Vikan


Vikan - 11.01.1979, Síða 38

Vikan - 11.01.1979, Síða 38
o o Póstræninginn Jim Snake átti svo sannarlega ekki náðuga daga. Félag póstafgreiðslumanna hafði stofnað sérstakan leitarflokk sem var á hælum hans nótt sem nýtan dag. En í hvert skipti sem þeim tókst að þefa uppi dvalarstað hans, hafði hann þegar skipt um felustað . . . Chicago-glæpamaðurinn Jim Snake var alltaf mjög varkár er hann rakaði sig undir hökunni. 25.000 dollara verðlaun voru sett til höfuðs honum. Hann leit þess vegna á það sem hreinustu gullnámu, fjársjóð sem aldrei var farið of varlega með. Jim Snake var einkabarn. Einkasonur Kalla gamla Snake sem hafði á sínum tíma stundað peningafölsun í einu af fátækra- hverfum Chicago, heldur bágborið fyrirtæki. Jim hafði alist upp við hræðilega léleg lífskjör, þvi það hallaði stöðugt undan fæti hjá föður hans. Fölsunarvélin hans prentaði ekki annað en tveggja dollara seðla og rýrnun á pappír, prent- svertu og öðrum nauðsynlegum hráefnum var svo mikil að hver falskur tveggja dollara seðill kostaði raunverulega 4-5 dollara í framleiðslu. Fjölskyldan átti því varla fyrir mat sínum. Jim lærði því snemma að stela úr vösum og það var satt að segja eina menntunin sem hann fékk í veganesti heiman að frá sér. En Jim var öhræddur við að láta hendur standa fram úr ermum og hann sór þess dýran eið að einhvern tíma yrði ágóði hans meiri en ullarþræðir og smápeningar. Hann fór því að líta í kringum sig eftir frekari menntun. Þar sem hann var stór og sterkur eftir aldri og eftir því framtaks- samur, tókst honum að fá vinnu sem lífvörður Johns Dillinger. Á þeim tíma var Dillinger allra INI-KRIMMINN WILLY BREINHOLST Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. Fötsunarvélin hans Kalla gamla haffli endanlega lagt upp laupana, svo að nú var ekki é annafl að treysta en gúmmitékkana. PÓSTRÆNINGINN versti óvinur þjóðfélagsins og hærra varð ekki náð í þeirri starfsgrein. Eftir nokkur þægileg ár í þjónustu Dillingers fór Jim að starfa sjálfstætt. Hann byrjaði á því að skreppa vopnaður í banka nokkurn í Maplewood til að tryggja sér rekstrarfé. Jim tókst á fáeinum árum að koma sér upp blómlegu fyrir- tæki. Hann sérhæfði sig í þvi að ræna pósthús. Slík rán gáfu mikla möguleika, bara ef maður hafði þolinmæði til að bíða nógu lengi í biðröðum. Þokast rólega áfram uns maður var loksins kominn að afgreiðsluborðinu. Það pósthús var ekki til, hvorki í Illinois né umhverfi, sem Jim hafði ekki einhvern tíma heimsótt og krækt sér þar í fáein digur seðlabúnt. Án þess að nota önnur skilríki en góða, gamla blýhólkinn sem gat sagt sex sinnum bang í einni bunu, ef gjaldkerinn var ekki nógu fingra- fimur við að afhenda skildingana. . Lögreglan og leitarflokkur félags póstafgreiðslumanna var alls staðar á hælum Jims Snake, jafnt nótt sem nýtan dag. En það var ekki svo auðvelt að finna hann. Samstundis og hann fregnaði að komið væri upp um dvalarstað hans, skipti hann um felustað. Er þessi saga gerist býr hann í skuggalegri kornvörugeymslu einhvers staðar á vöruskemmu- svæðinu á milli Chicagoár og Lawndale Street. Þar voru um þessar mundir aðalstöðvar hans. — Hafi djöfuls, flatfættu lögguhundarnir uppi á mér hér eru þeir klárari en ég hefði haldið, segir hann við trúfasta lífvörðinn sinn hann Jóa hníf sem oftast er kallaður Hnífurinn. Um leið tekur hann af sér svarta silkihálsklútinn sem hann bregður ævinlega fyrir 38 Vlkan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.