Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 45
Framhaldssaga eftir Hildu Rothwell
UNDIR
AFRÍKUHIMNI
NÍUNDI
HLUTI
/
Um leið og Noel byrjaði að lýsa
atburðunum sá Claire þá fyrir sér eins
og hún hefði sjálf verið viðstödd.
„Hún gerði mig öskureiðan með þvi
að segja að hún hefði ekki hugsað sér að
taka þá áhættu að aka með drukknum
bílstjóra. Það eru einmitt þess konar
hlutir sem kona getur sagt til að særa
mann, jjegar hún er að niðurlotum
komin af þreytu. Áður hafði ég verið
fullur afsökunar og sjálfsásökunar en
þegar hún sagði þetta sleppti ég mér víst
alveg.
„Ég er ekki drukkin," mótmælti ég
og Marcia hreytti út úr sér: „Ég vildi ekki
sjá þig þurfa að blása í þessa blöðru
lögreglunnar.”
„Hvað, um miðja nótt, héðan og til
Farnham? Það verður enginn á
veginum."
„Það geturðu aldrei verið viss um. Og
þar að auki ertu ekki í neinu ástandi til
að keyra."
„Vitleysa! Ég er jafnedrú og dómari."
Það var rétt hjá mér og það vissi hún,
blessunin.
„Það geturðu sagt lögreglunni ef hún
stoppar þig. Það kemur til með að taka
sig vel út í dagblöðunum. „Þar sem hr.
John Kendrick —”
„Allt í lagi, allt i lagi. Komdu bara núna
ef þú hefur hugsað þér að koma með. Þú
getur ekið til Farnham ef þú vilt.”
Þegar þögnin féll aftur á sagði Claire
mjög blíðlega: „Og það gerði hún. Og án
þess að þekkja almennilega á gírana og
allt. hitt, eftir að vera vön að aka
Peugeot.”
„Einmitt, Claire. Hún var ekkert
hrifin af þvi,” sagði Noel stíft. „Það er
að segja, hún varð rólegri — þú veist
hvemig það er. Hún vissi að ég var ekki
drukkinn. Hún vissi líka að ég þekkti
bæði bílinn og veginn eins og mina eigin
vasa. Ég er fæddur og uppalinn þarna
rétt hjá.
„En þá var ég kominn í fýlu. Ég man
að ég hugsaði, leyfum henni bara að
keyra. En ég get svarið að ég hafði
gleymt öllu um bölvaðan Peugeotinn.
„Leiðin er svo sem nógu auðveld að
degi til. En á næturnar — ó nei.
Vegurinn er allur í óvæntum hlykkjum
og beygjum og umhverfis hann eru tré
alla leiðina. Við eina beygjuna sáum við
Ijós koma á móti okkur. Það voru einu
bílljósin sem við höfðum séð. Ég man að
ég sagði við Marciu: „Sveigðu inn i
kantinn,” siðan hrópaði ég: „Stansaðu.
stansaðu!"
Rödd Noels brast og þegar hann setti
hendurnar fyrir andlitið, tók Claire eftir
að tárin runnu niður kinnar hans. Án
þess að hugsa sig um lagði hún höndina
róandi á hné hans.
Eftir nokkra stund lagði hann sínar
eigin hendur yfir þær. Hann bætti rólega
við: „Ég býst við að hún hafi orðið
kærulaus vegna þess að engin umferð var
á veginum, eins og maður verður svo
oft. Síðan held ég að ofboð hafi gripið
hana. Hún var góður ökumaður, en hún
þekkti hvorki veginn né bílinn og hann
sveik hana á hættuaugnablikinu. Hún
lækkaði heldur ekki Ijósin og hinn öku-
maðurinn blindaðist þvi að vegurinn er
mjór og nóttin var kolsvört.
„Hinn bíllinn beygði út af og siðan
man ég ekki meira. Ég hafði ekki fest
öryggisbeltið — ég var enn í fýlu þegar
ég fór inn í bilinn. Það hafði hún hins
vegar gert, svo að þegar ég flaug út úr
bílnum vöfðust Marcia og Jagúarinn
utan um tré."
„En þú gast ekki vitað að þetta
myndi ske,” sagði Claire blíðlega
„Þetta var bara slys.”
Noel leit framan i hana í fyrsta skipti
síðan hann byrjaði að segja henni frá
þessu. Hún gat ekki afboriðsársaukann í
augum hans svo að hún leit undan.
Að lokum hvíslaði hann: „Marcia lést
samstundis, sögðu þeir. En það segja
þeir alltaf, ekki satt? Hvernig geta þeir
verið vissir? Og hvað eiga þeir við með
„samstundis"?
Var hún enn reið? Hugsaði hún
kannski: „Jæja, ég er þó allavega með
öryggisbeltið en ekki hann"? Vissi hún að
hún myndi deyja? Hafði hún fyrirgefið
mér eða hataði hún mig hreinlega? Hve
mikill sársauki kemst fyrir í einni sál og
einum líkama á einni sekúndu? Var hún
tilbúin? Hún var heittrúuð, kaþólsk. En
það hef ég víst sagt þér áður, er það
ekki?"
„Hættu, hættu, Noel,” baðClaire.
55 VeISTU að þetta er í fyrsta skipti
sem þú notar nafnið mitt?” spurði hann
undrandi. Síðan greip hann um axlir
hennar og endurtók: „Veistu það
Claire?” Andlit hans var allt í einu mjög
nálægt hennar og þau horfðu hvort á
annað eins og þau væru dáleidd. Claire
fann einhvern titring innra meðsér. Það
var eins og hún hefði þekkt hann allt sitt
lif. Þegar varir þeirra mættust, blíðlega,
næstum varlega i fyrstu, var það eins og
það væri það eðlilegasta sem skeð gæti.
Allt í einu breyttist þetta og mjúkir
handleggirnir þrýstu Claire fastar að sér
og munnurinn varð harðari. Þetta var
eins og að drukkna í gleðitilfinningu.
Allur líkami hennar virtist bráðna eins
og is í sólskini. Hún hafði aldrei fundið
slíkar tilfinningar áður.
„Claire frænka,” sagði mjó rödd frá
dyrunum. „Ég er þyrstur.”
Enn einu sinni virtist Noel verða að
allt annarri persónu. Á meðan hún sat
1. tbl. Vikan 45