Vikan


Vikan - 11.01.1979, Qupperneq 26

Vikan - 11.01.1979, Qupperneq 26
Hártiskan gjörbreytist á 10 ára fresti Nemakeppni f Osló 1967. Greiðslan er dœmigerð fyrir þetta tímabil. Mikil túpering og mikil hæð. Módel: Erna Jónsdóttir. — Fyrsta keppnin sem ég tók þátt í var Norðurlandakeppni nema í Ósló 1967. Ég var þá á öðru ári sem nemi hjá Helgu Jóakims hárgreiðslumeistara, en við vorum tvær sem fórum til keppni. Við vissum lítið hvað við vorum að leggja út í. Okkur fannst æfingarnar mikið strit og vorum ekki alltaf sammála um að við ættum sífellt að vera að æfa nákvæmlega sömu greiðsl- una. Við gerðum okkur ekki grein fyrir þeim ákveðnu reglum sem gilda í hverri keppni, en þar er tíminn einmitt afskaplega mikið atriði. Yfirleitt fær maður aðeins 7 mínútur til að ljúka við daggreiðslu, 20 mínútur fyrir samkvæmisgreiðslu, 40 minútur fyrir hátíðargreiðslu (gala) og 45 mínútur í klippingu og blástur. Þess vegna er mjög mikilvægt að breyta aldrei til á æfingum og allur undirbúningur er mjög erfiður og lýjandi. Þar sem við urðum þannig fyrstar íslendinga til að taka þátt í slikum keppnum var enginn til að miðla okkur af fyrri reynslu. Það er heldur ekki svo ýkja langt síðan hárgreiðslukeppnir hófust til vegs og virðingar, sú fyrsta sem haldin er i heiminum var í Þýskalandi 1946. Yið áttum að fá að æfa í tvo daga undir stjórn norsks hárgreiðslumeistara. Við fórum því beint til æfinga kvöldið sem við komum til Osló og svo var æft stíft næsta dag. Þessi Norð- maður er mjög þekktur í sinni grein og hefur um áraraðir Rætt við Elsu Haraldsdóttur um Kárgreiðslukeppnir og þróun hártískunnar þjálfað norsku keppnisliðin. Við máttum því teljast heppnar að komast í svo góðar hendur þó æfingatími væri vægast sagt í tískuheiminum em stöðugar sveiflur, jafnt í hárgreiðslu sem fatnaði, þó það síðarnefnda sé óneitanlega mun oftar kynnt í fjölmiðlum. Samt em árlega haldnar fjöldamargar sýningar og alþjóðlegar keppnir í þessari grein og sá, sem á annað borð hugar að útíiti sínu, er sér þess fulikomiega meðvitandi, að hársnyrtingin er ekki síður mikilvæg en fatnaðurinn. Þó em ekki svo ýkja mörg ár síðan farið var að leggja rækt og alúð við hárgreiðslu sem tískugrein hér á landi. Það er t.d. ekki fyrr en 1976 að íslenskir hár- greiðslumeistarar ganga í alþjóðasamtökin. Vikan bað því Elsu Haraldsdóttur hárgreiðslu- meistara sem á að baki sér hvað flestar keppnir íslensks hárgreiðslufólks að lýsa hvernig slíkar keppnir fara fram og rekja þróun hárgreiðslunnar á þessum tíma, bæði í máli og myndum. naumur. Venjulega er æft í 3-6 mánuði fyrir svona keppnir. Þetta var á blómaskeiði túp- eringa og greiðslur voru mjög háar. Einnig var þá mög í tísku að móta alls kyns fígúrur í hárið og útbúa nokkurs konar skeljar eða vængi í greiðsluna. Óvænt verðlaun í Vín 1968 held ég að námi loknu til Vinar og dvaldi þar í tvö ár. Eiginlega hafði ég ætlað mér til Parísar, þar sem maðurinn minn ætlaði sér að nema fatahönnun, en París er háborg tískunnar bæði hvað fata- og hárgreiðslu- tísku snertir. Þá var mikið um óeirðir i Frakklandi og mamma þvertók fyrir að við hættum okkur út í slikt. Næstbesti kosturinn fyrir okkur bæði virtist því vera Vín. Ég fékk þar vinnu hjá Franz 26 Vlkan 2. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.