njóta þess saman. Ég trúði þvi ekki
heldur, fyrr en ég upplifði það. Aðeins
fáum er gefið að kynnast þvi, en Henrik
er einn af þeim. Þess vegna gat hann
fylgt þér til mín. Heyrirðu tónlistina.
Cecilia. Við skulum dansa saman.
Komdu.
— Já, Eirikur, svaraði hún hugfang-
in, — við skulum dansa saman í skógin-
um.. .einsogáðurfyrr.
Hún lagði hönd sina i hans, og hann
tók hana i faðminn. Eitt andartak greip
hana angist, ekki við að vera þama.
heldur. að einhver myndi hrífa hana á
brott úr þessum unaðsheimum.
Þau dönsuðu um. Framhjá Henrik,
sem stóð undir trjánum og brosti til
þeirra.
Henrik, sem leitt hafði hana í þessa
töfraheima.
Þegar þau dönsuðu framhjá honum í
þriðja sinn, rétti hún höndina til hans og
brosti.
— Komdu, Henrik, kallaði hún. —
þú skalt dansa með okkur.
En hann hristi höfuðið.
— Ekki núna, mamma. svaraði
hann, — ég kem seinna.
Svo lyfti hann hendinni i kveðjuskyni
og gekk á leið burt frá þeim.
— Henrik . . . Henrik . .. þú mátt
ekki fara. Þú átt að vera hjá okkur...
En hann heyrði ekki til hennar.
Hún riðaði við og var næstum dottin,
en Eiríkur studdi hana og hélt fast utan
um hana.
— Henrik kemur seinna, sagði hann,
— við munum bíða hans.
Hún horfðiá hann.
— Já. Eiríkur, við munum bíða hans,
sagði hún og andvarpaði, og þau döns-
uðu áfram inn á milli trjánna. Brátt sá
hún ekki lengur út á milli þeirra, hún sá
bara sterkt blátt ljós upp yfir krónum
trjánna, og það virtist draga hana til sín.
JÁ, þá er það búið. Tómas, þú ert elsti
sonurinn og átt að loka augum mömmu.
Hann kinkaði kolli og þrýsti líflausum
augnalokunum yfir brostin augun. Pála
grét hljóðlega, en augu Nönnu voru
þurr, kuldaleg og ákveðin.
— Tómas, þú hringir eftir lækninum,
svo hann geti skrifað dánarvottorðið,
sagði hún. — og svo verðum við að sjá
um að kistuleggja hana sem fyrst.
Hann kinkaði kolli.
Nanna lagði vasaklút yfir andlit móð-
ur sinnar.
— Henrik kom ekki, sagði hún ergi-
leg.
— Litið við því að gera, við gátum
ekki gert belur en senda skeyti um, að
mamma lægi fyrir dauðanum.
— Hann kemur sjálfsagt... núna ..,
sagði hún kuldalega, ert þú með erfða-
skrá mömmu?
— Já, hún er i peningaskápnum á
skrifstofunni.
— Og henni hefur ekki verið breytt
siðan ... síðan þá?
54 VIKAN 26. TBL.