Vikan


Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 22
Erlent „limilegustai samúðarkveðjur" - duga skammt Sönn frásögn Nóttin langa hann laus við kvalimar, óróleikann, óvissuna og áhyggjurnar. Likami hans var farinn að stirðna, og ég vissi, að innan tiðar yrði hann stirðnaður til fulls. Ég horfði upp i himininn og greindi nokkra bláa bletti i hríðarmuggunni. Snjórinn virtist ekki koma að ofan, heldur úr öllum áttum i senn. Ég hafði ekki um annað að velja en hnipra mig saman hjá stirðnandi liki Jays. Mér datt í hug, að nú gæti ég sem best fengið mér blund. Ég gæti bara hætt að iða tánum og stappa fótunum. Ég fengi um síðir lausn frá sársauka og kulda ... Ég vissi að stundum snjóaöi í þessum fjöllum svo dögum skipti. Fólk hafði fyrr fennt í þessum fjöllum. 1 slfkri snjó- komu gætu engar leitarflugvélar fundið okkur, þyrlur gætu ekki lent, enginn sæi neitt I iðulausri hríðinni. Ef ekki stytti upp innan tíðar,fyndu leitarflokkar okkur öll dáin. Tilhugsunin vakti mig. Það var auðvelt að gefast upp, en ég var ekki á þvl strax. Það var of auðvelt, of mikið kæruleysi. Ég átti svo margt eftir að gera, ferðast, kynnast fólki. Ég hafði ekki hlegið nóg, ekki lært nóg, ekki elskað nóg . . . ég hafði ekki eignast barn. Nei, sagði ég við sjálfa mig. Ekki núna. Ekkistrax. Ég heyrði í flugvél! Ég byrjaði á þvi að klæða Jay úr sokkunum. Það var furðu auðvelt. Svo klæddi ég mig úr stígvélunum og greip andann á lofti, þegar kuldinn beit I bera leggina. Ég klæddi mig I sokka Jays og aftur I stígvélin. Þunnir sokkarnir virtust ekki veita mikla hlifð, en mér leið betur. Ég sá, að enn hafði birt af degi. Ég ýtti slæðunni enn frá andlitinu, og þá sá ég, að sólin var farin að skína. Ég trúði vart minum eigin augum. Það hafði stytt upp, himinninn var heiður og blár, og sólin skein glatt. Skyndilega greindi ég kunnuglegt hljóð gegnum vindgnauðið. Það virtist rísa og hniga, en svo varð ég viss. Það var hljóð i flugvél, litilli flugvél, og það var ekki fjarri. Þeir voru að koma að sækja mig! Ég var viss um það. Þetta var leitarflugvél. Ég brölti yfir Jay og klifraði upp úr flug- vélinni . . . Ó, Jay, mér þykir það leitt, mér þykir það svo fjandi leitt, að þú gast ekki beðið... En mér hafði tekist það. Ég hafði þraukað af nóttina, það var kominn morgunn, og sólin var komin upp. Ég hirti ekki um verkina i stirðum líkaman- um, ég hirti ekki um kuldann, þegar ég brölti niður úr flugvélinni. Litla flugvélin flaug yfir fjalls- hrygginn ekki langt í burtu, en nógu langt þó. Hjarta mitt tók kipp, þegar ég hugsaði um flugmanninn í þessari litlu vél, lifandi og svona nálægt. Ég hoppaði og öskraði og veifaði handleggjunum. Og ég horfði á flug- vélina, sem fjarlægðist óðum, uns hún hvarf að lokum alveg. Hann hafði ekki komið auga á mig. Ef hann hefði séð mig, hefði hann ekki flogið í burtu. Ég stóð þarna i morgun- birtunni, skjálfandi í nábitrum vind- inum. Ég gat ekki hugsað mér aðra nótt í flakinu Ég horfði vestur af til trjánna, sem gætu veitt mér skjól, ef ég næði til þeirra. Það var löng og erfið leið, og þaðan sæist ég ekki úr leitarflugvél. Víðáttumikil auðn lá milli San Joaquin dals og fjallsins, þar sem ég nú stóð. Ég efaðist um, að ég næði nokkurn tima til byggða, ef ég leitaði til vesturs. Þá var ekki um annað að ræða en snarbratta austurhlíðina. Ef ég veldi þá leið, losnaði ég