Vikan


Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran LÆKNINGAR- UNDRIÐ Á ELUHEIMIUNU í REYKJAVÍK Út um allan heim er verið að lækna fólk með dularfullum hætti, þannig að læknar botna ekkert i því hvernig slikt getur gerst. Oftast er það fyrir milli- göngu sálrænna manna, sem geta veitt hinum sjúka nýtt llfsafl af þvi að þessir menn hafa hæfileik til þess að vera far- vegir fyrir slikan kraftflutning. Venjulega eru þessir sálrænu menn mjög trúaðir. Margir þeirra telja að löngu látnir læknar lækni i gegnum þá. Þetta er alltaf að gerast, jafnvel þótt biskupinn yfir Islandi trúi því vist ekki. Ég ætla i þessum þætti að rifja hér upp lækningarundur sem gerðist á Elliheimilinu Grund f Reykjavik rétt eftir siðustu heimsstyrjöld. Þetta undur vakti svo stórkostlega athygli, sökum þess með hve áberandi hætti það gerðist, að það varð aðalumræðuefni margra um land allt i langan tima. Dagblaðið VlSIR sagði frá þessu þann 7. nóvember 1945 með þessum hætti. Fyrir nokkru varð farlama maður, vistaður á Elliheimilinu, sem naumast gat hreyft sig án hjálpar, skyndilega heill heilsu á meðan hann hlustaði á úvarps- messu. Læknar hafa ekki getað skýrt þetta fyrirbrigði, en sjúklingurinn sjálfur segir að þetta sé ráðstöfun æðri máttarvalda til að bjarga við trúheigð fólks. Maðurinn sem hér um ræðir heitir Gisli Gislason og kennir sig við Hjalla í ölfusi, en þar bjó hann um nokkurra ára skeið eftir síðustu aldamót. Tíðindamaður Vísis heimsótti Gísla á Elliheimilið í gær. Gfsli var að hnýta net. Það hefur verið hans helsta starf þær stundirnar sem hann hefur verið rólfær. Hann var eldfjörugur, lék við hvern sinn fingur og hoppaði aftur og aftur upp i loftið. Hann sagði að það væri svo gaman að vera orðinn heil- brigður aftur. „Hvar eruð þér fæddur?” — Ég er fæddur að Rauðabergi í Fljótshverfi. Foreldrar mínir voru Gísli Magnússon póstur og kona hans, Ragnhildur Gisladóttir. Föður minn missti ég þegar ég var á 4. ári. Hann dó úr afleiðingum mislinga. Móðir mín giftist aftur og ég átti við gott atlæti að búa i uppvexti minum. „Hvenær fluttust þér að heiman?” — Þegar ég var 18 ára, þá fluttist ég að Hliðarenda i Ölfusi, en árið 1906 reisti ég bú að Hjalla i sömu sveit og bjó þar um nokkurra ára skeið. Mig minnir að það hafi verið árið 1914 að ég fluttist til Reykjavikur og hef verið hér siðan. Stundaði sjóinn eða vann algenga daglaunavinnu í landi, og um skeið var ég ökumaður hjá þvotta- húsinu Geysi. „Var farið að bera á sjúkleika yðar þá?” — Nei, hann kom með spænsku veikinni 1918. Það haust var ég í fjár- kaupum fyrir austan fjall. Svo var það einu sinni að ég var með stóran rekstur, um 400 fjár, og varð að vera einn með hann frá Kolviðarhóli. Ég hafði ágætan hest og ágætan hund, en sjálfur var ég slappur og varð þvi slappari sem ég nálg- aðist bæinn meira. Líklega hef ég ofreynt mig. Þegar ég kom i bæinn lagðist ég i spænsku veikinni og varð aldrei heill eftir það. Það kom máttleysi í vinstri hönd og hægri fót, sem ágerðist smám saman. „Hvenær komuð þér á Elliheimilið?” — Haustið 1932. Þá var ég borinn hingað á börum úr Landakotsspftala. Var búinn að vera þar hálft annað ár rúmfastur eftir mjaðmarskurð, sem Matthias gerði á mér. Eftir það gekk ég við hækjur i 5 ár. En þar kom að ég varð að sleppa annarri hækjunni vegna þess hve höndin var orðin máttlaus og öxlin aum. Eftir það staulaðist ég við staf, stundum tvo stafi, en öðrum þræði við staf og hækju. „Þetta hefur verið orðið erfitt lif.” — Að vissu leyti. Það sem hélt mér uppi var fyrst og fremst það, hve fólkið var gott við mig, bæði