Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 48

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 48
„Áttu við að henni hafi verið nauðgað,” sagði hann. „Hún hefur streist á móti og verið drepin fyrir vikið.” „Líklega.” Rödd Baileys rannsóknar- lögregluforingja gaf ekkert til kynna. „Auðvitað hefur hún streist á móti,” sagði Jeremy. „Það er augljóst.” „Hún hlýtur að hafa' hleypt mannin- um inn í ibúðina. Það getur hafa verið einhver sem hún þekkti. Nú, hvern gæti hún hafa þekkt svo náið, hr. King?” „Svo náið, engan,” sagði Jeremy. „Hvað ertu aðfara?” „Eruð þér viss? Munið að þér voruð í burtu — í nokkra daga. Hún var oft ein.” ,Já, ég verð, þetta er mitt starf. Hún skilur það. Okkur líkar — líkaði — það ekkert sérlega vel. En svona er það. Var það.” Jeremy barði í borð Baileys og bætti við reiðilega: „Guö minn góður, þér haldið þó ekki að hver einasta eiginkona sem er ein við og við hleypi strax næsta náunga inn til sín?” „Næsta náunga. Það væri þá hr. Ogden í íbúðinni á móti, maðurinn sem þér hringduð til í morgun,” sagði Bailey. „Bill og Jean Ogden eru vinir okkar,” sagði Jeremy og reyndi að tala rólega. „Við erum nágrannar. Annað er það ekki.” „En myndi frú King hafa hleypt hr. Ogden inn I íbúðina?” „Auðvitað hefði hún gert það. Að hverju eruð þér að reyna að komast? Eruð þér að gefa það í skyn að Sandra og Bill hafi staðið í ástarsambandi og Bill hafi myrt hana? Svona nú? Það gengur ekki.” „Ekki endilega að hann hafi myrt hana, nei, nei, hr. King,” sagði Bailey. „Segið mér aftur hvað þér voruð að gera á föstudagskvöldið.” Jeremy sá fljótt að þeir grunuðu hann um að hafa komið óvænt heim og HVERS VEGNA MORÐ? fundiðSöndru og Bill saman. „Eigið þér við, haldið þér virkilega að ég hafi getað myrt Söndru og svo látið líta út eins og innbrot hafi verið framið?” Jeremy var tortrygginn, hann hafði ekki gert sér i hugarlund að þvilík örvænting væri til. „Væri það ekki líklegra að ég hefði myrt Bill en ekki Söndru? Og hvers vegna ætti ég þá að hafa hringt til Bill í morgun?” „Þér gætuð hafa komið eftir að maðurinn, hver sem hann er, var farinn, hr. King,” sagði Bailey. „Við verðum að grannskoða alla möguleika.” „Það er löng leið frá Hjaltlandseyj- um, lögregluforingi,” sagði Jeremy stuttaralega. „Ég er viss um að þér verðið ekki í neinum vandræðum með að sanna að þér hafið verið þar alla helgina,” sagði Bailey. „Á meðan hafa hr. og frú Ogden boðið yður gistingu í nótt. Ég er hræddur um að við getum ekki leyft þér að snúa aftur til íbúðar yðar fyrr en við erum búnir að rannsaka hana. Nú, væri yður sama ef þér segðuð mér hvenær þér fóruð frá Skotlandi?” Eftir miðnætti var Jeremy leyft að yfirgefa lögreglustöðina. Ogden fólkið var enn á fótum og beid eftir honum. Jeremy gaf þeim ekkert í skyn hvernig spurningar lögreglunnar hefðu verið. Auðvitað hafði Sandra ekki staðið í neinu ástarsambandi. Gary Browne skoðaði nöfnin þrjú sem hann hafði párað á gamalt umslag; frú Foster frá Hammersmith, frú McBride frá Fotherhurst i Kent og frú Havant frá Chodbury St. Mary í Cloucestershire. Hann útilokaði frú Havant undireins vegna þess að hann hafði hitt stúlkuna og konuna sem var að hjálpa henni á norðurleið til Risley. Gloucestershire var í vestur og hver sem kom þaðan kom úr annarri átt. Hann ætlaði að reyna í London fyrst og ef ekki gengi þar myndi hann fara til Kent. En hann mátti ekki missa stjórn á sér. Það var nógur timi til að láta sem ekkert hefði í skorist. Hann var því um nóttina i The Grange Residental Hotel, i litla ferkantaða herberginu sínu með háa glugganum, Ijósa eikarskápnum, kistu í sama lit og rúminu með snjáðu ábreið- unni. Morguninn