Vikan - 13.09.1979, Síða 22
BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA:
SO/eikfé/ög
meðsýn/ngar
á hverjum
vetrí
Bandalag íslenskra leikfélaga er
samtök lítilla leikfélaga víðsvegar um
landið. I bandalaginu eru um 70 leik-
félög og þar af eru um 60 virk og sýna í
það minnsta eitt leikrit á vetri. Á sumrin
gengst félagsskapurinn fyrir nám-
skeiðum fyrir meðlimi leikfélaganna þar
sem leiðbeinendurnir eru undantekning-
4C
Hafga Hjðrvar, framkvœmdastjóri
Bandalags íslenskra leikfólaga.
arlaust "t_þpp-menn” hver á sínu sviði og
geta þessi námskeið haft afgerandi áhrif
á þróun leiklistarinnar úti á lands-
byggðinni að sögn Helgu Hjörvar,
framkvæmdastjóra „Bandalagsins”.
Leikfélag Vestmannaeyja hóf leikárið
með því að sýna þætti úr Gullna hliðinu
á Álandseyjum en þar var sérstök
leiklistarvaka eingöngu ætluð eyja-leik-
hópum.
Litli leikklúbburinn á Isafirði ætlar að
sýna Fjalla Eyvind og hefur fengið Jón
Júlíusson, leikara, til að leikstýra.
Leikfélag Selfoss frumsýnir
Músagildruna eftir Agötu Christie um
miðjan október. Leikstjóri verður Þórir
Steingrímsson. Þetta leikrit er frægt fyrir
LEIKFELAG AKUREYRAR:
Akureyriog
Oddur
Nýtt leikrrt,
ný leikkona,
nýr Ijósamaður!
Fyrsta verkefni L.A. á þessu ári
verður Skrýtinn fugi ég sjúifur sem sýnt
var hjá félaginu á síðasta leikári.
Gaidarkarlinn frú Oz verður þar aftur
á dagskrá og hefjast sýningar fyrstu
vikuna í október. Leikstjóri verður
Gestur Jónasson.
Oskírt leikrit eftir Örn Bjamason
verður frumsýnt undir stjórn Þórunnar
Sigurðardóttur.
Um jólin mun Akureyringum verða
boðið upp á Puntilla og Matta. Hallmar
Sigurðsson frá Húsavík leikstýrir.
Svo hefur verið ákveðið að sýna Beðið
eftir Godot eftir Samuel Beckett.
Leikhússtjóri þeirra norðanmanna,
Oddur Björnsson mun leikstýra.
Önnur verkefni hafa enn ekki verið
ákveðin hjá félaginu en eflaust mun þó
ýmislegt fleira verða um að vera á
fjölunum fyrir norðan í vetur. Leikfélagi
Akureyrar hefur borist liðsauki að
sunnan þar sem eru nýr Ijósamaður,
Ingvar Björnsson, sem áður starfaði við
Þjóðleikhúsið svo og framkvæmdastjóri
veraldlegra málefna, Friðgeir
Guðmundsson, og svo hefur Sunna
Borg, leikkona, verið ráðin á fastan
samning hjá félaginu í vetur.
Það verður sem sagt mikið leikið á
Akureyri á næstunni. ___
ZZ Vikan 37. tbl.