Vikan


Vikan - 05.04.1979, Page 45

Vikan - 05.04.1979, Page 45
ar á páskum, og við spurðum Magnús, hvort það þyrfti ekki fagþekkingu til að útbúa skreyt- ingar á borð við þá, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum. Ekki vildi hann samþykkja það. Sjálfur lærði hann blóma- skreytingar í Danmörku og Þýskalandi og vann þar og víðar í Evrópu, áður en hann hóf störf hér heima. Hefur Magnús haldið námskeið fyrir almenning, sem hafa notið mikilla vinsælda, og sagðist hann verða var við aukinn áhuga á blómaskreytingum. Við spurðum í fáfræði okkar, hvort það væru ekki aðallega konur, sem vildu læra skreytingar til heimilisnota, en Magnús sagði, að karlmenn væru að vísu í minni hluta, en þeir væru samt fjölmennir á námskeiðum sínum. Magnús ráðleggur fólki að vera ófeimið við að spreyta sig á blómaskreytingum. Blóma- svampurinn (oasis), sem nú fæst í öllum blómabúðum, gerir slíkar skreytingar tiltölulega auðveldar, og svo er bara að beita eigin hugkvæmni og smekkvisi. Ágætt er að hafa í huga að nota ekki alltof mörg blóm eða mikið af þeim, leyfa þeim heldur að njóta sín sem best. Blómasvampurinn er 5-10 minútur að blotna, en hann þarf að vera orðinn gegnblautur, áður en byrjað er að stinga í hann. Og svo má ekki gleyma að halda honum alltaf nægilega blautum. Þegar við höfðum dáðst nægilega að handaverkum Magnúsar og nemenda hans, tókum við okkur til og hringdum í nokkrar blóma- verslanir á höfuðborgarsvæðinu til að kynna okkur verð á blómum og tilheyrandi. Blóma- svampurinn er seldur i mismun- andi stærðum, en okkur reiknast svo til, að það magn, sem þarf í meðalstóra skreytingu, kosti u.þ.b. 200 krónur, svo ekki ætti sú upphæð að fæla menn frá að reyna. Hins vegar kom okkur á óvart, hve verðið var misjafnt á blómunum sjálfum. Túlípanar kostuðu t.d. frá 300 og upp í 530 kr. stykkið, í tveimur búðum kostuðu páskaliljur og túlípanar 450 kr. stk., i einni var verðið 480 kr. stk., en lægst var nefnd talan 300, og hæsta verðið var 530 kr. stk., eins og fyrr segir. íris, sem er mikið notaður í skreytingar og páskavendi, kostaði frá 500 og upp í 630 kr. stk. Auk þess buðu flestar blómabúðir upp á vendi, sem lækkar verðið á hverju blómi fyrir sig. En af þessari litlu markaðs- könnun okkar má draga þann Sannkölluð páskaskreyting, mastmagnis úr tvöföldum túHpönum og páskaliljum og fyllt upp með þurrkuöum stráum i fallogum litatónum. Við hliðina á blómaskreytingunni er Htil karfa með vinberjaklasa og hænuungum, sem eru vitanlega ómissandi i páskaskreytínguna. lærdóm, að það geti borgað sig að leita fyrir sér í búðunum. Hafa ber í huga, að þessar línur eru skrifaðar fyrst í mars, og er hugsanlegt, að blómaverð hafi breyst eitthvað, þegar þetta er lesið. K.H. VÁN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI 14. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.