Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 7
„Langþreyttur almenningur mun að vísu sýna
nokkra þolinmæði fram eftir vetri en svo springur
blaðran. Skærur verða á vinnumarkaðinum og
stjórnarsamstarfið gengur ekki of vel."
Ekki er það g/æsilegt. Hér sést almenningur
bíða eftir því að fá keypta mjólk í verkfalli fyrir
nokkrum árum.
„.. . þeim fjölgar mjög sem freista þess að fíýja
land. Og við ættum að hætta að gera grín að
frændum okkar Færeyingum, því ég sé ekki betur
en að margir leití þangað."
„ Veturinn verður kaldur
. . . Hann verður
stormasamur, jafn vel
svo að tjón h/ýst af."
verður lögð meiri áhersla á
grænmetis- og alifuglarækt.
— Hverju spáirðu um forseta-
kosningarnar?
— Vegna erfiðrar stöðu
innanlands verður lagt hart að
núverandi forseta að halda
áfram. Ólafur Jóhannesson sest í
helgan stein og fer ekki í
framboð.
— Hvað með Albert?
— Hann verður ekki forseti.
— Verður þetta mikið
afbrotaár?
— Smáglæpir aukast töluvert
eins og t.d. fjárdrættir og skatt-
svik, a.m.k. þeir sem kemst upp
um. Fíkniefni verða mjög í
brennidepli og þá sérstaklega
„. .. ég sé ekki betur en að búskaparháttum verði
breytt að nokkru, að minnsta kosti ef litíð er á
áratuginn í heild. T.d. verður lögð meiri áhersla á
grænmetis- og alifuglarækt."
innflutningar á sterkari efnum.
íslendingar biandast í eitt stór-
málið í viðbót. Og ég sé ekki
betur en að eitthvað komi fram
sem beinir athyglinni aftur að
Geirfinnsmálinu.
— Hvernig mun Flugleiðum
vegna?
— Flugmenn munu reynast
t>eim þungir í skauti og rekstur-
inn verður síður en svo auðveld-
ur. Samt spái ég því að Eyjólfur
hressist nokkuð en það verður
ekki fyrr en þeir hafa tekið
ákvörðun sem mun í fyrstu
valda þeim miklum óvin-
sældum. Töluvert verður um
breytingar á Norður-Atlants-
hafsfluginu.
— Er það eitthvað fleira sem
þú vilt taka fram um innlend
málefni?
— Já, ég spái miklum átökum
innan Sjálfstæðisflokksins,
X.tbl. Vifcan7