Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 14

Vikan - 13.09.1979, Page 14
betta var hverju orði sannara. Engum gat orðið neinn ávinningur að einveru minni. En ég þurfti tíma til að hugsa, til að minnast með hamingju og söknuði allra þeirra hluta sem við Jenny höfðum átt sameiginlega í öll þessi ár. Þetta máttu ekki aðeins verða hálfgrafnar minningar. Fyrirsætustörfin hjá Vaughan rifjuðu allt of mikið upp fyrir mér. Gönguferð- irnar við Penzanceströndina þegar Jenny og ég laumuðumst til að líta á málverkin hans. Kvöldið sem hátíðin var þegar við þáðum hjálp hans og skemmtum okkur svo dásamlega. Allt þetta stóð enn of Ijóslifandi fyrir mér. Eg gat ekki setið fyrir hjá honurn lengur sem sama áhyggjulausa unga stúlkan og ég hafði verið áður. Ég bað hann um að bíða aðeins með málverkið og hann féllst strax á það eins og honum létti. Síðan sneri hann sér aftur að viðgerðun- um. Clive virtist líða illa vegna sorgar minnar og hann forðaðist mig. Það var Simon sem sat hjá mér og hlustaði á mig þegar ég þurfti að tala um Jenny, stundum sat hann jafnvel bara hljóður við hlið mér þegar ég vildi ekki tala. Næturnar voru verstar. Ég hafði sofið vel, dottið út af um leið og ég lagði höfuðið á koddann. Nú sat ég svo klukkustundum skipti og starði út i garð inn, ein vakandi í húsinu. Stundum lþ^g I rúminu, hvíldarlaiís og kvalin af hugs- unum mínum þar til þreytan baf mig ofurliði og ég sofnaði. Siðan vaknaði ég ætið aftur í svitabaði og fannst sém ég hefði heyrt Jenny nálgast. Síðan frú Buller-Hunter fór sá Rose um snyrtingu mína og þó að mér væri sama um útlit mitt fannst mér mjúkar henddr hennar róa mig. Eg þurfti ekki að sýna neina uppgerðargleði í návist hennar. Einn morguninn þegar hún var að nudda á mér hársvörðinn sá ég í speglin- um að hún horfði rannsakandi á mig. „Þú lítur út eins og vofa, fröken Della. Þú verður að fara að hressa þig eitthvað upp, annars verðurðu veik," sagði hún. Ég leit i spegilinn og sá spegilmynd mína, útlit mitt var langt frá þvi að vera hraustlegt. Augun höfðu næstum misst grænan bjarma sinn og hárið var matt. Ég sneri mér undan í örvæntingu. „Ef ég hefði aðeins getað séð hana aftur," sagði ég biturlega, það var hugs- un sem hafði pínt huga minn mikið und- anfarið. Rose hægði sem snöggvast á nuddinu og þegar ég leit i spegilinn sá ég ákefð í augum hennar, munnur hennar virtist ætla að segja eitthvað en hún hikaði. „Hvað er það, Rose? Hvað er það sem þú vilt segja?” „Eg veit það ekki fröken Della,” sagði hún og beit feimin í neðri vörina. „Ég vil alls ekki valda neinum óþægindum.” „Nei, Rose. Eg held ekki að þú munir valda mér óþægindum. Segðu mér það sem þér liggur á hjarta.” 14VikM)7.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.