Vikan


Vikan - 11.01.1979, Side 42

Vikan - 11.01.1979, Side 42
________________ Það er betra að drepa sig á góðu eitri en slæmu / upphafi var tóbak álitið iækningaiyf, en nú hefur komið í ijós að það er eitt versta eitur sem mannskepnan hefur nokkurn tíma í sig sveigt Nokkrir f róðleiksmolar um töbak og neyslu þess Neysla tóbaks var óþekkt í Evrópu þegar Kólumbus kom fyrst til Ameríku. Það var bæði í Norður- og Suður-Ameríku sem Kólumbus og þeir sem á eftir honum komu sáu fyrst tóbaks- reykingar. Þar hafði tóbaks- plantan verið ræktuð lengi og reykt af Indíánum. En þeir reyktu ekki tóbak daglega, heldur eingöngu við hátíðleg tækifæri og trúarathafnir, enda var það trú þeirra að tóbak hefði í sér fólginn mátt til lækninga. Hvíti maðurinn var náttúrlega fljótur að gripa þessa nýjung og hóf að flytja efnið til sinna heim- kynna í Evrópu með því orði að hér væri um að ræða töfralyf sem læknað gæti ýmsa kvilla. Þetta var um miðja 16. öld. Jean Nicot og pípu- stertur Indíánanna Nafnið tóbak er dregið af heiti Indíánapípnanna sem notaðar voru fyrir og um daga Kólumbusar. í tóbaki er eitrið níkótín, en nafn þess er heldur langsóttara. Þannig er mál með vexti, að á fyrstu árum tóbaksins í Evrópu var maður að nafni Jean Nicot sendiherra Frakka í Portúgal. Hann sendi Katrínu af Medici, sem þá var drottning Frakka, fræ af tóbaksplöntunni þannig að hún gæti ræktað sinn eigin eitur-garð. Manninum hefur að sjálfsögðu ekki verið kunnugt um skaðsemi tóbaks- reykinga og ekki fylgir sögunni hvort drottningunni varð meint af tóbaki sínu. En þessi gjöf nægði til þess að eitrið í tóbakinu fékk nafn og var nefnt eftir sendiherranum Jean Nicot; nikótín. Indiénar rayktu eingöngu við hétiðleg tækifœri og töldu það allra meina bót Offramleiðsla tóbaks og nauðsyn á stœrri markaði Allt frá því að hvíti maðurinn hóf ræktun tóbaks hefur hann átt við það vandamál að striða, sem offramleiðsla tóbaks er. Ekkert gat leyst þann vanda annað en leið til þess að auka neysluna. Og þá var það um miðja 19. öld, að einn tóbaksbóndinn, George Webb að nafni, fann á tóbaks- ekrum sínum úrkynjað afbrigði af plöntunni, sem hafði þau einkenni að vera grænna að lit, og við nánari athugun kom í ljós að það varð gulleitt við vinnslu og brann mjög vel. Einnig var styrkleiki þess minni en venju- legs tóbaks. Þarna kom vel á vondan. Hið venjulega tóbak sem ræktað hafði verið fram að þessu var það sama og Indíánarnir höfðu notað. Það var það sterkt að það hefði verið óðs manns æði að ætla nokkrum manni að reykja 20 vöndla af því á dag. En með þessu nýja afbrigði var hægt að framleiða tóbak sem var mildara, svo milt að það var hægt að láta mann- skepnuna reykja nær ótak- markað magn af því daglega. Vandamálið með offram- leiðsluna var leyst, eða hver kannast ekki við hvítu sígaretturnar með gulleita tóbakinu, sem framleitt er í Ameríku og heitir Camel, Salem og Pamel. Vhneskjan um skaðsemi tóbaks er ný af nálinni Nú eru liðin nokkur hundruð ár frá því að Indíánarnir kenndu hvíta manninum að reykja og hefur gengið á ýmsu. Hvíti kynstofninn hefur næstum útrýmt Indíánum og það er ef til vill kaldhæðni örlaganna að Indíánunum skyldi takast að venja hvíta manninn á tóbak áður en til þess kom. Nú er tóbaksneysla orðin einn mesti bölvaldur heilsufari Evrópubúa. Sú vitneskja varð ekki lýðum ljós fyrr en fyrir um það bil áratug. Fram að þeim tíma hafði varla hvarflað að fólki að tóbak gæti mögulega verið skaðlegt og í upphafi 42 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.