Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 25
hélt hún. Þú ert sætur og góður eins og
þú ert. Vertu bara svona eins og þú ert.
Svona svaraði hún ævinlega og svona
leið veturinn, en hann var viss um að
Dúddu þætti vænt um hann, svo viss
sem hann var um sínar tilfinningar.
Hann vildi alltaf eiga hana — alltaf, þó
þau væru svona ung núna, hann vissi
upp á hár hvað hann vildi. Þetta var
hans fyrsta ást og þetta yrði sú síðasta.
Dúdda mundi alltaf verða sú eina.
Veturinn leið, vorprófin komu. Hann
reyndi að lesa, hann mætti ekki falla á
vorprófinu, því hann ætlaði að læra og
verða eitthvað — eitthvað mikið fyrir
Dúddu. Við og við gat hann einbeitt sér,
einn i næði í herberginu sinu. Dúdda
naut aðstoðar Gurriar og stóð sig nógu
vel og er prófin stóðu sem hæst hittust
þau minna og minna, þvi að nú var nóg
að gera og allir að nota tímann til próf-
lestrar. Hann komst að því að hann
hafði lært allt of lítið yfir veturinn og
hversu mikið hann þurfti að leggja á sig
til að læra hverja námsgrein vel til prófs
og það mátti Matti eiga að nú las hann.
Góðar prófeinkunnir skyldi hann fá fyrir
Dúddu. Hann skyldi sýna henni hvers
hann væri megnugur, en það var oft
erfitt að festa hugann við námsbækurn-
ar, þegar hugurinn var allur hjá þessari
elskulegu stúlku.
Dúdda og Gurrí eru á kafi í lestri.
Hann hringdi og Dúdda var ekki heima.
Hann hringdi til Gurriar en Dúdda var
ekki þar, sagði Gurri. Éger að lesa, sagði
hún, hvernig gengur þér. Biddu Dúddu
að hringja þegar hún kemur. Dúdda
hringdi ekki til hans þennan daginn, ekki
daginn eftir. Þá fór hann heim til
hennar. Mamma hennar sagði að hún
væri hjá Gurri. Þangað fór hann, Gurrí
kom til dyra. Nei, nei, Dúdda er áreiðan-
lega heima að lesa, sagði hún, hún hefur
ekki komið hér i dag. Ó, hvað hann var
þreyttur og leiður, vonsvikinn. Það var
eins og Dúdda væri að forðast hann.
Hvað hafði breyst milli þeirra? Hann
hafði ekki séð hana svo óralengi, víst
ekki í eina 3 sólarhringa samfleytt. Hún
sem alltaf sagði: Vertu eins og þú ert, þú
ert svo sætur og góður, og allt svoleiðis.
Hann mundi allt svo vel.
Prófin voru búin. Matti sótti próf-
skírteinið sitt, ágæt frammistaða. hól frá
kennaranum. Greinilega góð ástundun
við próflestur, getur orðið hörkunáms-
maður. Hann var ánægður. Dúdda gekk
fram, tók við sínu prófskirteini, falleg
var hún, blíð og brosandi í þröngu galla-
buxunum og þunnri blússu. Ljósa hárið
lék laust niður um axlirnar. Hún gekk
þarna fram hjá honum, brosti sínu alfall-
egasta brosi, hún hafði ekkert breyst.
Hann beið hennar fyrir utan skólann,
þar sem þau voru vön að hittast allan
veturinn. Þarna kom hún en hún var
ekki ein. í fyrsta lagi var hlussan hún
Gurrí með henni og ekki nóg með það,
bróðir hennar Gurriar, þessi hjassalegi,
dökkhærði strákur með Travolta-
klippinguna og í svörtum, þröngum
buxum og jakka, þrátt fyrir aukakílóin,
hélt í höndina á Dúddu. Þau hlógu og
mösuðu hvert upp í annað og öllum
fannst þeim tilveran sýnilega dásamleg.
Matti sneri sér að húsveggnum, þóttist
vera að leita að einhverju i vösunum,
meðan þau fóru fram hjá. Þau tóku ekki
eftir honum og hann heyrði Dúddu
segja: Mikið svaka er gott að vera búin i
skólanum. O, hvað ég hlakka til að fara
með mömmu ykkar og pabba norður og
hugsa sér að vera fyrir norðan í heilan
mánuð, og hér sem alltaf rignir.
Þar hafði Matthias það. Dúdda, yndið
hans, var töpuð í þennan líka tröllkall.
Dúdda, Dúdda, hvers vegna? Hvað
hafði hann, það sem ég hef ekki. Matti
gekk hægt af stað heimleiðis, best að
sýna mömmu árangur lestursins i tölum.
Sú yrði glöð. Dúdda þetta fífl, eða
fituhlunkarnir, systkinin sem héngu
utan i henni. Hann stansaði aðeins áður
en hann kom heim að garðshliðinu og
þurrkaði nokkur stór, þung tár, sem
runnu niður kinnar hans. Mamma
skyldi ekki sjá tárin hans, enginn skyldi
sjá þau. Það skyldi enginn sjá hann
grenja út af stelpu — hann sem var
orðinn 12 ára og þó aldrei nema hún
Dúdda væri að verða þrettán var hún
ekki tára virði. Hann Matthías
Guðmundsson snýtti sér, rétti úr sér og
gekk rösklega inn úrdyrunum heima hjá
sér. Hann varfrjáls.
Sögulok.
Eftirmáli:
Þessi saga er það léleg að blaðið sem
birti gömlu söguna mína fyrir áratug
endursendi mér hana. Ég fékk sem sagt
þann dóm að ég væri ekki ritfær, sögu-
þráðurinn væri ekki nógu líflegur, engin
spenna i sögunni og fleira var nefnt
neikvætt. Og ég sem hélt að það þyrfti
hvorki upphaf né endi í sögum nú til
dags. Svona fór það nú og ég er hætt við
aðgramsa í kvæðadraslinu minu, sem ég
hnoðaði saman hérna á árunum með
hjálp bragfræði, málfræði og fleiri góðra
bóka. Langur timi líður sjálfsagt þar til
ég áræði að hefjast handa með stóru
skáldsöguna, en það eru nú til fleiri
vikublöð en þetta, sem tók opnum
örmum við fyrstu ritsmið minni, svo við
sjáum hvað setur. Missið bara ekki
vonina, lesendur góðir.
1. tbl. Vikan 25