Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 36

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 36
Hita- og reykskynjarar og staðsetning þeirra I Bandarikjunum og Svíþjóð má segja, að aðvörunarkerfi vegna eldhættu sé orðin eðlileg ráðstöfun í nánast hverju húsi vegna þess að kvikni í getur eldurinn orðið óviðráðanlegur á skammri stundu. Þjóðir þessar nota i miklum mæ!i timbur til húsbygginga og getur það verið ein skýringanna á því, hversu aðvörunarkerfin eru algeng. I nýbyggingum raðhúsa í Danmörku og við endurnýjun 'eldra húsnæðis er oft notað mikið af timbri til klæðninga á veggjum og í loft. Ef farið er eftir ákvörðun byggingasam- þykkta um notkun óeldfimra efna í hverju herbergi fyrir sig — og ef þeim er komið fyrir á réttan hátt, sem einnig á að vera, geri maður það sjálfur — á timburklæðning ekki að auka eldhættu á heimilinu. En mikið er notað af vegg- fóðri og teppum, sem eru eldfim, og um leið verða öryggiskröf- urnar meiri. Því má búast við að eldvarnarkerfi muni eiga auknum vinsældum að fagna i Danmörku og víðar innan tíðar. Eldsvoðar verða oft um nætur og aðvörunarkerfi ættu því að geta minnkað slysatiðni og fækkað dauðsföllum veru- lega. VON VIKAN OG NEYTENDA- SAMTÖKIN Hvernig eru aðvörunartæki? Nokkrar gerðir af aðvörunar- tækjum til nota á einkaheimil- um eru til á markaðinum. Þau skynja annaðhvort hita (hita- aukningu) eða reyk. Hitaskynjari skynjar breytingu (aukningu) á hitastigi i nágrenni við sig. Tvær gerðir reykskynjara eru til: Reykskynjarar með jónískum hólfum og skynjarar með Ijósnema (fotosellu). í jónískum skynjurum er geislavirkt efni, sem veldur því að hluti af andrúmsloftinu inni í skynjaranum er hlaðið raf- magni. Veikur rafstraumur er látinn leika um jónað andrúms- loftið. Ef lofttegundir, sem myndast við bruna, komast inn í skynjarann verður rafstraum- urinn of veikur og skynjarinn lætur frá sér heyra. Skynjarar með Ijósnema fara í gang er geislarof verður á geisla milli ljósnema þegar reykur stígur upp. Þessar gerðir skynjara er bæði hægt að tengja við rafmagn eða rafhlöður. ísetningin er auðvitað einfaldari þegar rafhlöður eru notaðar. Aðvörunarkerfi, sem tengt er rafmagni, á að vera tengt sjálf- stætt, þ.e. ekki með öðrum raf- tengingum i húsinu, og það verður að fá fagmann til þess að tengja það. Aðvörunarkerfin geta verið byggð upp á mismunandi hátt, allt á einum stað, skynjari, aðvörunarbjalla og orkugjafi eða dreift kerfi, þar sem skynjar- inn er t.d. í holinu, en aðvör- unarbjallan í svefnherberginu. Kostir og gallar Helstu kostir reykskynjara umfram hitaskynjara eru að þeir eru næmari og láta því fyrr frá sér heyra og gæta stærra svæðis. Hitaskynjarar fara þá fyrst í gang að hitastigið í nám- unda við þá sjálfa sé orðið of hátt. Það getur hins vegar verið ráðlegt að auka við öryggið með því að setja hitaskynjara í t.d. eldhús eða í stofu þar sem er eldstæði eða viðarkyntur ofn. Reykskynjararnir eru það viðkvæmir, að þeir geta gefið frá sér falska viðvörun við minnsta frávik, t.d. ós frá kerti, reyk frá steikingu o.þ.h. Staðsetning reykskynjara I þessu einnar hæðar húsi er skynjara með innbyggðri aðvörunarbjöllu, komið fyrir á ganginum milli herbergja og stofa. Það ætti því að vera mögulegt að heyra aðvörunar- hringingu úr báðum endum hússins. Ef settir eru upp fleiri reykskynjarar, en eftir sem áður aðeins ein aðvörunarbjalla notuð, á að setja hann í nám- unda við svefnherbergin. Það veitir aukið öryggi. I fjölhæða húsum á að koma skynjurunum fyrir í efsta og neðsta hluta stigagangs, svo að aðvörun um reyk á leið upp berist örugglega. Sé bæði kjallari og háaloft 36 Vikan 37. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.