Vikan


Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 48
Framhaldssaga Rebecca hristi höfuðið. Hún rétti fram höndina og snerti handlegg Claire um leið og hún sagði: „Þú ert góð, frú.” Stóru dökku augun virtust segja eitthvað meira, en — hugsaði Claire óþolinmóð með sjálfri sér, hvað var það? Meðan hún var enn að velta þessu fyrir sér hvarf Rebecca á brott. Þó stansaði hún augnablik viðeldhúsdyrnar og sagði: „Ekki allir — góðir. Nú segi ég Efraim.” Dyrnar lokuðust á eftir henni. Claire var að hreinsa ísskápinn þegar skuggi féll á hana frá opnum glugg- anum. Hún leit upp og sá Fay standa fyrir utan. Hún hrópaði: „Ertu önnum kafin?” „Alls ekki.” Claire varð undrandi þegar hún fann að þrátt fyrir allt annríkið um morguninn var þetta satt. Það var einmitt kjami málsins, hugsaði hún um leið og hún fór til Fay út á veröndina. Hún hafði ekki nóg fyrir stafni. Hvernig í ósköpunum hafði henni tekist að halda*út þetta tilgangslausa líf sem hún hafði lifað undanfarin tvö ár? „Er allt i lagi með þig, Claire?” Fay horfði alvarlega á hana. „Ég verð þó að segja að þú lítur vel út, betur en nokkum tíma áður eftir því sem ég best fæ séð. Þú hefur alltaf verið falleg stúlka, Claire, en nú ertu stórglæsileg.” Claire hneigði sig glettnislega til að dylja feimnina sem skall yfir hana eins og flóðbylgja. Já, hugsaði hún, ég lít V€RK €FTIR Þ€KKTA LISTAM€NN vönduð og fðlleg gjö| MÓÐIR OG BARN 22 cm. Kr. 33.650 IEEK KRISTALL Laugaveg 15 sími 14320 Undir Afríku himni öðruvisi út af þvi að mér liður öðruvísi. Ég er ástfangin upp fyrir bæði eyru, ást- fangnari en ég hef nokkurn tíma verið áður. „Claire,” sagði Fay, „sagði Noel þér frá sjálfum sér í gærkvöldi?” „Já, það gerði hann,” svaraði hún og hugsaði með sjálfri sér, og svo kyssti hann mig. „Mér datt það í hug. Við vissum að hann fór til þín. Til að sækja sígarettu- hulstrið, sagði hann, eða eitthvað álíka kjánalegt. Hann er svo breyttur i dag. Ég vissi að eitthvað hefði skeð. Og, Claire, ég vissi það strax að þú gætir hjálpað honum. Hann er næstum alveg eins og hann á að sér aftur. Mér er svo létt. Hann á að byrja að æfa eftir hálfan mánuð.” No snertu fætur Claire jörðina aftur, í fyrsta skipti síðan í gær. Það hlutu að bíða konur eftir honum í löngum röðum sem aðeins biðu eftir tækifæri til aðfalla i arma hans. Þvilíkur kjáni hafði hún ekki verið! Hún hafði fyrir tóma tilviljun verið til staðar á réttri stundu, með sina eigin óhamingju- semi og samúðartilfinningu. Og það var allt og sumt. Jæja, þau höfðu allayega hjálpað hvort öðru. Það var þó alltaf eitthvað. „. . .ekki með sjálfum sér þegar ég kom til hans, og —” „Hvaðsegirðu, Fay?” „Ég á bara við það. Hann hélt áfram sýningunni um kvöldið eftir að þetta skeði." „Ég minnist þess að hafa lesið eitt- hvað um það.” „Auðvitað, það var mánudagurinn, eftir slysið. Hann var meðvitundarlaus þegar þeir fundu hann. Sem betur fór slapp hinn bílstjórinn og hans bíll án nokkurs skaða, svo að hann gat flýtt sér ■ eftir hjálp. Ég flaug þangað um leið og ég frétti þetta en þá var búið að útskrifa Noel frá sjúkrahúsinu. „Claire,” hélt Fay áfram, „hann hafði sjálfur heimtað að útskrifast, tekið leigu- bfl til leikhússins og verið með þá um kvöldið. Hann hafði fengið heila- hristing, snúist úr axlarliðnum og snúið ökklann, en það var ekki hægt að sjá það á sviðinu. Hann virðist ekkert hafa vitað um þetta sjálfur. Hann var hrein- lega ekki með sjálfum sér. Ég hef aldrei vitað annað eins og ég er fegin að hann man ekkert eftir þvi. Svo virðist sem hann hafi leikið mjög vel. Ég kom einmitt þiegar sýningunni var að ljúka og beið eftir honum í búnings- herberginu, þegar hann kom af sviðinu. Hann — hann var alltaf að rifast vegna Marciu, sagði að hún hefði átt að láta hann vita að hún yrði ekki með um kvöldið og að staðgengill hennar ætti að taka við hlutverkinu. Og svo hélt hann að sýningin ætti rétt að fara að byrja. Hann var alltaf að lita á klukkuna og svo hristi hann hana og leit undrandi á mig, eins og hann væri að hugsa um hvað i ósköpunum ég væri að gera þarna.” Fay beygði sig fram og tók við sígarettunni sem Claire bauð henni. Siðan sagði hún: „Þá hafði einhver sótt lækni og þeir lögðu hann aftur inn á sjúkrahús. Þessi læknir sagði mér að Noel hefði fengið alvarlegan heilahristing og hann sagði einnig að þetta væri fremur algengt og að hann gæti aftur misst minnið i framtíðinni. Þegar Noel vaknaði um morguninn mundi hann bara allt of vel eftir slysinu, þó að hann hefði verið búinn að gleyma þvi kvöldiðáður í leikhúsinu. Þá vissi ég að ég gæti ekki skilið hann einan eftir í London. Ég fór með honum heim til hans eftir viku en það var ekki nógu gott. Hann var svo eirðarlaus og hann gekk um götur borgarinnar að næturlagi, haltrandi og með handlegginn í fatla. I hvert skipti sem ég reyndi að tala við hann leit hann á mig eins og ég væri vofa. Þegar ég hringdi síðan í Henry, sagði hann: „Komdu bara strax með hann hingað. Taktu hann bara með þér." Og það var einmitt það sem ég gerði.” Hún brosti svo að það birti yfir andliti hennar á sama hátt og Noels þegar hann brosti. Þá fyrst skildi Claire hve strekkt og þreytuleg Fay hafði verið að undanförnu. „Um daginn,” sagði hún óörugg, „þegar ég hitti þig í bænum og þú vildir fá far —” „Noel varð mér samferða þangað. Ég hafði neytt hann til þess, því að hann vildi ekkert fara og aðeins hanga inni. Hann — hann virtist ekki vilja aka bilnum svo að ég þvingaði hann ekki til þess. En þegar ég kom út úr bankanum voru bæði hann og bíllinn horfnir. Hann sagði mér seinna að hann hefði allt i einu farið að undrast það hvað hann væri eiginlega að gera í farþegasætinu í ókunnugum bil á glóandi heitri götunni. Hann settist hreinlega undir stýri og ók eins og fjandinn sjálfur væri á hælunum á honum.” „Hann vissi þá ekki einu sinni að hann hefði skilið þig eftir?” spurði Claire undrandi. „Hann þekkti ekki einu sinni leiðina til baka, nema í undirmeðvitundinni. Hann hélt bara áfram að keyra. Hann tók líka einu sinni bílinn minn án þess að 48 Vlkan X. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.