Vikan


Vikan - 05.04.1979, Side 71

Vikan - 05.04.1979, Side 71
 vegi að þú skrifaðir Poppkorninu beint og legðir þar fram þínar hugmyndir um gallalausan poppþátt, því ekki eru allir á sama máli í þessu efni fremur en öðrum. Myndir þú vilja kyssa stelpu með spengur? Kæri Póstur! Ég ætla að gerast svo djörf að biðja um smádálk af þínu dýrmæta plássi. Þú mátt min vegna gera fyrirsögnina eins hlægilega og þú vilt, en ég bið þig um að setja upp alvöru- svipinn og hafa svarið gott og laust við grín. Auðvitað er ástæða fyrir því að ég skrifa þér. Annað brjóstið á mér er stærra en hitt. Munurinn er greinilegur. Er eitthvað að? Viltu gefa mér gott ráð, helst eitthvert annað en að fara til læknis. Það gæti ég aldrei. Þú ert sá fyrsti, sem ég segi frá þessu. Ég er líka mjög hrifin af strák, sem er 14 ára og sætur, en svolítið feiminn eins og ég sjálf. Okkur kemur vel saman og vinkona mín og vinur hans eru saman. Við förum stundum fjögur saman í bíó og Jleira. Ég hefði séns í hann, ef ég hefði ekki spengur. Mundir þú byrja með stelpu með spengur? Ég held ekki. Ég myndi ekki gera það. Það hlýtur að vera vont að kyssa stelpu með spengur, heldurðu það ekki? Er ekki nokkuð óeðlilegt að tveir mánuðir líði á milli blæðinga? Ég hef alltaf haft reglulegar blæðingar. Jæja, reyndu að finna góð svör og endilega birtu bréfið. G.j. Alvörusvipurinn er á sínum stað og vonandi er þér ósárt um þessa fyrirsögn, eða finnst þér kannski allt hlægilegt? Pósturinn reynir sjaldnast af ásettu ráði að gera bréfritara hlægilega. Þér er óhætt að hætta að hafa áhyggj- ur af brjóstastærðinni og blæðingunum, því þú ert enn að þroskast. Það er ekki óalgengt að sumir hlutar líkamans stækki í öfugu hlutfalli við aðra og blæðingar séu óreglulegar, en það jafnast svo síðar. Því miður getur Pósturinn ekki vísað þér á annað en að fara til læknis, ef þú vilt fá einhver ákveðin svör. En sé það þér svona mikið á móti skapi ættirðu bara að nota þolin- mæðina og biða í nokkur ár ennþá. Hafi drengurinn áhuga á þér geta spengur á tönnum varla tafið framkvæmdir, þá er miklu liklegra að feimnin sé ástæða fyrir aðgerðaleysinu. Hvað stelpur með spengur varðar, er það mikil samviskuspurning. Hm, ja, ef Póstinn langaði að kyssa einhverja ákveðna stelpu, þá telur hann ólíklegt að nokkrir tannvírar hefðu þar nokkuð að segja. Þegar ástin er annars vegar hefur sagan sýnt okkur að jafnvel heilar heimsálfur verða vart taldar til hindrana á veginum. Rafvirkjanám Ég ætla í rafvirkjanám og mig iangar að vita hvað langan tíma námið tekur í Iðnskólan- um og hve lengi ég þarf að vera hjá meistara. Bið að heilsa ruslakörfunni. Verðandi rafvirki. P.S. Eru miklar vinnulíkur í rafvirkjun? Allt nám í Iðnskólanum tekur fjögur ár i allt. Þú þarft að vera mislangan tíma hjá meistara í rafvirkjun og fer hann eftir því hvort þú ferð í undirbúnings- deildina eða ekki. Nánari upplýsingar um þetta færð þú hjá Iðnskólanum. Það er betra fyrir þig að snúa þér beint til þeirra, því svar í litlum bréfa- dálki getur varla orðið tæmandi. Vinnulikur í rafvirkjun fara að sjálfsögðu eftir öðru ástandi í þjóðfélaginu, en til þessa hafa þær verið alveg ágætar. Við þolum hvor aðra ekki Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa þér, en ég vona að þú svarir mér. Ég er búin að eiga vinkonu í þrjú ár en fyrir þremur mánuðum byrjaði hún að vera með stelpu, sem ég þoli ekki. Vinkona mín er með okkur til skiptis, en við þolum ekki hvor aðra. Hvað get ég gert til að fá vinkonu mína aftur. Ekki segja mér að láta hana eiga sig. Bæ, bæ gamli minn. Ein ráðalaus Póstinum flaug alls ekki í hug að segja þér að láta vinkonuna sigla sinn sjó. Hins vegar ættir þú að skoða hug þinn vel og reyna að gera þér grein fyrir hvers vegna þú þolir ekki hina vinkonuna. Langsennilegast er að þú sért afbrýðisöm út í hana og það sé einnig það sama, sem hrjáir hana. Þið viljið báðar hafa vinkonuna eina og satt að segja hlýtur hún að vera í slæmri aðstöðu, milli tveggja elda er oft sagt í svona tilvikum. Taktu þér tak og talaðu við vinkonu þína. Segðu henni að þú hafir áhuga á að kynnast þessari nýju vinkonu hennar og þér finnist bara betra að vera þrjár saman. Nýja vinkonan getur verið stór- skemmtileg og þá verður þú fljót að gleyma fyrri tilfinningum gagnvart henni. ... við vorum að ná landi, veðrið er gott og ég vildi óska, að þú gætir verið hér hjá mér. Kveðjur, Leifur heppni. eltist við aðrar konur, hann myndi ekkert vita, hvað hann ætti að gera við þær. 14. tbl. Vlkan 71

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.