Vikan - 29.06.1978, Síða 21
rím u
ar: 617 Woodside Avenue. Bayonne,
New Jersey.
Fimmtán minútum síðar stóð hann
við afgreiðsluborð Avis bilaleigu, og
leigði sér bil. Fyrir aftan afgreiðsluborð-
ið var skilti, þar sem stóð: „Við erum i
öðru sæti, svo við reynum meira.” Við
erum á sama báti. hugsaði J udd.
Fáeinum minútum síðar ók hann út
úr bilageymslunni. Hann ók hring i
kringum húsasamstæðuna. fullvissaði
sig um það. að hann væri ekki eltur og
ók svo í átt til George Washington brú-
arinnar og New Jersey.
Þegar hann kom til Bayonne. stansaði
hann til að spyrjast til vegar. „Næsta
horn og beygja til vinstri — þriðja gat-
an."
„Þakka þér fyrir." Judd ók áfram.
Hjartsláttur hans varð örari við tilhugs-
unina um að sjá Anne aflur. Hvað átti
hann að segja við hana svo hún yrði ekki
hrædd? Skyldi maðurinn hennar vera
þarna?
Judd beygði til vinstri eftir Woodside
Avenue. Hann leit á húsnúmerin. Hér
voru húsnúmerin á niunda hundraðinu.
Húsin beggja vegna götunnar voru lítil.
gömul og veðruð. Hann ók áfram að sjö-
unda hundraðinu. Húsin virtust verða
hlutfallslega eldri og minni.
Anne bjó á fallegri landareign með
mörgum trjám. Hér voru engin tré að
heitið gæti. Þegar Judd kom að heimilis-
fanginu. sem Anne hafði gefið upp. var
hann næstum viðbúinn því. sem hann
sá.
617 varóbyggðlóð þakin illgresi.
NÍTJÁNDl KAFLI.
Hann sat í bilnuni hjá óbyggðri lóð-
inni og reyndi að leggja saman tvo og
tvo. Rangt símanúmer hefði getað verið
HLUTI
mistök. Eða þá heimilisfangið. En ekki
hvort tveggja. Anne hafði sagt ósatt af
ásettu ráði. Og ef hún hafði logið þvi,
hver hún var og hvar hún bjó. hverju
hafði hún þá logið fleiru? Hann neyddi
sjálfan sig til að rannsaka hlutlægt það.
sem hann vissi um liana. Það var næst
um ekki neitt. Hún hafði gengið inn i
skrifstofu hans án nokkurrar tilvisunar
og beðið um að fá að gerast sjúklingur.
Þær fjórar vikur, sem hún hafði verið
hjá honum. hafði hún gætt þess vand-
lega, að segja ekkert frá vandamáli sinu.
og svo hafði hún skyndilega tilkynnt. að
það væri leyst og að hún væri að fara
burtu. Hún hafði greitt honum i pening
um eftir hverja heimsókn. svo að hann
gæti ekki með neinu nióti haft upp á
henni. En hvaða ástæðu gat hún hafl
fyrir þvi, að koma frani eins og sjúkling
ur og hverfa siðan? Það var aðeins eitt
svar. Og Judd varð óglatt. þegar honurn
kom það til hugar.
Ef einhver óskaði eftir þvi að myrða
hann — vildi kynna sér venjur á skrif-
stofunni hans — vildi vita. hvernig skrif
stofan leit út að innan — hvemig var
það betur hægt en að koniast að sem
sjúklingur? Það var hennar hlutverk.
Don Vinton sendi hana. Hún hafði kom
ist að því. sem hún þurfti að fá að vita.
ogsiðan horfiðsporlaust.
Þetta hafði allt verið uppgerð. og mik
ið hafði liann verið ákafur i að láta
blekkjast. Mikið hlaut henni að hafa ver-
ið skemmt. þegar hún gaf Don Vinton
skýrslu sina um ástsjúka fíflið. sem kall-
aði sig sálfræðing og þóttist vera sér-
fræðingur i fólki. Hann var djúpt ást-
fanginn af stúlku. sern hafði ekki áhuga
á öðru en að koma honum fyrir kattar-
nef. Hvers konar skapgerðardómari var
þad? Mikið hefði þetta nú verið
skemmtileg skýrsla fyrir Geðlæknafélag
Bandaríkjanna.
En hvað ef þetta var nú ekki satt? El'
Anne hafði komið til hans með raun-
verulegt vandamál og notað gervinafn.
vegna þess að hún óttaðist að koma ein-
hverjum i klipu? Vandinn hal'ði leyst af
sjálfu sér. og hún koniist að þeirri niður-
stöðu. að hún þyrfti ekki lengur á aðstoð
sérfræðings að halda. En Judd vissi. að
þetta var of einföld lausn. Það var
óþekktur þáltur i sambandi við Anne. og
á honum varð að finna skýringu. Hann
hafði það sterklega á lilfinningunni. að i
þessum óþekkta þætti væri svarið við
þvi. sem var að gerast. Það var hugsan-
legt. að hún væri þvinguð til að breyta
26. TBL.VIKAN 21