Vikan - 13.09.1979, Page 62
Orðabókatöflur
Kæri Póstur!
Þetta er í fyrsta skiptið sem
ég skrifa þér svo að ég vona að
þú birtir þetta bréf Fást orða-
bókatöflur á Islandi? Þá meina
ég ensk-íslenskar eða íslensk-
enskar. Ef svo er, hvaða fyrir-
tæki hefur umboð fyrir þær
eða hvar eru þær seldar? Hvað
myndu þær kosta?
Guðmundur Guðmundsson
Pósturinn hringdi til hinna
ýmsu bókaverslana og spurði
um orðabókatöflur. Fólk vissi
ýmist ekki hvað það var, eða
það var ekki til. Eftir mikinn
tíma og mörg símtöl var honum
tjáð að þær væru ekki fáanlegar
á landinu.
Skipsþernur
Hæ Póstur.
Við erum hér tvœr stelpur
sem langar til að vinna á skipi
(helst millilanda) og þá sem
þernur eða eitthvað svoleiðis.
Viltu vera svo góður að segja
okkur allt sem við þurfum að
vita um starfið, t.d. hvort við
þurfum að taka sérstakt próf til
að verða þernur og hvort eitt-
hvert aldurstakmark sé og svo
framvegis. Jæja Póstur góður,
við vonumst eftir svari eftir ca
mánuð. Bless á meðan.
Tvær draumadísir með
smá sjódellu.
Um skilyrði til að vera skips-
þerna á erlendu skipi hefur
Pósturinn ekki hugmynd um.
Hjá Eimskip þurfið þið að vera
orðnar 18 ára gamlar en engar
kröfur eru gerðar til menntunar
eða tungumálakunnáttu.
Hann er búinn að læra að
skrifa nafnið sitt!
I sambandi
við vigtina
Hæ, hæ kæri Póstur!
Þakka þér kærlega fyrir allt
gamalt oggott!
Heyrðu þetta er í sambandi
við vigtina. Eg er 165 sm á
hæð og stórbeinótt, hvað á ég
að vera þung? Vinkona mín er
65 kg, hvað á hún að vera stór
(hún er líka stórbeinótt)? Jæja,
ég vona að Helga sé södd og
hafi ekki áhuga á bréfmu.
Tvær í vandræðum með allt.
Ekki er það nú efnilegt, ef þið
vinkonurnar eruð í vandræðum
með allt. Það er von að þið
skrifið Póstinum! Annars hefði
ekki verið úr vegi fyrir ykkur að
skrifa nafnið undir bréfið. Það
er góð undirstaða betra lífs að
fylgja settum reglum, hvar sem
er.
Þú ættir að vera um það bil
57 kíló en vinkona þín mætti
gjarnan vera 1.74 á hæð. Hvers
vegna í ósköpunum miðið þið
ekki frekar við hæð vinkon-
unnar en þyngd. Ef hún er tíu
sm of lág samkvæmt útreikning-
um Póstsins, fer hún þá i ein-
hvers konar togvindu næstu átta
mánuði?
Undirhaka og
yfirmagi
Hæ Póstur!
Við erum hérna tvær sem
þurfum á ráðum þínum að
halda.
1. Hvernig getum við losnað
við undirhöku og yfirmaga?
2. Hvað á hún að vera þung
sem er 163 sm á hæð, en sú
sem er 152 sm á hœð?
bæ, bæ.
Hakan og maginn.
Vonumst eftir svari og biðjum
að heilsa.
Það er eiginlega aðeins eitt ráð
við slíku, farið í megrun strax í
dag. Þið hljótið að vera of
þungar ef þið eigið við slík
vandamál að stríða svona ungar.
Sú ykkar sem er 1.52 á að vera
48 kiló, en hin 54 kíló. Hverjum
Nðjið þið að heilsa?
Getur einhver
hjálpað?
Kæri Póstur!