eftir átti hann orða- skipti við þá gesti sem töluðu; eins og vanalega lést hann ekki taka eftir þeim sem þögðu. Allir átu þeir í flýti pylsurn- ar og fleskið áður en þeir flýttu sér i burtu; þeir voru allir fulltrúar hinna ýmsu fyrirtækja. Starf Garys fólst í því að hringja dyrabjöllum og segja mæðrum að ef þær vildu börnum sínum hið besta gætu þær gefið þeim forskot á félaga sína með þvi að kaupa alfræðisafnið hans: Tvö bindi til reynslu, útborgun eftir tvær vikur og síðan kæmu hin bindin, eitt á mánuði. Um klukkan hálftíu sat hann að kaffidrykkju með fallegri ljósku sem var ekki mikið eldri en Sanda King. Lítill drengur lék sér hjá þeim að bílunum sín- um og lést ekki sjá þau meðan Gary dá- samaði kosti þessa bókaflokks. Unga konan var auðveld bráð og keypti safnið. Næst bankaði hann upp á hjá ná- grannakonu hennar; mánudagur var góður dagur til þess að hitta konur heima við húsverkin. Honum gekk vel og leið jafnvel vel, föstudagurinn var eins og Ijótur draumur. Eftir hádegi svaraði hann nokkrum fyrirspumum, sem borist höfðu fyrirtækinu i pósti sem svar við dreifibréfi er sent var til heimilisfanga úr kosningaskránni. Þegar þvi var lokið hélt hann af stað til London. Það var farið að dimma þegar hann kom þangað. Hann átti i erfiðleikum með að finna Hammersmithsheimilis- fang frú Fosters án leiðarvísis og eyddi því nokkrum tíma i að aka um einstefnu- götumar til þess eins að lenda aftur á sama stað og hann byrjaði á. Vegfar- endurnir sem hann spurði til vegar gáfu annaðhvort óljósar upplýsingar eða þekktu ekki staðinn frekar en hann. Loksins fann hann það; fjölbýlishús, mun stærra en það í Wattleton þar sem martröðin hafði byrjað. Hann lagði bílnum á götunni og at- hugaði númerin á stigagöngunum. Hann varð að ganga i kringum húsið og í gegnum undirgöng áður en hann fann frú Foster í 151. Klukkan var fimmtán mínútur yfir átta þegar hann hringdi bjöllunni og hún var nýbúin að kveikja á sjón- varpinu til þess að horfa á Víðsjá. Frú Foster, opinber starfsmaður sem vann hjá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, sá ungan mann með jarpt hár í gegnum gægjugat á hurðinni hjá sér. Hún þekkti hann ekki og talaði við hann gegnum lokaðar dyrnar. „Hver er þar?” spurði hún. „Góða kvöldið, frú Foster,” byrjaði Gary. „Ég hef verið beðinn að tala við yður til þess að sýna yður hvernig þér megið öðlast meiri lífsfyllingu.” „Eruð þér að selja eitthvað,” sagði frú Foster. „Alfræðiorðabækur,” sagði Gary hátíðlega. „Leyfið mér að sýna yður fyrsta bindið.” Starf hans gerði honum það svo sannarlega auðvelt að hringja dyra- bjöllum og byrja að tala án þess að skálda áður upp afsökun. „Hef ekki áhuga,” sagði frú Foster óvingjarnlega. „Gott kvöld,” og hún gekk frá dyrunum. Sjónvarpshljóðið varð daufara þegar hún lokaði innri hurð. Gary hafði ekki séð hana og hann gat ekki dæmt út frá röddinni. Hvað nú? Hann gekk niður steinsteyptan stigann, staðnæmdist neðst og velti því fyrir sér hvað hann ætti nú að gera. Biða þar til hún kæmi út? Það gæti þýtt, ekki aðeins í alla nótt, heldur nokkra daga; kannske vann hún ekki; hún virtist vel , stæð. Hann var enn að velta þessu fyrir sér þegar ungt par, sem hélt utan um hvort annað, kom inn úr portinu og gekk í átt að stiganum. Þau hlógu og roðnuðu, áköf í að komast sem fyrst inn í sína eigin íbúð og gutu augunum aðeins i átt að Gary þar sem hann stóð. Framhald í næsta blaði. FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar ydur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri w Vinsaml'egast hringið í 20255 milli kl.14-17 4BVIIi.an37.tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.