Vikan


Vikan - 13.09.1979, Side 11

Vikan - 13.09.1979, Side 11
vélin fór að hreyfast. Okkur var borgið — í bili. Veitingarnar voru fríar eins og í fyrri ferðinni en nú voru vinir okkar orðnir svo þreyttir að þeir sofnuðu vært og rumskuðu ekki fyrr en lent var heima á íslandi. Þá vildi svo illa til (hvað þá félaga varðar) að maðurinn sem ýtti landganginum upp að flugvélinni þekkti þá og skildi síst í þvi hvað þeir hefðu verið að gera í útlöndum. — Við sögðum honum sólarsöguna í stuttu máli, köstuðum á hann kveðju og gengum svo út af vellinum til hliðar við flugstöðina sem fyrr. Kunningi okkar við landganginn virtist ekki hafa legið á liði sínu því er við vorum i þann mund að panta okkur leigubíl þyrpast að okkur hin aðskiljanlegustu yfirvöld og spyrja okkur hreint út hvaðan við séum að koma. — Frá New York, svöruðum við að bragði og vorum þar með teknir til yfir- heyrslu en síðan sleppt. Einu eftirmálin af þessu voru tvær rukkanir sem bárust okkur frá Loftleiðum og voru eitthvað á þessa leið: — Heiðraði viðskiptavinur. Við viljum vekja athygli yðar á því að þér skuldið oss enn fargjald Keflavík-New York-Keflavik sem óskast greitt sem fyrst. Virðingarfyllst o.s.frv. . . . Við svöruðum þessu aldrei og höfum ekki heyrt frá þeim síðan. Reyndu aftur — Þetta var í fyrsta skipti sem ég flaug á milli landa og eftir þessi kynni mín af heimsborginni þá hef ég engan áhuga á þvi að koma þangað aftur. Svona eftir á að hyggja þá held ég að það hafi bjargað okkur mikið að við skyldum ekki vera með meira fé á okkur en raun bar vitni. Ef það hefði verið hefðum við auðveldlega getað lent í alls kyns vandræðum því þarna eru krár á hverju horni. Kunningi okkar sem er flugmaður sagði okkur síðar að líkast til hefðum við allan tímann verið á gangi í Harlem, því fræga blökkumannahverfi, sem hvítir lögregluþjónar treysta sér tæpast inn í. Þessi sami maður fræddi okkur einnig á því að skömmu áður hefði maður verið tekinn í Boston og gefið að sök að hafa reynt að smygla sér inn i landið án þess að hafa til þess tilskilda pappíra og fyrir bragðið hlotið 5 ára fangelsi. Kannski var jretta ekki eins mikið gamanmál og okkur þótti í fyrstu. Tveim til þrem vikum eftir að þetta gerðist reyndu þessir sömu menn að leika leikinn aftur og nú skyldi farið til Kaupmannahafnar, kíkt á Tívolí og svoleiðis. Þeir komust svo langt að komast um borð í Boeing þotu sem var ferðbúin, voru búnir að spenna beltin og allt hvað eina þegar upp komst um þá. Voru þeir einfaldlega leiddir í land aftur og svo ekki söguna meir... EJ Loftleiðaflugvélar til Keflavíkur. — Við á fætur, í gegnum herbergið, niður brunastigann og út á völl og að vörmu spori vorum við komnir upp í flug- vél sem var alveg örugglega á leið til Kefla- víkur. En við gátum ekki sest niður því öll sætin voru númeruð og við gátum ekki betur séð en að vélin væri að fyllast. Þegar allir virtust vera komnir um borð voru 3 sæti eftir og settumst við í tvö þeirra. Hvað ef það koma fleiri, hugsuðum við báðir og nú var okkur fyrst brugðið enda ekki búnir að smakka deigan dropa alllengi. Og svo birtist Þjóðverji sem settist við hliðina á okkur og þá hugsaði ég sem svo hversu mikil gæfa það hefði nú verið að þriðji félagi okkar skyldi hafa brotið ljósaskiltið á Keflavíkurflugvelli og verið tekinn fastur því annars hefði allt komist upp. Við félagarnir sátum i síðustu tveimur sætun- um og enn gat fóik komið. En þá var hurðinni lokað, hreyflarnir ræstir og flug- 37- tbl. Vtkan II

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.