Vikan


Vikan - 29.06.1978, Side 43

Vikan - 29.06.1978, Side 43
„Margt getur hafa gerst á þeim tima. Fyrirsætur hafa ágaett kaup, það veistu.” Maggie virtist samþykkja þetta. Hún skipti um umræðuefni og sagði: „Dick Evans kom þarna út, þegar ég fór yfir götuna rétt áðan.” Hún kinkaði kolli í átt til dyranna að númer 12. „Hann var að leita að svarta og hvíta kettinum, sem þvælist hér um hverfið. Hefur þú nokk- uð séð hann?” „Ekki nýlega.” Steve virtist standa á sama. „Evans dvelur þama meira og minna nú orðið.” „Frú Bates sagði mér, -að hann hefði keypt húsnæðið.” „Jæja, er það? Hann á frí i dag, svo hann vill kannski eyða tímanum þar í staðinn fyrir í íbúðinni sinni.” „Hvers vegna, Steve? Honum hlýtur þó að liða betur I ibúðinni, sem er sér- lega útbúin fyrir hann.” „Hann vill kannski fá að vera I friði.” „En hvers vegna skyldi hann vilja vera í friði annars staðar en heima hjá sér?” „Um hvaða misgjörðir grunarðu hann, Maggie?” „Satt að segja á ég ekkert erfitt með að gruna hann um.misgjörðir. Það er einhver hjúpur af — niðurbældu ofbeldi í kringum hann. Ég get ekki einu sinni gert mér í hugarlund, hvernig hann losn- ar við alla þessa orku með því einu að horfa á Rosie Bates dansa sígauna- dansa.” Steve horfði kiminn á hana. „Það gæti hugsast,” sagði hann þurrlega, „að Rosie gerði meira en að dansa fyrir hann.” Sér til gremju fann Maggie, að hún roðnaði. Steve skipti um umræðuefni og spurði: „Hvenær kemur Donna heim?” „í kvöld.” „Verða hátiðahöld?” „Ég veit það ekki,” svaraði Maggie og hló við. Síðan bætti hún við, alvarleg í bragði: „Steve, ég hefði átt að fara til Hollands með Ross. Hvað myndi þér finnst, ef konan þín vildi ekki fara með þér í viðskiptaferðalag?” „Mér fyndist hún vera að svíkja mig.” „Jafnvel þó hún hefði eigið starf?” Hann brosti og vildi ekki segja fleira, þar til hún nauðaði í honum, svo hann reiddist. „Maggie,” sagði hann, „ef þú hefðir gifst mér, þá vissirðu ef til vill núna, hvernig ég brygðist við undir sömu kringumstæðum, en þú giftist mér ekki, og ég er ókvæntur enn. Hvernig á ég að vita, hversu eigingjarn ég yrði, ef svona stæði á fyrir mér? Ég hef reyndar brotið um það heilann, en engu að síður hef ég ekki hugmynd um það. Það er til litils að ímynda sér hlutina.” „Ég held, að ég hefði kunnað vel við gömlu dagana, þegar konurnar héldu sig heima og gerðu góðverk eða eitthvað svoleiðis.” Hann neitaði algerlega að taka upp þráðinn, en spurði þess I stað: „Af hverju höldum við ekki veislu í kvöld til að fagna heimkomu Donnu?” „Ég þori engu að lofa, fyrr en ég er búin að tala við hana,” sagði Maggie. „Má ég láta þig vita seinna?” Þá hringdi síminn, og hún greip tæki- færið til að fara. Steve hélt hendinni yfir talopinu og spurði: „Viltu, að ég sendi stólinn, eða kemst hann í farangurs- geymsluna á bllnum þínum?” „Ég held, að hann komist í farangurs- rýmið. Ég skal gá að því.” Hann kinkaði kolli, og snéri sér aftur að verki. GGIE fór beint að bílnum og lauk upp farangursrýminu. Hún hrökk I kút, þegar eitthvað hreyfði sig þar inni. Það var kötturinn, sem Evans hafði ver- ið að spyrja um. Þó hann lyfti höfði og legði aftur rifin eyrun, var hann of mátt- vana til að gera meira en hvæsa veikum rómi. „Æ, vesalingurinn,” sagði hún og gleymdi um stund óbeit sinni á dýrinu. Þarna var gamalt teppi, og kötturinn hafði greinilega stokkið inn á meðan hún hljóp upp með áhöldin. Honum hlaut að hafa liðið bærilega þarna, sam- anhringuðum I hlýjunni, þar til súrefnis- skorturinn fór að segja tilsín. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut32- Simar 82033 82180 „Þaðgrær sem girt er BEKAERX GIRÐINGAREFNI 26. TBL.VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.