Vikan er frábær og ég reyni
að lesa hana eins oft og ég
kemst í blaðið. En svo er blað
sem ég hef mikinn áhuga á og
það heitir Abba-Magazine. Eg
á þau flest en mig vantar
fyrstu fjögur blöðin. Getur ein-
hver hjálpað mér og hafl
samband við Póstinn? Eg
vonast eftir birtingu og
blöðum!
K.G.
P.S. Og þú, Póstur minn, ert
frábær.
Þakka þér hlýleg orð um
Póstinn og Vikuna. Ef einhver
lesandinn getur hjálpað þér til
að nálgast þessi fjögur tölublöð
af Abba-Magazine verður
honum góðfúslega veitt rúm hér
í dálkunum.
Hvar er Helga
í Árbæ eða
Breiðholti?
Kæri Póstur!
Eg er hérna með smá
' vandamál. Eg þarf nauðsynlega
I að vita heimilisfang eða helst
síma hjá stelpu sem er í lúðra-
sveit Árbœjar og Breiðholts.
Stelpan heitir Helga og á heima
í Árbæ (Eg veit ekki eftirnafnið
hennar). Lúðrasveitin lék í
Galtalækjarskógi um verslunar-
mannahelgina. Eg býst við að
það séu fleiri Helgur í hljóm-
sveitinni en sú sem ég er að
leita að, en ef þú gætir birt
fyrir mig nöfnin á þeim og
síma eða sagt mér hvar ég get
fengið að vita það, þá væri ég
mjög þakklát.
Með þökk fyrir gott blað og
birtinguna ef úr verður.
G.I.
Því miður, Pósturinn birtir ekki
nöfn á öllum Helgum í
Breiðholti eða Árbæ, jafnvel
þótt þeim fækki eitthvað fyrst
skilyrðið er að þær leiki í lúðra-
sveitum hverfanna. Hins vegar,
ef sú eina sanna Helga áttar sig á
þessu bréfi þínu þarf hún ekki
annað en að hringja hingað til
Vikunnar, i sima 27022, og þá
getur hún fengið þitt nafn og
heimilisfang og haft samband
við þig eftir það.
Allir halda að
ég sé eins leiðin-
leg og þau
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei skrifað þér
áður en alltaf langað til þess.
Vandamál mitt er að pabbi og
mamma eru svo gamaldags. Eg
má aldrei fara á böll og
diskótek og efþað er „partí”
hneykslast þau bara á því. Og
þess vegna vilja fáir vera með
mér því að auðvitað halda allir
að ég sé eins leiðinleg og þau.
Finnst þér að ég eigi að tala
við mömmu? (hún er skárri en
pabbi). Eg er svo hrifin af strák
en hann vill ekkert með mig
hafa. Hvað á ég að gera?
Kveðja
Ein leið á pabba og mömmu.
P.S. Skilaðu kærri kveðju til
allra á blaðinu. Vikan er mjög
gott blað og Pósturinn
auðvitað bestur.
Sama
Væri ekki best fyrir þig að tala
við bæði pabba þinn og
mömmu, þú getur byrjað á
mömmunni ef hún er auðveldari
við að eiga. Þau eru örugglega
öll af vilja gerð og vilja þér allt
hið besta, viðbrögð þeirra við
skemmtunum þínum eru bara á
þennan veg vegna þess að þau
langar að vernda þig. Þú ert
ekkert mjög komin til ára þinna
ennþá svo ef til vill gætir þú
komið til móts við þau með því
að bíða enn um sinn. Þegar
þetta birtist ert þú liklega löngu
orðin hrifin af einhverjum allt
öðrum strák og það er ekkert
siðra að dást að þessum
drengjum úr fjarlægð, þegar þú
ert ekki eldri en þetta.
Þakka þér kveðjuna og
hrósið, það fór nokkuð vel í
okkur hérna þennan gráa
rigningardag.
62 Vikan 37. tbl.