þar með við vestan- vindinn, sem nisti mig, og ef ég héldi mig ofarlega, sæist ég sæmilega úr leitarflug- vél. Austurhlíðin virtist því skásti kosturinn. Ég klifraði upp á brúnina og hafði vindinn i bakið. Sólin fór hækkandi á himninum, og þarna sat ég, á fjallsbrún- inni, og blés i kaun. Það var ekki sjón að sjá hendurnar á mér. Allar sprungur og rispur voru sóti fylltar eftir viðureignina við steinana, neglurnar voru brotnar, og hvítir dauða- blettir voru á fingrunum. Ég neri hendurnar, þangað til ég fann, að líf var farið að færast í þær. Svo horfði ég niður fjallshlíðina. Fyrstu nokkur hundruð metrana virtist hlíðin nánast lóðrétt. Svo tók ég eftir því, að sums staðar skagaði grjótið meira út en annars staðar, og eftir að hafa virt þetta vel fyrir mér, fannst mér ég geta greint færa leið niður fjallið með því að nota mér þessar nibbur. Þær mynduðu krókaleið, eins og bam hefði teiknað með hugarflugi sínu. Græddi ég eitthvað á því að bíða hér? Ef til vill var alls ekki farið að leita okkar. Og voru mikil líkindi til þess, að flakið fyndist fljótt? Það var áreiðanlega enginn leikur að koma auga á það í grárri urðinni. Ef þéssi dagur liði, án þess nokkur kæmi til bjargar, yrði ég að dvelja aðra nótt hér á fjallinu. Og í þetta sinn yrði enginn eldur, enginn ylur. Ég yrði að eyða nóttinni í hnipri upp við nákaldan likama Jays. Ég varð að komast niður, niður í dalinn, þar sem mér yrði aftur hlýtt. 1 næstu Viku: ALEIN 1AUÐNINNI Þýð: K.H. Sennilega höfum við öll staðið í þessum sporum: Við stöndum skyndilega augliti til auglitis við syrgjandi manneskju og vitum ekki hvað við eigum að segja, nema í hæsta lagi þennan venju- lega frasa: „Ég votta þér samúð mína.” Okkur líður illa því innst inni hefðum við svo gjarnan viljað segja eitthvað annað. En hvað? 35 ára gamall sölumaður, sem nýlega missti konu sína, segir: — Ég átti í hræðilegum erfiðleikum eftir bilslysið sem konan mín lést í. Og viðbrögð yfirmanna, vinnufélag og jafnvel vina bættu ekki úr skák. Einhvern veginn átti ég von á því að þeir mundu hjálpa mér. En ég rak mig á að flestir umgengust mig eins og ókunnugan mann fyrst eftir dauða konu minnar. í gær rakst ég á góða vinkonu hennar á förnum vegi, en þegar hún sá mig flýtti hún sér yfir götuna og þóttist vera að skoða i búðar- glugga. Ég hef orðið fyrir því sama af öðrum. — Um daginn fór fyrirtækið sem ég vinn við í ferðalag og yfirmaður minn sagði: — Þú þarft auðvitað ekki að fara með. — Ég fór þó því það er ekki betra að loka sig inni. En það voru mistök. Félagar mínir forðuðust mig svo að mér fannst ég vera öllum til ama. Ég settist við borð hjá nokkrum þeirra og fjörugar samræður þeirra hættu skyndilega. Allir urðu leiðir á svip og leituðu örvæntingar- fullir að öðru umræðuefni. Ég hafði á tilfinningunni að ég eyði- legði skemmtunina fyrir öllum. Samt hefði ég getað hegðað mér fullkomlega eðlilega ef þeir hefðu hagað sér eðlilega við mig. Auðvitað veit ég að þetta er ekki af illvilja, þeir vita einfaldlega ekki hvað er viðeigandi und- ir svona kringumstæðum. Kannski hafa þeir meira að segja slæma samvisku vegna þess að vera kátir og hressir í návist syrgj- anda. En með þessari misskildu tillitssemi særa þeir mig í stað þess að hjálpa mér. Margir syrgjendur hafa svipaða sögu að segja. Venju- 22 Vikan 1. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.