Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 38

Vikan - 13.09.1979, Page 38
 >JA > Hvernig skótau þú velur þér og hvemig þú hirðir það er ekk- ert einkamál hvers og eins, því skófatnaðurinn segir til um hvers konar manngerð þú ert! Þó þú sjáir mann eða konu úti á götu, þá er ekki svo gott að sjá hvers konar persónuleiki þar er á ferð. En littu þá beint niður, því undan pilsföldum og buxna- skálmum gægist hlutur sem er gangandi sönnun á því, hvers konar skapgerðareiginleikum þessi persóna er gædd. Skór með háum hælum: Sumum konum líður best á há- hæluðum, fínlegum skóm. Þær eru yfirleitt mjög kvenlegar í fasi og hafa engan áhuga á að vera meðhöndlaðar eins og karl- menn. En þó þær séu ljúfar á yfirborðinu, þá leynist oft undir niðri ákveðinn persónuleiki sem ekki lætur vaða ofan i sig. Þægilegir, lághælaðir skór: Konur sem ganga í lághæluðum skóm, sem sérstaklega eru hann- aðir með velferð fótanna í huga, eru skynsamar og framtakssam- ar. Þeim finnst gaman að ganga um í náttúrunni og eru frjálsleg- ar og hreinskilnar í framkomu. Opnir skór og sandalar: Margir ganga í opnum skóm og sandölum jafnt úti sem inni. Þeir eru óframfærnir í fjölmenni, en blómstra innan veggja heimilis- ins og í fámennum vinahópi. Á þetta fólk er yfirleitt mjög gott að treysta. Stígvél: Fólk sem gengur um stigvélum er mjög ákveðið í framkomu og talar oft án þess að hugsa um hvað það er að segja. Það er fljótt að skipta skapi, en réttlátt og viðurkennir strax, þegar það hefur rangt fyrir sér. íþróttaskór: Þó karlmönnum líði yfirleitt betur í íþróttaskóm en kvenfólki, þá eru aðdáendur þeirrar tegundar skófatnaðar yfirleitt sjálfstæðir og öruggir með sig og leggja meiri áherslu á skynsemi en tiskuútlit. Þessa manngerð má oft finna meðal rithöfunda, listamanna og ann- arra í skapandi starfi. Vel hirtir, sígildir skór: Margir hugsa vel um skóna sína og leggja meiri áherslu á að þeir séu vandaðir en að þeir fylgi ein- hverri tísku. Þetta fólk er skyn- samt og hugsar sig vel um áður en það segir eða framkvæmir eitthvað. Það er samviskusamt á vinnustað og skapgott, en oft íhaldssamt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.