Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 7

Vikan - 13.09.1979, Page 7
Brynja og Jórunn hvíla lúin bein i griska hringleikahúsinu Epidauros. Ögleymanlegt ævintýri „Ekki hefði ég viljað missa af ferðinni til Delfí fyrir nokkurn mun, þótt hún væri erfið. Á leiðinni þangað sagði Sigurður Magnússon okkur sögu Grikklands í tæp fjórtán þúsund ár og það var ógleymanlegt að hlusta á hann tala. Við lauguðum okkur í hinni heilögu lind, sem Grikkir trúðu að hefði lækningamátt og ég fékk mér sopa af vatninu til þess að missa nú ekki af neinu. Allar þessar skoðunarferðir skildu mikið eftir sig i minningunni og ég er sannfærð um að ég hefði ekki séð Grikkland betur, þótt ég hefði haft 100% sjón á báðum augum. Þarna sameinast bæði sólarlandaferð og skoðunarferð til fjarlægra lífshátta og ég gæti haldið áfram að lýsa skoðunarferðum lengi enn. Mig langar að lokum að þakka Ingólfi Guðbrandssyni, starfsfólki hans, þeim sem gáfu mér gjaldeyri og öðrum, sem gerðu þetta að veruleika, kærlega fyrir ógleyman- legt ævintýri.” baj Hann Krummi, Hrafn Þórðarson, var aðeins fimm ára, en vildi allt fyrir Brynju gera. 37. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.