Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 56
Spakmæli í draumi
Kæri draumráöandi!
Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa
þér, en mig hefur lengi langað til þess.
Það eru einkum tveir draumar sem
mig langar að fá ráðna.
Draumur I:
Mér finnst ég sitja við skrifborð með
feiknar mikinn doðrant, gamlan og
virðulegan. Ég fetti bókinni hægt og á
hverri blaðsíðu var mynd og
málsháttur við (eða spakmæli). Ég var
búinn að lesa lengi þegar ég vaknaði
og man ég síðustu myndina og
nokkurn veginn spakmælið. Það var
svonœ Gamall virðulegur maður með
mikið grátt skegg stóð I dyrum á húsi,
en ungur maður fyrir utan, sýnilega
ferðalangur með poka á baki. Myndin
var einföld í uppbyggingu en lituð og
fannst mér eins og unglingurinn væri
að þiggja ráð af gamlingjanum. Við
hlið myndarinnar stóð „sá á jörð er
undir fæti hefur" eða eitthvað svipað.
Ekki man ég eftir að hafa heyrt
þessa setningu, hvorki fyrr né síðar.
Drauminn dreymdi mig fyrir tveimur
árum.
Draumur 2:
Þessi draumur var mjög
raunverulegur og mig dreymdi hann
nú í sumar. Ég var á bílnum hans
föður míns og fannst ég þurfa að
hraða mér með víxla og bleika nótu
eða reikning í eitthvert fyrirtæki.
Þegar þangað kom var ég I miklum
vandræðum með að leggja bílnum, sem
mér fannst slæmt því ég var á mikilli
hraðferð. Skyndilega hverfur bíllinn og
ég er staddur á reiðhjóli á sama stað
með pappírana inni á mér. Það er
slagveður, rigning og rok. Þetta er í
porti bak við fyrirtækið og mér fannst
ég verða að samþykkja víxlana áður
en ég gæti farið inn. í þessu porti voru
tveir menn við vinnu. Ég sá skot fullt
af rusli, þar á meðal gamalt borð og
ákvað að samþykkja víxlana á því.
Rétt þegar ég er að byrja koma þarna
menn og segja mér að færa mig, því
þeir þurf að hreinsa úr skotinu. Ég fór
og þegar ég er að ráfa um portið kem
ég að tveimur mönnum, annar
miðaldra, hinn nokkru yngri. Þeir
virtust mjög vingjarnlegir og lánar sá
yngri mér lítinn koll, sem hann sat á,
til að skrifa á. Um leið og ég lauk við
síðasta víxilinn (víxlarnir voru 5 eða 6)
og rétti úr mér er komið blíðskapar-
Mig
dreymdi
veður, kyrrt og sólskin. Yngri maður-
inn klappar þá létt á öxlina á mér og
bendir mér í þá átt er ég sneri baki.
Birtist mér þá nýr sjóndeildarhringur,
haf og stór höfn með heilum skóg af
möstrum, innsiglingin beint fyrir
framan mig. Það er mikil alda en
hvítnaði þó hvergi. Tveir bátar sigla
framhjá mér, annar nokkuð stór
stálbátur, blár og hvítur, en hinn
nokkuð minni trébátur, hvítur. Báðir
skínandi fallegir og hlaðnir fski. Þeir
sigldu samsíða framhjá mér og virtist
mér sem ein aldan fleytti þeim saman
inn í höfnina. Lauk draumnum þar
með.
Með von um ráðningu, því
draumarnir hafa valdið mér
heilabrotum lengi.
Með kærri þökk.
Nonni.
Þessir draumar boða báðir nokkurn
veginn það sama. Það mun verða
róttæk breyting á högum þínum fljót-
lega og lífsviðhorf þín yfirleitt breytast á
óvæntan máta. Fyrra líferni þitt hefur
sennilega verið nokkuð stormasamt og í
fyrri draumnum felst ráðlegging til þín
um að fara þér aðeins hægar og finna
þér einhverja rótfestu í lífinu. Síðari
draumurinn boðar þér nokkra erfiðleika
við að ná settu marki. Það mun þér þó
takast ef þú reynir af eigin rammleik en
varpar ekki allri ábyrgð af eigin herðum
yfir á aðra og skaltu þá sérstaklega hafa
föður þinn í huga. Takist þér það mun
framtið þín verða óvenju björt og þú
verður líklega talsvert heppinn í vali á
lífsförunaut.
Fjölskyldumyndir
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja þig að ráða
fyrir mig tvo drauma. Að vísu eru tvö
ár síðan mig dreymdi þá, en þeir eru
oft í huga mér. Fyrri draumurinn er
þannig:
Mér fannst ég standa í forstofu eða
á gangi í húsi, sem ég kannaðist ekki
við, og ég sá inn I stórt herbergi, þar
sem frekar lágt var til lofts. Ég sá
sjálfa mig standa uppi á borði og vera
að gera hreint loftið. Ég var klædd í
dökkrauðan kjól, sem ég á, og með
svuntu og skýlu bundna um hárið. /
hinum enda herbergisins sá ég alla fjöl-
skyldu mína, en ég var húsmóðir á
þessu heimili. Mér fannst nýliðið
hádegi, en ég hafði ekki mátt vera að
því að elda mat vegna hreingerning-
anna. Svo fannst mér einhverjir hafa
gengið út, en koma síðan inn aftur.
Það var sonur minn, tengdasonur og á
eftir þeim kom maður, sem er góður
vinur okkar. Við köllum hann G.
Þegar ég sé hann, þá varð ég hissa og
sagði: „Ef ég hefði átt von á þér, þá
hefði ég reynt að hafa til einhvern
mat. ” En hann svaraði: „Þetta er allt í
lagi, það er gott það, sem er hérna."
Síðan settust þeir mitt I fjölskyldu-
hópinn og fóru að borða.
Seinni draumurinn er á þessa leið:
Mér fannst ég stödd í húsi því, sem
G. bjó með sínu fólki. Þar hafði verið
veisla og nú átti að taka til. G. var að
sýna mér innrammaðar myndir af
fjölskyldu sinni og segja mér frá því,
og var það allt eldra fólk og látið. Þá
kallar einhver til okkar og spyr hvort
við séum að rekja ættir okkar. G.
svarar þá: „Þess þarf ekki, fólkið
hennar er hérna líka!" Þá skoðuðum
við myndirnar aflur og sáum að það
var komið fleira fólk á hverja mynd.
Hólmfríður
Báðir þessir draumar boða þér það
sama, góða framtíð og batnandi fjárhag.
Sennilega mun þjóðfélagsstaða þín
batna, þér hlotnast einhver upphefð og
kunningjar þínir styðja við bakið á þér í
ákveðnu máli. Tengsl innan fjöl-
skyldunnar treystast og ykkur bætist
nýr fjölskyldumeðlimur og þó varla
þannig að um bamsfæðingu sé að ræða.
56 Vikan 2. tbl.