Vikan - 29.06.1978, Qupperneq 41
Maggie í sírenu sjúkrabils í simanum.
Svo rann það upp fyrir henni. þegar hún
var búin að leggja á, að hún gat enn
heyrt hana fyrir utan. Þannig að systir
hennar var ekki í Flórens — og ekki
heldur í Paris, eins og umboðsmaður
t
hennar hélt. Hún var hér i London og
þaðekki langt undan.
Maggie fann til mikillar gremju, með-
an hún leitaði að Jules Nash i síma-
skránni, en hún fann bara númerið í
búðinni, svo hann hlaut að hafa leyni-
númer. Hún reyndi að hringja í verslun-
ina, án þess þó að gera sér miklar vonir,
enfékkekkertsvar.
Henni var órótt, og hana langaði til
að tala við einhvem, svo hún dró glugga-
tjöldin til hliðar og leit yfir til Steve. Þar
var líka niðamyrkur.
Loks gerði hún það, sem hún hefði átt
að gera þegar i stað. Hún hringdi til
Ross á hótel hans í Amsterdam. en hann
var ekki við. Hún skildi eftir skilaboð og
bað um, að hann hringdi til hennar.
Hún var lengi á fótum, en siminn var
þögull.
Síðar, þegar Maggie lá vakandi og
hlustaði á lágværan umferðarniðinn í
London, braut hún heilann um það,
hvort Ross hefði fengið skilaboðin frá
henni og ekki getað hringt — eða ekki
viljað það. Hann hafði ef til vill ekki
bóginn gat það verið, að hann væri ekki
kominn heim.
Loks sofnaði hún, og glæsikvendi
sprönguðu i gegnum drauma hennar í
fylgd með hlæjandi eiginmanni hennar.
r
Arla næsta morgun hringdi sím-
inn, og hún þaut af stað til að ansa,
sannfærð um, að þetta hlyti að vera
Ross. En þetta var þá viðbjóðsleg rödd
Bernies, sem fræddi hana á því, að það
væri best fyrir hana og systur hennar, að
hún pakkaði niður og væri farin, áður en
Donna kæmi aftur heim.
Maggie lagði á, án þess að svara. Hún
var hrædd, en hún var ekki slík gunga,
að hún yfirgæfi Donnu, þegar illa stóð á
hjá henni. Auk þess hafi Maggie engan
staðaðfaraá.
Fáeinum stundum síðar hringdi dyra-
bjallan. og Jules var fyrir utan, þegar
hún lauk upp. Hann brosti glaðlega og
sagði: „Ég ætlaði bara að fullvissa mig
um það, að allt væri í lagi hjá þér. Ég hef
lokað á mánudögum, svo ég hef ekkert
komið hingað siðan á laugardaginn var.”
Hún bauð honum inn i kaffi, og þegar
þau voru sest, sagði hún: „Þú vissir auð-
vitað, að Donna kemur heim i kvöld?”
„Já.” Jules setti frá sér bollann. „Ég
þarf að biðjast afsökunar. Ég vissi,
hefði getað gefið þér meiri upplýsingar.
Það var bara það, að fyrst Donna var
ekki búin að segja þér, hverjir það voru,
nú, þá fannst mér það ekki vera i minum
verkahring.”
„Hún fór burt, er það ekki?” sagði
Maggie eitruðum rómi.
Hann leit undrandi upp: „Almáttugur
minn. já. H vers vegna spyrðu?”
„Það er ekki mitt að hafa neina skoð-
un á þvi, ef hún hefur ekki sagt þér,
hvort hún fóreðaekki.
Jules bældi niður bros, tók aftur
upp boilann sinn og fékk sér sopa. „Hún
gæti hafa komið til baka, fyrr en hún
bjóst við,"sagði hann.
„Og fyrr en hún viðurkennir. Já, það
gæti verið ástæðan. Ég reyndi að hringja
til þin í gærkvöldi, Jules, en fann ekki
simanúmerið þitt."
„Ég skal láta þig fá það núna,” sagði
hann og rétti henni spjald, þar sem á var
letrað nafn hans, símanúmer og heimil-
isfang.
Cornwall Gardens, sá hún. Það var
nægilega nærri til að það hefði heyrst
i sjúkrabilssírenu i simanum og síðan i
ibúðinni þegar á eftir. Jules spurði ekki.
hvers vegna hún vildi ná sambandi við
hann. Ef til vill vissi hann það. Maggie
hélt, að ef hún hefði hringt kvöldið áður,
þá hefði Donna svarað i simann, en það
kom henniekki við.
Engu að siður kærði hún sig ekki um,
að yngri systir hennar lygi að henni og
blekkti hana. Hana sveið undan þvi.
Það varð þögn, og síðan sagði Jules:
„Ég veit ekki, hvers vegna þér geðjast
ekki að mér, en ég veit, að það gerir þér
ekki."
Maggie fann, að hún roðnaði, sér til
mikillar gremju. „Mér — mér geðjast
ekkert illa að þér. Hvers vegna heldurðu
það?"
„Láttu ekki svona, Maggie. Ég er ekk-
ert fifl," sagði Jules. „Þú veist kannski
ekki heldur, af hverju það er? Er þetta
eðlisávisun?"
Einstök Þjónusta fyrir
Stór-Reykjavík
Við mælum flötinn og gerum fast verðtilboð.
Þér komið og veljið gerðina, við mælum og
gefum yður upp endanlegt verð — án nokkurra
skuldbindinga.
Athugið að þetta gildir bæði um smáa og stóra
fleti.
Þér getið valið efni af 70 stórum rúllum eða úr 200
mismunandi gerðum af WESTOIM teppum.
Við bjóðum mesta teppaúrval landsins í öllum verð-
flokkum:
STAKAR MOTTUR 41 MIKLU ÚRVALI:
Danskar — Enskar — Tékkneskar — Indverskar og
Kínverskar.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
26. TBL. VIKAN 41