hérna á Elliheim- ilinu og i Landakotsspítala. Aliir gerðu fyrir mig eins og þeir gátu og brast aldrei þolinmæði, hvað sem á dundi. Ég hef legjð i öllum karlmannastofunum niðri á Landakotsspitalanum og oft á sumum þeirra og alltaf mætt þar sömu velvild og alúð, bæði hjúkrunarfólks og lækna. Sama máli gegnir hér á Elliheimilinu. Ég fæ að vinna inni á herbergi minu og allt er gert fyrir mig sem hægt er. „Voruð þér mjög farlama áður en „undrið” skeði?” — Já, það er ekki hægt að segja annað. önnur höndin var orðin máttlaus að heita mátti og tveir fingurn- ir krepptir inn i lófann, en sá þriðji máttlaus að heita mátti. Mér var jafnan hjálpað i bað og þurfti venjulega tvo til þess, og svo stirður og máttlaus var ég orðinn í báðum fótum og vinstri hendinni að ég varð að fá hjálp til að klæða mig og hátta, og eins til að komast upp f rúmið. Nú er öldin önnur, nú langhendist ég i baðið, einn og óstuddur, ég hoppa upp i loftið, ég klæði mig og hátta og geng um, eins og meðan ég var á besta skeiði lífs mins. Mig langar i eina bröndótta við hina strákana hérna, en læknirinn hefur bannað mér að glíma, hann heldur kannski að ég ofreyni mig og að dásemdin hverfi. „Hvernig bar þetta að?” — Daginn áður en þetta dásamlega atvik skeði var ég hvað veikastur sem ég hef orðið. Ég lá aftur á bak í rúmi minu og ætlaði að sofna, en gat það ekki. Ég var svo þjáður. Ég hafði breitt yfir andlit mér og var að hugsa um hvað það væri gott að mega hverfa burt frá þessu öllu saman. Þá sá ég frelsarann allt i einu birtast hjá rúmstokknum mfnum. Og þér megið ekki halda að þetta hafi veriö draumur. Ég var glaðvakandi eins og núna og ég sá hann eins vel og ég sé yður. „Hvernig varð yður við?” — Ég hélt ég væri feigur. Ég veit um ýmsa sem sjá frelsarann og þeir eru feigir. En mér fannst þetta gott eins og komið var fyrir mér. „Hafið þér séð sýnir áður?” — Ég hef einu sinni séð frelsarann áöur. Við sáum hann sex saman hérna • inni í borðstofunni á Elliheimilinu. Það var rétt fyrir stríðið og hann birtist okkur i skýi. „Urðuð þér svo einskis var þar til þér urðuð heill?” — Ekki beinlinis. En um nóttina eftir að ég sá frelsarann við rúmstokkinn dreymdi mig, að ég var á gangi á sléttum flötum i umhverfi sem ég þekkti ekki. Ég fann og sá að ég hélt á lampa i hendi, kveikti á lampanum og ljósið sneri fram og lýsti upp umhverfið. Draumurinn var svo skýr og svo undarlegur, að mér fannst hann hljóta að boða einhver tíðindi. „En hvernig skeði svo sjálfur atburðurinn, þegar þér urðuð heil- brigður?” — Það var á sunnudegi, 7. okt. sl. Um morguninn gekk ég til altaris í Elliheimilinu, en um daginn hlýddi ég á útvarpsmessu hjá síra Árna Sigurðssyni úr herberginu minu, og á meðan ég hlýddi á messuna, þar sem meðal annars var talað um kraftaverk Jesú á sjúkum og lömuðum, fékk ég allt í einu máttinn aftur og það réttist samtimis úr fingrunum. Siðan hef ég verið heill, og ég nýt svefns eins og barn, og ég væri til í aflraunir og áflog, ef læknarnir bönnuðu mér það ekki eins og stendur. En ég bið nú átekta hvað það snertir. „Vitið þér nokkra skýringu á þessu fyrirbæri?” — Læknarnir vita hana ekki, en ég veit hana. Þetta er ráðstöfun æðri máttarvalda til að viðhalda trúhneigð fólks. Fólkið er að missa trúna, og það trúir ekki nema kraftaverk gerist. Og nú hefur það gerst. En þessu athyglisverða máli var ekki lokið með þessu. Hér bættist við í því mikilvægur eftirmáli. Honum var lýst í Visi þann 5. janúar 1946 með þessum orðum: Það hefur ekki verið minnst mikið 50 Vikan I. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.