Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst
SÆLIR ERU
SYFJAÐIR
Það var allt hljótt á skrifstof-
unni nema hvað flugurnar
suðuðu í gluggakistunum og
sleiktu sólskinið. Bókhaldarinn
sat dottandi yfir höfuðbókinni,
skrifstofustjórinn sat með
höfuðið á milli handanna og
steinsvaf, auglýsingastjórinn lá
hrjótandi yfir auglýsingu sem
átti að birtast daginn eftir í
kvöldblöðunum og ungu skrif-
stofustúlkurnar hrutu kvenlega
við sjálfvirku skrifstofutólin sín.
Af og til slógu þær þó einn og
einn staf inn á vélarnar. En allt í
einu gelti kalltæki skrifstofu-
stjórans ógurlega. Hann rauk
upp, leit ruglaður í kringum sig,
lagfærði gleraugun, sem höfðu
sigið niður á neðri vör, og teygði
sig siðan svefndrukkinn eftir
isvartakkanum.
— Halló, muldraði hann um
leið og hann reyndi að bæla
niður geispa sem var alveg
kominn upp í kok.
Það var forstjórinn sjálfur.
— Ég þarf að tala við fröken
Mortens. Er hún þarna?
Skrifstofustjórinn gat ekki
lengur haldið geispanum i skefj-
um, hann teygði vel úr sér og
geispaði síðan svo herfilega að
hann hefði auðveldlega getað
gleypt feita flóðhestinn úr dýra-
garðinum ef sá hefði fyrir
tilviljun átt leið framhjá.
— Fyrirgefið hvað ég er
syfjaður, herra forstjóri. Ég
steinsvaf þegar þér hringduð —
hvern vilduð þér ná í....?
— Fyrirgefðu, Madsen minn,
ég hef líklega ýtt á vitlausan
hnapp, ég ætlaði ekki að vekja
þig. Ég er eitthvað hálf dasaður í
dag.
Madsen skrifstofustjóri lagði
tólið á. Svo sat hann smástund
og hristi þungt höfuðið, sveigði
sig og beygði, geispaði síðan
aftur, ekki minna en í fyrra
skiptið, stóð upp og gekk yfir í
hinn enda skrifstofunnar. Þar
klappaði hann ofurvarlega á
axlirnar á fröken Mortens sem
lá flöt á skrifborði sínu.
— Þú átt að fara inn til
forstjórans og taka niður bréf,
fröken Mortens.
Fröken Mortens hreyfði sig
ekki. Hún svaf. Hún lá fram á
skrifborð sitt eins og hún hefði
engar ráðagerðir um að vakna
næstu 100 árin eða svo.
Skrifstofustjórinn hristi hana til.
— Guð ... hva .., sagði hún
rugluð og strauk ljósa lokkana
frá augunum . . . hvar er ég? —
Nú, það ert þú, herra skrifstofu-
stjóri! Ég svaf svo fast og
dreymdi dásamlegan draum —
Henrik prins held ég að það hafi
verið.
— Þú átt að fara inn til
forstjórans.
Fröken Mortens teygði sig
rólega ofan i tösku sína og náði i
varalitinn, smurði honum á
varirnar og sneri sér síðan að
skrifstofustjóranum.
— Nú ætti ekki neinn að sjá
að ég hafi verið sofandi, eða
hvað?
Skrifstofustjórinn svaraði
engu. Hann stóð með lokuð
augun og vaggaði fram og til
baka.
— Nei, þetta gengur ekki,
herra skrifstofustjóri. Þér getið
Stjörnuspá
llruiurinn 21. nuirs 20.april
Nýja árið byrjar hjá þér
af miklum krafti og eld-
móðurinn kemur
mörgum ættingjum
þínum á óvart. Farðu
varlega i allar stór-
ákvarðanir því hugsun
þín er ekki nægilega
rökrétt í bili.
Ef feimninni er einu
sinni visað á bug mun
sigurinn vís og það er
fremur ræfilslegt að láta
undan eigin aumingja-
skap. Nýjar og ferskar
hugmyndir verða ekki
framkvæmdar án átaka.
YiuliA 2l.iipríl il.maí
Löngu liðin sorgarsaga
skýtur upp kollinum og
nú verður lifsreynslan,
sem þú öðlaðist á þeim
tíma, þér til ómetanlegs
gagns. Gættu þín á að
einangrast ekki um of
frá kunningjunum.
Sporðrirckinn 24.okl. !Miiói.
Þörfin fyrir aðdáun
annarra rekur þig til
ýmissa athafna sem
draga slæman dilk á
eftir sér. Illt umtal hefur
mikil áhrif á sálarlíf þitt
og nausyn að þér lærist
að leiða það hjá þér.
Ttibuntrnir22.mai 2l.júni
Óþarfa viðkvæmni í
ákveðnu máli getur
komið sér mjög illa og
þú skalt gera þér grein
fyrir að tíminn læknar
öll sár, þetta árið sem
önnur. Sökktu þér nú
um tíma niður í skyldu
störfin.
Hngniiiðiiiinn 24.nói. 2l.dcs
Gerðu þér ljóst að í
mörgum tilvikum getur
enginn utanaðkomandi
hjálpað þér og svo getur
einmitt verið um
núverandi ástand. Hertu
upp hugann, árið verður
þér happadrjúgt.
kr litiinii 22.júni J.Vjúli
Erfiðleikar steðja að í
byrjun þessa árs en þú
stendur þig með prýði.
Skynseminsegirþérað
blanda ekki öðrum í
;málið. Það reynist siðar
rétt vera og betri dagar
renna upp.
Sluingcilin 22.dc\. 20. jnn.
Byggðu upp líf þitt frá
áramótum á alveg
nýjum grunni og
minnstu þess að ekkert
er unnið við að stinga
höfðinu í sandinn.
Sannlcikurinn er yfir-
leitt sagna bestur.
Lánið leikur við þig og
heppni þín virðist
einstæð. Athafnir þínar
stjórnast að einhverju
leyti af þessari
staðreynd og eftir
skamman tíma rennur
upp fyrir þér ástæðan
fyrir þessu öllu.
Tainsbcrinn 2l.jan. lú.fcbr.
Eyddu ekki miklum
tima í umhugsun því
óvæntir atburðir virðast
ætla að fara fram úr
þínum djörfustu vonum.
Gríptu gæsina meðan
hún gefst, því ekkert
ástand varir að eilifu.
Skriður er kominn á
eitthvað sem þér hefur
fundist dragast nokkuð
lengi. Þú ert með
hugann fullan af nýjum
og ferskum hugmynd-
um, sem þyrftu
helst að komast í fram-
kvæmd án tafar.
Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars
Árið verður fremur
ánægjulegt ef dæma má
eftir ágætri byrjun. Það
er þitt að ákveða á
hvern máta þú vilt nýta
þau tækifæri sem gefast
og varasamt er að setja
markið of hátt.
34 Vikan I. tbl.