Vikan


Vikan - 11.01.1979, Side 2

Vikan - 11.01.1979, Side 2
Helgi fræðimaöur á HrafnkeLsstöðum: Hafsjór af sögum og só Dansinn f Hruna fyrir rúmri hóKri öld. Frumsýning á Flumi wy\ Sigurður Sigmundsson 2. tbl. 41. árg. 11. jan.1979 Verö kr. 650 GREINAR OG VIÐTÖL: 4 Vikan prófar léttu vínin, 2. grein: Liebfraumilch. 10 íbúftahverfi i hættu. 14 11. grein Ævars R. Kvaran: Verndarvættir. 26 Hártískan gjörbreytist á 10 ára fresti. Viðtal við Erlu Haraidsdóttur, hárgreiðslu- meistara. 34 Börnin og við: Hvernig á að svara spurningum barna? 36 Vikan á ncytendamarkaöi: Soðið án vatns og steikt án feiti. 42 Það er betra að drepa sig á góðu citri en slæmu! SÖGUR: 6 Of gömul til að gráta? Smásaga eftir Patriciu Crossmann. 18 Litla stúlkan við endann á trjá- göngunum eftir Laird Koenig, 12. hluti. 38 Mini-krimmi Willys Breinholst: Póstræninginn. 46 Glaumgosinn eftir Georgette Heyer, 2. hluti. ÝMISLEGT: 2 Mest um fólk. 13 Poppkorn. 30 Stjörnuspá — Hvað er þetta? 31 Hljómsveitin Smokie er ekki að syngja sitt siðasta. Opnuplakat. 39 Heillaráð. 40 Blái fuglinn: Tilbúnar i samkvæmis- Ufið. 44 Eldhús Vikunnar og Klúhbur matreiðslumeistara: Fyllt hvalkjötsneið með skinku og osti. 52 Heilabrotin. 58 Draumar. 59 Vinningshafar i jólagctraun Vik- unnar1978. 61 í næstu Viku. 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Borghildur Anna Jónsdóttir. Eiríkur Jónsson. Hrafnhildur Sveinsdótt ir, Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorberg- ur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Siöumúla 12, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausa söiu 650 kr. Áskriftarverð kr. 2400 pr. mánuð, kr. 7200 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greið- ist fyrirfram, gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. í tilefni af 70 ára afmæli sínu stendur Ungmennafélag Hruna- manna nú fyrir sýningum á leikritinu Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, en þetta er í 5. skipti sem hann leikstýrir hjá félaginu. Leikstarfsemi er víða mikill menningarhvati úti á lands- byggðinni, en vekur sjaldan þá athygli sem skyldi. Að minnsta kosti eyða fjölmiðlar ekki miklu plássi undir frásagnir af slíkum sýningum, en einskorða sig að mestu við höfuðborgina. í Skjólborg á Flúðum er líka einstaklega góð gistiaðstaða fyrir borgarbúa sem bregða vilja undir sig betri fætinum og sækja leiksýningu utan Reykjavíkur. Þetta eru smáhýsi í mótelstíl, stór, björt herbergi og fylgja hverju sturta og salerni, auk aðgangs að eldhúsi. Og síðast en ekki síst, heitur pottur við hverjar húsdyr þar sem hægt er að striplast um jafnvel á hörðustu útmánuðum. Gisting í tveggja manna herbergi kostar 7000 krónur fyrir tvær nætur, en vilji fólk framlengja dvölina kostar gisting í eina viku 13000 krónur, miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Að vetrinum er ekki um neina matsölu að ræða, svo fólki skal bent á að hafa með sér vistir. Dansinn í Hruna er einkar viðeigandi verkefni fyrir Ungmennafélagið á þessum tímamótum, þar sem efnið er sótt í hina römmu galdrasögu um dansinn í Hruna á jólanótt snemma á 16. öld. Hann endar svo með því að kirkjan sekkur í jörðu niður. Þetta leikrit Indriða hefur örsjaldan sést á sviði og sagði Helgi á Hrafnkelsstöðum okkur að hann hefði síðast séð þetta leikrit fyrir rúmlega hálfri öld. Hann sagði okkur líka að í rauninni fyndist hvergi staf- krókur sem sannaði söguna um dansinn í Hruna, þó fólk teldi að enn mætti sjá ummerki eftir kirkjuna sokknu. Hins vegar benti margt til þess að sagan gerðist á þeim tíma er Símon Knútur var prestur í Hruna, sonur séra Jóns Héðinssonar sem drap Diðrik von Munde, hataðan útsendara fógetans á Bessastöðum. Diðrik sendi menn á undan sér að Stóra- Núpi, en þeir slógu upp tjöldum í Hruna. Annar þeirra var Pétur nokkur Spons, risi að vexti og rammur að afli. Menn söfnuðu liði gegn þeim í hreppnum, en ekki gekk þeim vel að vega Pétur Spons. Eftir harða atlögu var hann þó lagður að velli með exi í sáluhliðinu og dysjaður í Hruna. Um aldamótin finnast svo uppblásin bein, þar á meðal grið- arstór lærleggur. Kaupamaður nokkur í Hruna sem ekki lét sér neitt fyrir brjósti brenna, fannst leggurinn hið ágætasta hægindi og hafði hann með sér á engjar. Það var talið að leggur þessi tilheyrði þeim mikla kraftamanni Pétri Spons og ekki var hann ánægður með þessa hagkvæmu notkun á honum. Það var sama hve oft kaupamaður bar hann með sér á engjar, hann var ævinlega kominn aftur í dysina að morgni. Bein þessi fengu loks hvílu í vígðri mold 1905. Dansinn í Hruna er erfitt viðfangsefni hvað sviðsetningu snertir, en sýning þeirra Hrunamanna ber þess vitni að leikhópurinn ásamt leikstjóra og sviðsmönnum hafa lagt hart að sér við æfingar og vandað mjög til sýningar. Og haft erindi sem Sigrún Pálsdóttir: Hótelstýra að Skjólborg i vetur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.