Vikan


Vikan - 13.09.1979, Side 40

Vikan - 13.09.1979, Side 40
/ skólanum, í skó/anum... Haustið er komið á nýjan leik og skólarnir að hefjast af fullum krafti. Flestir skólanemendur komnir úr sumarleyfum og ekki laust við að sumum þyki jafn- gaman að byrja í skólanum á haustin og hætta á vorin. Barn- margar fjölskyldur þurfa að kosta heilmiklu til skólabún- aðar, þvi skólavörur eru ekki alveg gefins, frekar en annar nauðsynjavarningur. Eitthvað geta börn i barnmörgum fjöl- skyldum erft hvert frá öðru, en þó ekki mik'ið, því allt slíkt tekur hröðum breytingum. Söguna af Gosa þekkja líklega flestir en fæstir af yngstu kynslóðinni gera sér grein fyrir að leðurólin, sem Gosi hefur um skólabækurnar, er ekki hugar- burður teiknarans heldur skóla- taska þeirra tíma. Timi ungra séntilmanna, sem báru heim bækurnar fyrir draumadísina sína, eru löngu liðnir og kven- réttindabaráttan hefur komið því til leiðar að slíkt þætti nú fremur broslegt athæfi. Skólatöskur hafa tekið miklum breytingum hin síðari ár. Þungar handtöskur úr leðri og með hörðum hliðum eru horfnar af sjónarsviðinu og væntanlega hefur hryggskekkju- tilfellum hjá skólabörnum fækkað ótrúlega. Bakæfingar voru eitt af því, sem flestir nemendur voru sendir í fyrir um það bil tíu eða tuttugu árum, og það var algeng sjón að sjá nemendur sitjandi á skóla- bekkjunum í einum hnút eftir að hafa borið þunga skólatösku fulla af bókum langa leið. Þegar upp i framhaldsskólana kom tók ekki betra við. Bækurnar urðu fleiri og þyngri, töskurnar stækkuðu og þyngdust og vél- ritun bættist á námsskrána. Tvisvar í viku eða oftar þurftu því skólabörn að burðast með \

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.