Vikan


Vikan - 11.01.1979, Page 21

Vikan - 11.01.1979, Page 21
Litla stúlkan við endann á trjágöngunum athuguðu hann þegjandi. Síðan tók Rynn sér stöðu við húshliðina, varðmaður á verði gegn hverjum sem kæmi aðvífandi upp eða niður trjá- göngin. Mario rakaði saman laufunum af bletti fyrir aftan rekkann og byrjaði að grafa. Jarðvegurinn í gömlum garðinum, erjaður af svo mörgum ættliðum, var laus við steina og rótar- flækjur og lét undan skóflunni. Stúlkan stóð í úlpunni sinni og hallaði sér upp að kastaníutré, horfði á Mario vinna og hlustaði á skófluna klingja á stöku steinvölu. Eftir klukkutíma sá hún aðeins höfuð hans og herðar upp úr gryfjunni. Þegar holan var orðin enn dýpri sneru þau aftur inn í húsið þar sem Rynn dró gluggatjöldin þétt fyrir. „Allt í lagi?” spurði Mario. Rynn kinkaði kolli til merkis um að þau skyldu hefjast handa. Saman færðu þau borðið til hliðar, rúlluðu upp fléttuðu mottunni og lyftu hleranum þar til hann lá að veggnum. Meðan Rynn hljóp út í eldhúsið að sækja tvo pakka af sjálflímandi plast- þynnu, opnaði Mario gluggann sem sneri út að vinviðarrekkanum. Rynn hneigði höfuðið aftur og Mario fór á undan henni niður í kjallarann. Aðeins nákvæmlega og vel skipulögð áætlun gerði þeim fært að vinna svona hratt. Þau bröltu upp kjallaraþrepin með fyrri byrðina vafða inn í plastþynnuna. „Vartega,” hvíslaði Rynn. „Gættu þess að fá ekki neitt af þessu kemíska dóti á þig.” „Hvildu það á gluggakistunni,” stundi Mario. „Allt í lagi. Nú ýtum við bæði.” Þau voru að bera seinni byrðina upp úr kjallaranum þegar bílflauta gall við. Hjörtu þeirra stönsuðu. „Hann er úti í trjágöngunum,” hvislaði Mario, „Hvað nú ef þau eru að koma hingað?” Augu Rynn hvíldu augnablik leitandi á andliti Marios áður en hún benti i átt að opnum glugganum. „Við verðum að koma því út. 1 hvelli!” Þegar Mario hafði klöngrast út um gluggann í kjölfar seinni böggulsins og niður í vínviðarrekkann, lokaði Rynn glugganum, dró gluggatjöldin fyrir og þaut að glugganum á framhliðinni til að gægjast út á veginn. Eftir meira en mínútu fór hún út um dyrnar og gekk út í garðinn, þangað sem hún gat séð niður eftir trjágöngunum. Síðan flýtti hún sér gegnum laufin og fyrir húshornið til að segja Mario að hvítur hundur hefði rambaðfyrirbíl. u:nMi Á sama hátt og þau höfðu unnið saman inni, báru þau nú vafða bögglana að gryfjunni. Mario greip skófluna og mokaði moldinni. Rynn kom sér fyrir við húshornið. Hún fann kalt mistrið kitla andlit sitt þegar hún hnipraði sig saman þar sem hún gat bæði séð garðinn og trjágöngin gegnum trén. Hún hlustaði á moldina frá skóflu Marios skella niður í gröfina og hún skalf þegar augu hennar litu grá skýin sem hrönnuðust upp og fylltu himininn. örfinir dropar glittu þegar á laufunum á greinum trjánna. Þegar mjúkur úðinn varð að hellirigningu yfirgaf Rynn varðstöðu sína meðan hún sótti regnstakk föður síns inn i húsið til þess eins að uppgötva að ullarpeysa Marios og gallabuxur voru þegar gegnvotar. Svart hárið lá klesst og blautt á höfðinu á honum og vatnið rann niður brúnaþungt andlitið. Nýstungin jörðin var að bráðna niður í hála leðju, eðju sem loddi á skóflunni og þyngdi hana. En drengurinn vann þrotlaust áfram. Rynn þaut aftur inn og