Vikan - 29.06.1978, Side 23
ANDLIT
ÁN GRÍMU
gegn sannfæringu sinni. En jafnvel á
meðan hann hugsaði þetta, vissi hann,
að hann hagaði sér kjánalega. Hann var
að reyna að ímynda sér hana sem unga
stúlku I erfiðleikum, og sjálfur ætlaði
hann að vera riddarinn i skínandi her-
tygjunum. Vildi hún koma honum fyrir
kattarnef? Hann varð einhvern veginn
að komast að þvi.
Eldri kona i slitnum sloppi var komin
út úr húsinu hinum megin við götuna og
starði á hann. Hann snéri bílnum við og
ók aftur til George Washington brúar-
innar.
Það var bilalest á eftir honum. Hver
þeirra sem var, gat verið að elta hann.
En hvers vegna skyldu þeir þurfa að elta
hann? Óvinir hans vissu, hvar hann var
að finna. Hann gat ekki setið kyrr og
beðið eftir þvi, að á hann yrði ráðist.
Hann varð sjálfur að gera árás, halda
þeim í óvissu, gera Don Vinton svo reið-
an, að það væri hægt að gera hann mát.
Og hann varð að gera það áður en
McGreavy næði honum og læsti hann
inni.
Judd ók i átt til Manhattan. Eini lyk-
illinn að gátunni var Anne — og hún
var horfin án þess að hafa skilið eftir sig
nokkra slóð. Næsta dag færi hún af
landibrott.
Og allt í einu vissi Judd, að hann hefði
einn möguleika á að finna hana.
Það var aðfangadagskvöld. Fjöldi
ferðamanna og tilvonandi ferðalangar
voru á Pan-Am skrifstofunni og slógust
um að fá sæti um borð i flugvélum til
allra heimshluta.
Judd ruddist að afgreiðsluborðinu í
gegnum hópinn, sem beið þar. Hann bað
um að fá að tala við framkvæmdastjór-
ann. Einkennisklædda stúlkan á bak við
borðið brosti til hans þjálfuðu skyldu-
brosi og bað hann um að bíða. Fram-
kvæmdastjórinn var i símanum.
Judd stóð þarna og hlustaði á brot úr
samræðum.
„Ég ætla til Indlands þann fimmta.”
„Er kalt I París?"
„Ég vil fá bíl til að taka á móti mér í
Lissabon.”
Hann fann til örvæntingarfullrar
löngunar til að fá sér far með flugvél og
flýja burt. Hann gerði sér skyndilega
grein fyrir þvi, hve örmagna hann var á
líkama og sál. Don Vinton virtist hafa
heilan her á sinum snærum, en Judd var
einn. Hvaða möguleika hafði hann gegn
honum?
„Get ég aðstoðað?”
Judd snéri sér við. Hávaxinn.fölur
maður stóð við afgreiðsluborðið. „Ég er
Friendly,” sagði hann. Hann beit þess,
að Judd skildi brandarann. Judd brosti
skyldurækinn. „Charles Friendly. Hvað
get ég gert fyrir yður?”
„Ég er dr. Stevens. Ég er að reyna að
hafa uppi á einum sjúklinga minna. Hún
er bókuð í flug, sem fer til Evrópu á
morgun.”
„Nafnið?”
„Blake. Anne Blake.” Hann hikaði.
„Það er ef til vill skráð herra og frú
Anthony Blake.”
„Til hvaða borgar fljúga þau?”
„Ég — égerekki viss.”
„Eru þau bókuð i flug árdegis eða síð-
degis?”
„Ég er ekki einu sinni viss um, að það
sé með þessu flugfélagi,” sagði J udd.
Augu Friendly hættu að vera vin-
gjarnleg. „Þá er ég hræddur um, að ég
geti ekki aðstoðað yður.”
Judd fann til skyndilegrar skelfingar.
„Það er mjög áríðandi. Ég verð að hafa
upp á henni, áður en hún fer.”
„Læknir, Pan-Am flýgur að minnsta
kosti einu sinni á dag til Amsterdam,
Barcelona, Berlínar, Lissabon, Lundúna.
Múnchen, Parisar, Rómar, Shannon.
Stuttgart og Vínar. Það sama á við um
hin alþjóðlegu flugfélögin. Þér verðið að
hafa samband við þau hvert fyrir sig. Og
ég efast um að þér græðið á þvi, nema
þér vitið brottfaratima og ákvörðunar-
stað.” Friendly var óþolinmóður á svip-
inn. „Ef þér vilduð afsaka mig ...”
Hann sntyiérist á hæli, og ætlaði að
ganga burt.
„Biðið!” sagði Judd. Hvernig gat hann
skýrt það, að þetta væri siðasta von hans
um að halda lífi? Siðasti hlekkurinn í
keðjunni, til að komast að því, hver ætl-
aði aðdrepa hann.
Friendly horfði á hann með illa dul-
inni gremju. „Já?”
Judd neyddi sig til að brosa, og fyrir-
leit sjálfan sig fyrir það.
„Hafið þið ekki eins konar tölvu-
kerfi,” spurði hann, „þar sem þið getið
fengið nöfn farþeganna með. ..?”
„Ekki nema flugnúmerið sé vitað.”
sagði Friendly. Hann snéri sér við og var
horfinn.
Judd stóð þarna við afgreiðsluborðið
og leið illa. Skák og mát. Hann var sigr-
aður. N ú var ekkert hægt að gera.
Hópur italskra presta kom inn, allir
klæddir i siðar flaksandi, svartar muss-
ur og svarta hatta með breiðum börðum.
Þeir litu út eins og minjar frá miðöldum.
Þeir voru klyfjaðir ódýrum pappatösk-
um. pökkum og gjafakörfum með ávöxt-
um i. Þeir töluðu hástöfum á itölsku. og
voru greinilega að stríða yngsta félaga
sínum, dreng, sem virtist ekki vera eidri
en átján eða nitján ára. Liklega voru þeir
á leiðinni til Rómar eftir að hafa verið i
frii, hugsaði Judd.og hlustaði á skvaldur
þeirra. Rómar. . . þarsem Anne yrði. . .
aftur Anne.
Prestarnir gengu að afgreiðsluborð-
inu.
,.E molto bene di rilornare a casa."
..Si. d'accordo."
..Signore. piacere. guardatemi."
,. Tulto va bene?"
„Si. ma — ”.
„Dio mio. dovesono i miei bUietli?"
..Cretino. haiperduto i biglietti."
,.Ah. eccoli."
Prestarnir réttu yngsta prestinum
flugmiðana, og hann gekk feiminn að
stúlkunni við afgreiðsluborðið. Judd
gekk í átt að dyrunum. Stór maður i grá-
um frakka hékk i dyragættinni.
Ungi presturinn var að taia við stúlk-
una við borðið. ..Dieci. Dieci."
Stúlkan starði tómlega á hann. Prest-
urinn gruflaði upp alla enskukunnáttu
sina og sagði mjög hægt, „Tiu. Billetta.
Míðar.” Hann ýtti peningum að henni.
MAURINN
er með 3,5 hestafla fjórgengisbensínmótor.
Sláttubreidd: 19"/48 sm.
Sláttuhæð íauðstillanleg): 3,5 og 7 sm.
Verð: Aðeins um 70 þúsund kr.
SÖLUFÉLAG
GARÐYRKJUMANIMA
Reykjanesbraut 6 — Reykjavík
'fSt'
26. TBI VIKAN 23