Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 18

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 18
Legndardómar gamla klaustursins urbúinu. Þegar hann kom auga á mig gekk hann i áttina til min. „Ég sé að þú hefur klætt þig til göngu- ferða, Della. Hvert hefurðu hugsað þér að fara? Skoða garðana? Það verður of kalt til að setjast niður,” sagði hann að- varandi. Ég neri kalda fingur mina. „Já, það er kaldara en ég hafði haldið.” Ég leit í átt- ina til kirkjunnar. „Kannski ætti ég að skoða málverkin, ég hef fyrir löngu síðan lofað sjálfri mér áð gera það þegar veðrið væri leiðinlegt.” Þó fannst mér þessi hugmynd ekkert sérlega aðlaðandi. Ég vildi ekki vera ein ásamt málverkum af liðnum eigendum klaustursins. Það var ekki rétta leiðin til að gleyma því sem gerst hafði kvöldið áður. Það var eins og Simon gæti lesið hugs- anir mínar þvi hann sagði: „Ég þarf að skreppa að einu leigubýlinu í dag. Það er töluvert langt. en ef þú vilt þætti mér gaman ef þú gætir gengið með mér alla vega hluta af leiðinni?” „Ó já Simon. Það þætti mér gaman,” flýtti ég mérað segja. Hann brosti og lagði handlegginn á öxl mér. „Vesalings litla Della, ég er hræddur um að þú lifir hálf dauflegu lífi hér. Ég vildi óska aðsvo væri ekki.” Við lögðum af stað fram hjá eldhús- görðunum og blómabeðum. Trén báru þunga ávexti og eplailmurinn lá í loft- inu. „Nú er haustdagur eins og þeir gerast bestir. Finnst þér ekki að þú lifnir allur við? Ég man þegar við Jenny ...” Nú gat ég ekki sagt meira. En í augnablik hafði mér tekist að gleyma sorg minni. Nú hvelfdist hún aftur yfir mig. Eftir dálitla stund sagði Simon: „Talaðu um Jenny ef þú vilt. Ef til vill gæti það hjálpað þér.” Mér tókst að depla í burtu tárunum. „Það er of mikið eða of lítið að segja. Ef ég hefði aðeins getað verið hjá henni. Hvers vegna sendu þau mig I burtu?” „Heldurðu raunverulega að það hefði verið léttara að vera hjá henni? Að sjá hana verða veikari með hverjum degin- um sem leið? Nei Della, þú þrjóskast við að leyna sjálfa þig vitneskjunni um að þú munir aldrei sjá hana framar, ekki vegna þess að þú varst ekki hjá henni.” Ég hugleiddi þessi orð hans og fann að í þeim leyndist töluverður sannleikur. En ég þráði óstjórnlega að heyra aftur í henni og tala við hana. „Simon,” sagði ég. „Trúir þú því að sumt fólk geti náð sambandi við látið fólk?” Augnaráð hans var undarlega sorg- mætt. „Það er best að vera ekkert að kukla með slíkt, Della Þú ert ung og þó að þú trúir þvi ekki núna mun sá timi koma I lifi þínu að þú lítur til baka með ánægju og gleðst yfir minningunum sem þú átt. Það er þér óhollt að reyna að ná sambandi við hana núna.” Innst inni vissi ég að hann sagði satt. Þegar við komum inn á einn akurinn og Sinion lokaði hliðinu sá ég að Manning elti okkur. Ég gat séð á örvæntingunni í andliti Simonar að hann hafði einnig tekið eftir þessu. Ég vildi hjálpa honum til að losna við skömmina svo að ég talaði hratt og óyfirvegað án þess að hugsa um afleið- ingarnar. „1 gærkvöldi hélt þjónustu- fólkið miðilsfund í eldhúsi frú Hodges. Ég fór þangað Simon, því að mig langaði til að heyra í Jenny.” „Þú hefðir ekki átt að gera það,” sagði hann hvasst. „Eg veit það,” hvíslaði ég. „Þú hefur auðvitað ekki náð sam- bandi við hana,” rödd hans var svo örugg, svo viss um að brögð hefðu verið í tafli að ég ákvað að segja honum hvað hefði gerst. Simon hleypti í brýrnar, það var nokk- uð sem ég hafði aldrei séð hann gera áður. „Della, haltu þig frá öllum miðils- fundum. Trúðu mér, þaðer betra.” Ég vildi ekki reita Simon til reiði en ég var jafnþrjósk og venjulega og langaði til að ræða þetta frekar við hann. „En gæti ekki eitthvað verið til í þessu Simon? Morð og óvæntur dauði hefur áreiðanlega verið hluti af sögu klausturs- ins.” „Þú segir að múrað hafi verið fyrir einhvern klefa? Ég veit ekki um neina klefa,” svaraði hann snubbótt eins og þetta væru lok þessara umræðna. Um leið og hann sagði þetta gerðist nokkuð undarlegt. Minning, veik eins og Ijósgeisli kom upp í huga mér. „En það er leynigangur,” sagði ég hægt. Hann horfði rannsakandi á mig. „Leynigangur?” „Já, ég man það núna. Ég man það allt. Ég kom hingað sem barn og ég si Ross. Hann var eldri en ég en við lékum okkur saman, hann sagði mér að það væri leynigangur í klaustrinu.” „Hvar er hann?” Rödd Simonar var róleg en ég fann þó spennuna undir niðri. „Ég minnist þess hvorki að hann hafi sýnt mér ganginn eða sagt mér hvar hann væri. Ef hann hefði gert það þá held ég ekki að ég hefði gleymt því,” sagði ég hikandi. „Drengurinn hefur áreiðanlega aðeins verið að reyna að vera mannalegur eða hræða þig. Gleymdu allri þessari vit- leysu, Della, annars getur þú bara orðið veik og það er nóg um sjúklinga í þessari fjölskyldu nú þegar.” Hann brosti en gat þó ekki leynt biturleikanum í augunum. Þegar við vorum komin yfir engið lagði Simon til að við hvildum okkur ör- litið. Ég sá að Manning hallaði sér að einni girðingunni við akurinn og sú sjón varð til þess að tilfinningar mínar vegna sjúkleika Simonar urðu enn sterkari. Ég lagði hönd mina mjúklega á hans. „Mér þykir fyrir þessu, Simon.” Hann tók utan um höndina á mér. „Ég hef sektartilfmningu, Della. Mér finnst sjúkleiki móður minnar vera mér að kenna. Það hefði verið betra ef ég hefði haldið áfram að vera fullkominn fáviti en að hafa náð mér svona vel á strik að það olli móður minni veikindum og sjálfum mér næstum óbærilegu lífi, sem er aðeins fyrir daginn í dag, án þess að geta nokkurn tíma gert mér vonir um að geta eignast eðlilega framtið." Bnn ankin Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Ti BIAOIÐ Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðiðafgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Húsnæði: Húsaleigusamningar. Smáauglýsingaþjónustan. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 !■ Vlkan 37. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.