hitaði dós af sellerisúpu sem hún bar í bolla gegnum ausandi regnið. Mario dokaði við rétt á meðan hann svelgdi i sig brennheita súpuna. „Farðu inn aftur.” Tennur hans glömruðu á brún bollans. „Það er ekkert vit í að við verðum bæði gegnblaut.” Rynn tók tóman bollann sem enn vermdi hendur hennar og sneri aftur til varðstöðunnar. Bollinn varð fljótt kaldur og hún togaði raka úlpuna sem lyktaði af blautri ull upp um eyrun. Hún hugsaði um hversu lengi hún gæti af- borið að bíða í rigningunni, skjálfandi af kulda. Mario var að minnsta kosti að moka og það hélt honum á hreyfingu. Ákveðin í að yfirgefa hvorki hann né varðstöðuna hörfaði hún aðeins nógu langt til að komast i eitthvert skjól undir þakskegginu. Vatnið gusaðist við fætur hennar úr brotnu niðurfalli á þakrennunni. Mínúturnar drógust áfram og hún ýtti drjúpandi votum hárlokkum burt frá andlitinu. Það freistaði hennar meira og meira að gera erns og hann hafði farið fram á, að hlaupa inn í húsið, rifa sig úr blautri úlpunni og hlaða á eldinn, þar til skiðlogaði. „Hæ!” Rynn stifnaði. Einhver kallaði gegnum regnið. Hún þorði ekki einu sinni að draga andann. Hún gætti þess að líta hægt við til að sýna ekki að henni var brugðið í átt til raddarinnar. Þarna, milli trjábolanna nálægt veginum, var maður sem gekk í áttina til hennar, maður sem gekk i áttina aðgarðinum. Ætti hún að kalla til Marios? Hvað gæti hann gert? Rynn smeygði sér fram hjá niður- fallinu og flýtti sér í átt til ókunna mannsins. Miðja vegu að veginum hægði hún ganginn. Maðurinn var i skærrauðum gúmmístakk með hettu. Það, ásamt svörtum gúmmístígvélunum, fékk hann til að líta út eins og háan grannan jóla- svein, sem nálgaðist hana milli trjá- bolanna. Rynn barðist við að finna eitthvað, sem hún gæti kallað til mannsins, eitthvað, sem hún gæti gert, einhverja Ieið til að halda manninum burtu frá húsinu. Ósjálfrátt hljóp hún á móti honum. „Hefurðu sé hundinn minn?” Þaðan sem hann stóð var Rynn viss um að hann sæi ekki inn i garðinn bak við húsið, en hún var hrædd við að hann gæti samt heyrt skóflu Marios vinna í blautri moldinni. „Hundurinn minn,” kallaði hann. „Éger að leita að hundinum mínum." „Hvers konar hundur er það?” Rynn þvingaði rödd sína til að vera algjörlega hljómlausa til að reyna að breiöa yfir skelfingu sína. „Enskur bolabítur.” „Hvítur?” „Hefurðu séð hann?” Maðurinn var um það bil að ganga nær, en hún kinkaði kolli og benti niður eftir trjágöngunum og burt frá húsinu. „Þarna útfrá.” Hannstansaði. „Fyrir um þaö bil tíu mínútum.” „Þakka þér fyrir.” Maðurinn sneri við, enfórekki. Farðu! Hvað vildi hann nú? „Þú ættir að fara inn.” Rödd hans var hvít móða. „Þú verður blaut hérna úti.” Rynn horfði á rauðan gúmmístakkinn færast burt milli trjánna þar til hann kom að veginum. Ekki fyrr en hann var horfinn sjónum riðaði hún til baka að húshorninu. Áður en hún kom að vínviðarrekkanum heyrði hún skellina í skóflunni í blautri leðjunni. Hún hörfaði undir þakskeggið og horfðiáMariovinna. Þegar drengurinn loksins flatti út 15 ÁR í FREMSTU RÖÐ Pierre Robert Ávallt í takt við tímaon Pxih Kí4xö ffr NÝ OG BETRI 2 ilmtegunclir. BAÐLÍNA muitKf . i cMmcrts h.a TtlOQU^áln* 11 p Á,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.