Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 26
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal
Atriði úr lífi
7-12 ára bama
Oft hefur þessu tímabili í ævi
barnsins ekki verið veitt nein
sérstök athygli. Bömin eru nú
komin á það þróunarstig að þau
eru miklu meira sjálfbjarga en
áður og tilfinningalegir árekstrar
þeirra við umhverfið em yfirleitt
miklu minni en áður. í sálfræði-
legum fræðibókum er þetta
tímabil oft nefnt „hvíldarstigið”.
En þar sem börn á aldrinum 7-
12 ára eru mjög virk er þetta
hugtak gjarnan skýrt út með því
að foreldrarnir séu ekki eins
mikilvægar fyrirmyndir fyrir
persónuleikaþróun barnsins eins
og fyrir og eftir þetta tímabil.
Fleiri hugtök hafa verið notuð til
þess að einkenna 7-12 ára tíma-
bilið, eins og t.d. skólaaldurinn.
En það er ekki til neitt ákveðið
hefðbundið nafn yfir þetta tíma-
bil, eins og t.d. gelgjuskeiðið yfir
unglingsárin.
Þrátt fyrir að það sé ekki til
neitt sérstakt hugtak yfir þetta
tímabil er ýmislegt vitað um
þróun barna á þessum aldri og
hvað helst einkennir þau á
aldrinum 7-12 ára. Hér á eftir
verða nefnd nokkur atriði.
Hugsun barna á aldrin-
um 7-12ára
Áður en barnið verður 7 ára
miðast hugsun þess við það
sjálft. Það er oft sagt að hugsun
barna á forskólaaldri sé sjálflæg
eða að barnið sé sjálfmiðað.
Með þessu er ekki verið að
leggja siðferðilegan dóm á
barnið og halda því fram að
barnið sé sjálfselskt, en hins
vegar er verið að benda á að
hugsanir barnsins snúist um þess
eigið ég, það geti ekki annað en
gengið út frá sjálfu sér, það miði
allt við sjálft sig.
Með því að miða hugsanir
sínar við sjálf sig geta börn
öðlast visst skipulag á flóknum
heimi. Frá fæðingu verða böm
fyrir óteljandi áhrifum og þeim
er nauðsynlegt að fá visst skipu-
lag á alla óreiðuna. í fyrstu
skynjar bamið óljóst hvað gerist
inni í eigin likama og hvað gerist
fyrir utan hann. Þess vegna
blandar barnið því oft saman
sem gerist innra með þvi og þvi
sem gerist utan við það. En barn
á forskólaaldri, sem heldur að
það sjálft sé miðja alheimsins,
fær stoð í sjálfsmiðuninni til
þess að öðlast stöðugri mynd af
umheiminum.
Um 7 ára aldur geta börn
farið að sjá hlutina út frá öðrum
sjónarhól en sínum eigin. Þetta
hefur m.a. í för með sér að það
er hægt að ræða við börn á
annan hátt en áður. Þessi þróun
gerist að sjálfsögðu ekki einn
góðan veðurdag heldur smám
saman. í huga sínum fást 7 ára
börn hins vegar við áþreifanlega
hluti, eða hlutbundna eins og
það er stundum kallað. Þau eru
bundin við það sem er hér og nú.
Það er fyrst við 12 ára aldur sem
börn geta farið að hugsa óhlut-
bundið eða huglægt. Dæmi um
þessa þróun: 7 ára barn getur
ekki ímyndað sér að gras geti
verið blátt, það myndi halda þvi
fram að gras væri grænt, en 12
ára barn gæti vel losað sig við
raunveruleikann og ímyndað sér
blátt gras. í stuttu máli: Sá sem
er 7 ára þarf að sjá hlutina
áþreifanlega fyrir framan sig og
getur aðeins hugsað um
veröldina eins og hún lítur út í
raun og veru á meðan 12 ára
barn getur umbreytt veröldinni í
huga sinum.
Það er ekki minnst Sviss-
lendingurinn Jean Piaget sem
hefur skýrt út hvernig hugsun
barnsins breytist með aldrinum.
Þegar reglurnar koma
inn í Kf barna
Foreldrarnir hafa mikil áhrif á
hvað barnið á að gera og
hvernig barnið á að hegða sér
fyrir 7 ára aldur. Eftir 7 ára
aldur verður barnið hins vegar
mjög háð þeim reglum sem gilda
í mannlegum samskiptum. Það
má segja að börn á aldrinum 7-
12 ára verði algjörlega háð þeim
reglum sem gilda. Barnið verður
á sama tima gagnrýnið í hugsun
og þaðheyrastgjarnan setningar
eins og „af hverju mátt þú þegar
ég má ekki?” Börn á þessum
aldri eru líka full af réttlætis-
kennd og þeim getur fundist
mjög óréttlátt ef þau mega ekki
eitthvað sem fullorðnir síðan
leyfa sér.
Það má finna reglur í lífi
barna fyrir 7 ára aldur, t.d. þegar
þau endurtaka hluti á nákvæm-
lega sama hátt. En þá er
hegðunin vanabundin og háð
þvi að vaninn veitir barninu
öryggi.
Það er gjarnan í ýmiss konar
leikjum sem hægt er að upp-
götva hvernig reglur verða
mikilvægar fyrir 7-12 ára börn.
Fótbolti, skák eða master mind
geta verið dæmi um slikt.
Börn eldri en 7 ára þekkja
ekki allar reglur sem gilda en
þau vilja vera örugg á því að
allir noti sömu reglur og þau líta
nákvæmlega eftir að allir fram-
fylgi reglunum. Börnum á
þessum aldri finnst ennþá erfitt
að tapa í leik. Þau geta orðið
mjög leið, neitað að vera með og
hugsanlega kastað öllu frá sér.
En þessi börn hafa vissan hæfi-
leika til samvinnu. Þau geta t.d.
rætt um það áður en þau hefja
leikinn hvernig hann eigi að
vera, hvaða reglur eigi að gilda
o.s.frv. og smám saman lærir
barnið að vinna ásamt öðrum að
ákveðnu takmarki, og raunveru-
leg samvinna á sér stað.
Það er fyrst við 10 ára aldur
sem börn geta skilið til fulls að
reglur séu eitthvað sem hægt er
að búa til saman og breyta
ásamt öðrum. Fram að 10 ára
aldri koma reglur frá ein-
hverjum öðrum, þeim sem hafa
völdin, t.d. fullorðnum eða
hugsanlega æðri máttarvöldum.
Til þess að barnið læri að sjá
reglur út frá öðrum sjónarhóli
en sínum eigin er mikilvægt að
það sé þjálfað í því. Þetta má
m.a. gera á heimili og í skóla
með því að láta barnið taka þátt
í umræðum og ákvörðunum.
Þeir sem ekki læra það sem
börn, að hægt sé að finna lausn
á ýmsum vandamálum með því
að breyta reglunum, geta sem
fullorðnir orðið einstaklingar
sem láta „aðra” eða „hina”
ákveða allt fyrir sig.
Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn
Börn á aldrinum 7-12 ára eru
mjög upptekin af hegningu og
réttlæti. Margir fullorðnir halda
því fram að börn á þessum aldri
biðji hreinlega um að þeim sé
refsað. En hegning hefur allt
aðra merkingu fyrir börn en að
Zfc Vikan x. tbl.