Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 3

Vikan - 13.09.1979, Page 3
mEJT um FÓLK Ef tíí vM ísfandsmet Samlsikiir á fHJhi og flautu. Helga Guðrún Hilmarsdóttír og Kristín Gunnarsdóttir. Stöðugt virðist kynslóðabilið hér á landi fara minnkandi. Á með- fylgjandi mynd sjáum við fimm- liða beinan kvenlegg, sem vart mun finnast á hverju strái. Þessar mæðgur eru allar búsett- ar á Húsavík og er aðeins 75 ára aldursmunur á þeirri elstu og yngstu. Litla stúlkan heitir Aðalbjörg Katrín Guðlaugsdóttir og fæddist 10. júlí 1978. Móðirin, Ásta Sigurðardóttir, var þá 16 ára, amman, Auður Hermanns- dóttir, 32 ára, langamman, Ásta Jónsdóttir, 52 ára og langalang- amman, Guðrún Gisladóttir, 75 ára. Þegar Aðalbjörg Katrín fæddist átti hún tvær ömmur, einn afa, þrjár langömmur, þrjá langafa og þrjár langalang- ömmur. Alls voru það því átta ömmur og fjórir afar, en það sannar auðvitað þá kenningu að konur séu mun lífseigari en karlar. Það kemur til greina að Auður sé yngsta amma hér- lendis og jafnvel þótt víðar væri leitað. Lesendur eru beðnir að kanna það mál rækilega. Og veit nokkur um langömmu, sem er yngri en 52 ára? Þá væru upp- lýsingar um fimmliða beinan karllegg vel þegnar, ef slíkan er að finna einhvers staðar. 37. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.