Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 18
Framhaldssaga eftir Catherine Arley Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir A HENGI- FLUGSINSl BRÚN UTDRATTUR: Klara fær vart á heilli sér tekiö. André, eiginmaöur hennar, hefur keypt lítiö hús út viö ströndina i Bretagnc, og þar telur hann, að Klara muni ná sér aö fullu eftir alvarlcgt þunglyndiskast. En strax fyrsta laugardaginn þcirra í nýja húsinu verður André, sem er frama- gjarn arkítekt, að fara snögglega til Parísar. Klara er óttaslegin, hún kann ekki viö sig i þessu afskekkta húsi, hún heyrir dularfull hljóð, svartur köttur skýtur henni skeik i bringu, og ókunnur maður ræðst að henni í húsinu. Hún bregður sér til nálægs þorps og reynir að vinna bug á óttanum. JrAÐ var tekið að skyggja. Klara hafði lagt blöðin frá sér. Um sexleytið kom maðurinn inn i veitingastofuna. Hann hellti sér víni í glas og horfði vingjarnlega til hennar. — Ég skal aka yður heim, sagði hann. Klara kinkaði kolli og stóð upp. Hún borgaði fyrir greiðann og sagði: — Ég kem með manninn minn hingað á morgun, við getum fengið okkur kaffi eða vínglas. Þið hjónin hafið verið afar vinsamleg. — Annað hvort væri, sagði konan. — Við eigum að hjálpa hvert öðru í líf- inu. Verið velkomnar aftur. Maðurinn tæmdi glas sitt, setti það frá sér og sagði: — Við förum þá. frú. Hann átti lítinn vörubíl. Klara settist við hlið hans og sveipaði kápunni þétt að sér. Það var kalt og dimmt. Hann ók greitt út úr þorpinu og upp mjóan malar- veginn. Áður en varði hemlaði hann framan við húsið. — Þá erum við komin, sagði hann vingjarnlega. — Vonandi þurfið þér ekki að bíða mannsins yðar lengi. Hún þakkaði honum liðlegheitin og .hoppaði út úr bílnum. Hún stóð kyrr og horfði á meðan hann sneri bílnum. Bak- Ijósin hurfu niður eftir veginum og hún varðafturein. ÞAÐ var koldimmt og hún varð að þreifa eftir skráargatinu. Hún opnaði dyrnar og fálmaði eftir slökkvaranum og kveikti ljósið. Allt virtist með felldu, ekkert hreyft úr stað. Hún fór úr kápunni og hengdi hana upp. Svo litaðist hún um eftir kett- inum. En hann var ekki sjáanlegur. Henni fannst hún allt i einu algjör einstæð- ingur. Það hafði verið félagsskapur að kettinum. Hún ákvað að byrja að taka til mat- inn, hún vildi vera til með hann þegar André kæmi. Hún opnaði ísskápinn og tók fram sex egg, braut þau i skál og hugleiddi á meðan til hvers hún ætlaði þau eiginlega. Það eina, sem hún vissi, var að hún varð að gera eitthvað til að hræðslan næði ekki aftur ógnartökum á henni. Átti hún að búa til eggjaköku, eða sandköku, eða bara pönnukökur? Hún þeytti eggjahvíturnar og allan tímann hugsaði hún: ég er hrædd. ég er hrædd, ég er hrædd .. . Hún tók skálina með sér og gekk inn i stofu og hélt áfram að þeyta. Þá kom hún auga á pakka með kattamat, sem konan í veitingahúsinu gaf henni. Kött- urinn, hvar var hann? Hann varð að fá mat. Hún leit undir rúm, en þar var hann ekki. Svo kíkti hún inn í hálfopinn klæðaskápinn, kannski kötturinn væri þar. En þar var hann ekki. Hvar gat hann hafa falið sig? Það var aðeins um bað- herbergið að ræða, en dyrnar voru aftur og hún hafði ekki opnað þær síðan hún fórfyrrum daginn. Hún opnaði hurðina og leit inn, kött- urinn var varla þarna, en svo leit hún upp og æpti tryllingslega upp yfir sig. Kötturinn hékk í lampasnúrunni. Brostnar glyrnurnar störðu óhugnan- lega á hana. — Francois! æpti Klara. — Francois! André var gjörsamlega horfinn úr huga hennar. Svo féll hún í yfirlið. No (OKKRUM sekúndum síðar raknaði Klara úr yfirliðinu. Það var tilgangslaust að látast lengur. Þegar hún var í heljar- greipum óttans kallaði hún á Francois, en ekki André. Hvernig hafði henni dottið i hug, að hún gæti útilokað hann úr lifi sinu. Hvernig hafði henni dottið i hug, að hún gæti gleymt honum. Hún og Francois tilheyrðu hvort öðru, ekkert ætti að að- skilja þau. Þó voru þau neydd til að lifa sitt í hvoru lagi. Hún var svo ung og óreynd, þegar hún kynntist André. Hún var einmana og óörugg og hann hafði boðið henni öryggi, sem hún alltaf hafði þráð. En hún vissi það nú, að hún hafði aldrei elskað hann. Tilfinningar hennar til Dag nokkurn töluðu þau um ótrygglyndi, og André sagði: — Ef þú héldir fram hjá mér t.d.f myndi ég drepa bæði þig og elskhugann. Svo einfalt er það! Hann brosti, þegar hann sagði þetta, en Klara vissi, að hann var ekki að gera grín. hans voru þakklætiskennd, ekki ást. Þeim hafði liðið vel saman, þangað til hún kynntist því, að til var annars konar ást. Það hófst sumarið, þegar André var svo önnum kafinn, að hann gat ekki tekið sumarfrí. En hann krafðist þess ekki að Klara dveldi í borginni allt sumarið hans vegna. Hann bauð henni, að dveljast á góðum baðstað, þar sem hann gæti heimsótt hana um helgar. Klara hafði farið i ágúst, og hún valdi baðstað, sem var líkur hundruðum slíkra staða. Löng sandströnd, glitrandi öldu- faldar, leikandi börn, sem byggðu sand- kastala og eyðilögðu þá jafnharðan. Hún lá makindalega i sólstól og skyggði hönd fyrir augu. Hún hlustaði á öldugjálfrið og raddir bamanna. Naut hvíldar og sólar. Einn daginn hitti hún Francois. Hann ISVikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.