Vikan


Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 19
„Nei!” hvæsti ég. „Nei!” Og það fór hrollur um mig. „Hafðu lúkurnar á milli þinna eigin fóta eða í vösunum eða ein- hvers staðar,” sagði ég hvasst, og hann dró til sín hendurnar. Aðalástæðan fyrir því, að ég vildi ekki láta hann snerta mig, var hversu kalt honum var á höndunum. Ég hafði gert ráð fyrir, að hann vermdi mig, en nú óttaðist ég það mest, að hann drægi frá mér minn eigin hita. „Við megum ekki sofna,” sagði ég hátt. „Við verðum að tala saman, við verðum að ýta við hvort öðru á fárra mínútna fresti til að passa, að við sofnum ekki. Skilurðu?” „Já,” ansaði Jay, og þrátt fyrir þykkjuna, sem mér fannst ég greina I rödd hans, þóttist ég viss um, að hann hefði skilið mig. Himinninn var heiður. Það þýddi, að sólin myndi skína á okkur, þegar dagaði — ef það þá dagaði einhvern tíma. „Nú hlýtur þeim að vera orðið ljóst heima, hvað komið hefur fyrir,” sagði ég. „Við verðum bara að þrauka af nóttina. Jimmie er góður skipuleggjandi. Það verður farið að leita að okkur strax í dögun.” Jimmie var kærastinn minn, sem ég bjó með. „Hvað er langt þangað til birtir?” spurði Jay. Ég horfði upp í himininn. Hann var enn dökkur. Það var engin leið að geta sér til um, hvað timanum leið. „Guð, mér er svo kalt” Ég vissi ekki, hversu lengi við höfðum hírst I flugvélinni. Ef til vill tvo tíma, ef til vill þrjá. Mér var ljóst, að næstu þrír tímarnir yrðu erfiðir. Steinarnir voru orðnir kaldir. Við yrðum hætt komin úr kulda. Klukkan 3.20 að morgni 27. apríl hringdi síminn í íbúð Jays Fuller í El Sobrante, Kaliforniu. Jim Fizdale, sem hafði verið að reyna að blunda I rúmi Jays, tók upp símann þegar eftir fyrstu hringingu. Hann hafði farið heim til Jays kvöldið áður, þegar hann tók að óttast um Lauren, sem hafði ætlað I eins dags flug með vini hans. „Þetta er majór Warren í björgunarstöð flughersins,” sagði rödd við hinn enda línunnar. „Ég vildi láta þig vita, að við höfum tekið við umsjón leitarinnar að Cessnunni, sem saknað er.” „Komdu, sól,” kveinaði Jay. „Guð, mér er svo kalt.” Hann sagði það aftur og aftur gagn- tekinn óviðráðanlegri örvæntingu. öðru hverju reyndi ég að róa hann, án þess að virðast of yfirlætisleg. „Svona nú, Jay, Litla Cessnan hafði brotlent aðeins örfáa metra frá fjallsbrúninni. Jay, 36 ára dýraiœknir, flaug vélinni, en við Jean vorum farþegar. Það, sem átti að verða eins dags œvintýri, hafði nú snúist upp í martröð. Jean, sem aldrei hafði komist til meðvit- undar eftir áreksturinn, var horfin okkur út í myrkrið. Hún hafði hreinlega oltið niður fjallið í dauðateygjunum. Okkar Jays beið óralöng, ísköld nóttin, sem við urðum að lifa af í þeirri von, að leitarflokkar fyndu okkur nœsta dag. Eða var einhver von? ANNAR HLUTI þetta verður allt I lagi. Það getur nú ekki veriðlangt eftir.” Ég reyndi að fá hann til að halda á sér hita. „Hafðu hendurnar I vösunum,” sagði ég. „Stappaðu með fótunum. Hreyfðu tærnar. Hyldu andlitið...” „Já, já,” rumdi hann, og ég heyrði, að honum fannst nóg um stjórnsemina I mér. Ég var ekki beint reið við Jay vegna þess, sem hann hafði gert, miklu fremur fyrir það, sem hann hafði ekki gert. Hann hafði aukið við erfiðleikana, en ekki létt þá á neinn hátt. Ég var ekki í neinu skapi til að vera almennileg við hann, og ég efaðist um, að ég myndi nokkum tíma kæra mig um að hafa samband við hann eftir þetta. Sameiginleg reynsla okkar var í hæsta máta óvenjuleg. Við höfðum lifað af flugslys saman, en síðan höfðum við ekki verið hvort öðru neitt. Mér fannst það einkennileg tilfinning, að við ættum heldur aldrei eftir að verða hvort öðru neitt, þegar þessu væri öllu lokið. En þá fór að snjóa Að stundu liðinni sagði Jay: „Það er farið að birta, ég sver það.” Og röddin hljómaði svo sannfærandi, að ég dró slæðuna frá andlitinu til að gá. Jay hafði á réttu að standa. Stjörnurnar glitruðu á köldum himninum, og vindurinn ýlfraði, en það var byrjað að grána af degi. Ég hugsaði um, hvernig það yrði, þegar sólin kæmi upp og tæki að verma málminn í flugvélinni. Okkur myndi hlýna aftur ... ó, guð! Hlýna aftur! Allt yrði í lagi, ef okkur tækist að þrauka af nóttina. „Það versta er búið,” sagði ég, „það verður að vera búið.” Svo kúrði ég mig aftur niður og velti þvi fyrir mér, hvers vegna ég væri ekki orðin lurkum lamin af að húka svona allan þennan tima. Allt í einu tók ég að skjálfa. Ég hafði ekkert vald á hreyfingum mínum, og tennurnar glömruðu í munninum á mér. „Jay, við ætlum að hafa það af, er það ekki?” Ég vissi ekki, hversu oft ég hafði spurt svona um nóttina. Og hann hafði svarað jafnoft: „Jú, við ætlum að hafa það af.” Þá datt mér allt í einu í hug: Hvaðgeri ég, ef hann hœttir að svara mér? Hvað geriégþá? Ég teygði úr mér til að líta aftur út. Þar var enga sól að sjá, engan himin. engan fjallstind, engan dal, ekkert nema hvíta mjöll, sem þyrlaðist að okkur úr öllum áttum. Við höfðum þraukað af nóttina til þess eins að hyljast snjó að morgni. Steinarnir voru orðnir jökulkaldir. Ég vildi bara fá frið Jay kvartaði nú minna en áður, þótt hann styndi þungan öðru hverju, og stundum fékk ég spörk frá honum. Þegar honum varð ljóst, að-bjartara var I. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.