Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 18
Sönn frásögn
Nóttin
langa
Nú komst ekki annað að i huga mér
en að við yrðum að reyna að halda á
okkur hita. Okkur hafði tekist að kveikja
eld og halda honum lifandi með bensín-
lekanum af flugvélinni. Það var erfitt,
og nú var flöktandi eldsloginn að deyja
út.
„Jay,” hrópaði ég upp yfir mig.
„Steinarnir! Þeir halda í sér hita. Við
getum troðið þeim í vasana til að halda
hita á höndum okkar, og við getum
staflað upp grjóti við fætur okkar.”
Ég fann lykt af sviðnandi holdi
Ég tróð mér inn um litlu farangurs-
dyrnar á flugvélinni, henti út ýmsu laus-
legu, sem yrði bara fyrir okkur, og
reyndi að búa svo um, að sæmilega
mætti fara um okkur um nóttina. Við
yrðum nánast að standa með fæturna i
stélinu, og við yrðum að hnipra okkur
saman, eins og við gætum, því ískalt
næturloftið léki um okkur gegnum rif-
una, sem komið hafði á búkinn.
„Við verðum að stafla eins mörgum
steinum og við getum f stélið,” sagði ég,
um leið og ég klöngraðist út. „Við
ættum að komast þarna fyrir basði, en
við verðum að hlaða heitum steinum í
kringum okkur. Ef til vill er það eina
von okkar til að þrauka af þessa nótt.”
Jay ansaði ekki, og hann hreyfði sig
ekki. Ég stillti mig um að hreyta i hann
ónotum. Mér fannst ég hefði átt að geta
reitt mig á hann, en ailan timann siðan
áreksturinn varð hafði hann virst sinnu-
laus og ófær um að taka ákvarðanir.
Ég fálmaði í kringum mig í myrkrinu
eftir heitum steinum. Ég fann lykt af
sviðnandi holdi og kenndi stingandi sárs-
auka i lófunum, en ég beit á jaxlinn og
hélt áfram ætlunarverki mlnu. Vinstri
handleggurinn var greinilega brotinn, en
einhvern veginn tókst mér að koma
nokkrum steinum inn i stél flugvélar-
innar. t hvert sinn sem ég bætti við
nýjum steini, fann ég, hvemig vélin
kipptist til, og ég velti því fyrir mér,
hversu mikið hún þyldi, áður en hún
rynni aftur á bak niður urðina.
Ég hnipraði mig saman i stél-
botninum, og i fyrsta skipti i heila eilifð,
að þvi er mér virtist, leið mér nú næstum
þvi vel. Steinarnir höfðu yljað álhreiðrið
mitt.
Jay olli mér miklum áhyggjum
„Jay,” kallaði ég. „Það er bara hlýtt
og notalegt hérna. Troddu þér inn til
min.” Auðvitað yrði skelfing þröngt, en
hitinn frá likama hans yrði til bóta.
Jay svaraði ekki. Mér þótti liklegt, að
hann hefði kúrt sig niður við þann yl,
sem enn væri að fá úr nokkrum steinum
18 Vikan 1. tbl.
þarna úti, og ég kallaði út til hans: „Jay,
réttu mér nokkra steina i viðbót.”
„Nei . . .” sagði hann og eitthvað
meira, sem ég heyrði ekki, en nú var mér
nóg boðið.
„Andskotinn hafi það, Jay, þú drepur
þig ekki á þvi að rétta mér nokkra.
steina.”
Ég þagnaði, þegar ég heyrði, að
röddin var orðin grátklökk. Stilltu þig
nú, hugsaði ég.
Svo heyrði ég Jay brölta inn í flug-
vélina að framan.
Mér'ér ékki ljöst, hvað það tók langan
tíma að stafla sex steinum i viðbót í
stélið. Mér fannst það taka heila eilífð,
en það var þess virði, þvl hitaaukningin
var greinileg. Loftið i þessu byrgi var
næstum því hlýtt, og ég fann til ánægju
yfir þvl, sem ég hafði gert. Ég dró silki-
slæðuna mina yfir andlitið á mér og
hnipraði mig saman. Lauren, sagði ég
við sjálfa mig, þú hefur staðið þig vel.
Það var einmitt það, sem mér fannst.
Ég hafði staðið mig vel, miðað við
Eigin frásögn
Laurenar Eldon af
flugslysi, sem hún
lenti í ásamt tveim-
ur öðrum, og þeim
ógnum, sem á eftir
fylgdu.
kringumstæður og þann útbúnað, sem
við höfðum.
Jay olli mér hins vegar miklum
áhyggjum. Mér var farið að finnast ég
eiga að bera ábyrgð á honum, og mér
þótti það miður. Ég skildi hann ekki.
Hann hafði lifað af áreksturinn, hann
var fær um að bera sig um, og þó vildi
hann ekki hjálpa mér á neinn hátt. Og
nú fannst mér ég verða að hjálpa
honum. Kannski mótaðist afstaða mín
af því, að ég var svo viss um, að ein
kæmist ég ekki lífs af. Við ætluðum aö
lifa þessa nótt af saman.
Ég kallaði til hans að koma og leggjast
hjá mér. Það tók hann langan tíma að
troða sér niður í holuna til mín. Mér
varð hugsað til þess, þegar ég horfði á
hann sveifla sér léttilega inn í
flugmannssætið um morguninn. Ég
hafði dáðst að liðlegum líkama hans. Nú
var lftið eftir af þeim glæsileika.
„Skórinn þinn!” hrópaði ég upp yfir
mig. „Hvað er orðið af skónum þínum?”
„Það skiptir engu,” tautaði hann og
virtist standa á sama, þótt hann hefði
misst annan skóinn. En hann gæti misst
fleira en skóinn, hann gæti misst
nokkrar tær, jafnvel fótinn. Guð minn
góður, hvernig átti ég að gera honum
ljóst, hversu alvarlegt þetta var?
„Vertu ekki að þessu nöldri,” tautaði
hann ergilegur. Hann var á stöðugu iði
að reyna að koma sér þægilega fyrir. Ég
hafði hugsað mér, að við hnipruðum
okkur þétt saman og löguðum líkamina
hvorn að öðrum til þess að nýta sem best
hitann hvort frá öðru og steinunum. Ég
hefði mátt vita betur.
„Við megum ekki sofna”
Jay gat með engu móti legið kyrr.
Hann skipti um stellingu í sífellu, og ég
fann, hvernig litla flugvélin sviptist til
eftir hreyfingum hans. Ég var skelfingu
lostin.
„Hættu þessu brölti,” æpti ég, „þú
drepur okkur með þessu.”
Hann kyrrðist stundarkorn, en áður
en langt um leið byrjuðu sömu lætin
aftur. Allt í einu fann ég, að hann tróð
hendinni undir jakkann minn, og svo
fann ég kalda fingur hans á nöktu
hörundi minu undir pilsinu.
FÖRUNAUTUR ÞEIRRA
VAR DAUÐINN