Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 47
Framhaldssaga
þarna máttfarin og rugluð stóð hann
upp með hendurnar i vösunum og horfði
framan i litla drenginn á náttfötunum.
Vangasvipur hans var brosleitur og
hann sagði glaðlega: „Sæll, ungi maður.
Þú hlýtur að vera Michael. Og hvað ætli
þú sért nú gamall? Svona átta kannski?”
Michael kinkaði kolli, siðan spurði
hann: „Hvað heitir þú?” Það leit ekki út
fyrir að honum þætti neitt athugavert
við að koma að frænku sinni í örmum
ókunnugs manns.
„Noel.”
„Það þýðir jól.”
„Einmitt.”
„Ertu fæddur á jólunum?”
„Já reyndar. Það var ekkert sérlega
gáfulega gert, eða hvað finnst þér? Ég
varð að sætta mig við að fá gjafir einu
sinni á ári."
„Einmitt á jóladag?”
„Einmitt.”
„Vá, ég hef aldrei hitt neinn sem er
fæddur á jólunum áður. Ég þekki samt
strák i skólanum, sem er fæddur daginn
eftir jóladag. Hann heitir Stephen.”
„Gotthjá Stephen.”
Michael hló og byrjaði að kyrja: „Og kon-
ungurinn leit út."
CéAIRE reyndi að slétta kjólinn
með annarri hendinni og hárið með
hinni, án þess að mikið bæri á, og hún
fann að vangar hennar brunnu. Hún
stóð upp og gekk til litla frænda sins til
að hjálpa honum. Noel greip um hönd
hennar um leið og hún gekk fram hjá.
„Átta ára,” sagði hann. „Þú ætlar þó
ekki að segja mér að þú svona stór getir
ekki sótt þér glas af vatni sjálfur?"
Michael, sem yfirleitt var jafnöruggur
með sjálfan sig á sinn barnslega hátt og
Noel sjálfur, varð orðlaus. Siðan svaraði
hann: „Jú, auðvitað get ég það. Það er
bara það — að — ég vaknaði allt i einu
og heyrði að einhverjir voru að tala
saman. Svo að ég hugsaði —'"
„Nú, þá skil ég. En nú veistu hvað er
að ske, ekki satt?”
Michael, sem var hreinræktaður tæki-
færissinni, byrjaði að færa sig lengra inn
i stofuna. Síðan tilkynnti hann: „Eg er
glaðvaknaður núna. Er alveg orðið
voðalega framorðið? Eg á við er komin
mið nótt?”
„Michael,” sagði Claire og reyndi að
vera ákveðin, „hvert heldurðu að þú sért
að fara?”
Drengurinn sneri sér við og leit
móðgaður á hana. „Að gá hvað klukkan
er, auðvitað inni í borðstofunni." Hann
bandaði höndunum virðulega i áttina að
gólfklukkunni í stofunni og sagði fyrirlit-
lega: „Þessi gengur aldrei rétt.” Hann
gaut augunum siðan til Claire, undan
löngum augnhárunum. „Þú hefur sjálf
sagt það.”
Þegar hann gekk svo kæruleysislega
fram hjá borðstofudyrunum greip Noel í
náttbuxnastrenginn hjá honum og sagði
Undir
Afríku-
himni
glettinn en ákveðinn: „Þú ert að villast,
vinur minn. Svo er eldhúsið þarna. Fáðu
þér vatn og svo finnst mér að þú ættir að
fara aftur i rúmið.”
„Ég ætlaði bara að —”
„ — fá þér vatnsglas. Og það er ein-
mitt það sem þú ert að sækja núna.
Áfram gakk.”
Michael stóð við ísskápinn og slóraði
við að opna vatnsflöskuna og sækja sér
glas. Hann horfði á Noel og Noel horfði
á hann. Michael vissi að nú hafði hann
tapað.
Claire heyrði Noel segja lágt: „Eg
hefði ekkert á móti einum slíkum sjálfur,
hvað með þig?”
Síðan, þegar Michael sneri aftur í
áttina til svefnherbergisins, með aftur-
endann á buxunum lafandi ískyggilega
eftir handtak Noels, gekk hann eins
virðulega og aðstæður leyfðu í áttina að
svefnherberginu. Þá sagði Noel: „Góða
nótt, Michael. Góða nótt, Claire,” og
siðan var hann horfinn.
A.LLT í einu hafði Claire óskaplega
mikið að gera. Hún þaut fram og til
baka um allt húsið og tók eftir að
Rebecca var farin að fylgjast forvitnis-
lega með henni. Eftir að Ruth hafði sótt
son sinn aftur, eftir að hann hafði sofið
hjá henni um nóttina, hafði Claire húsið
aftur fyrir sjálfa sig og hún komst að
raun um, að þvi lengur sem hún væri
önnum kafin því minni tími yrði aflögu til
að láta sér leiðast
Hún hringdi i Tim Reilly hjá útvarps-
stöðinni og ræddi við hann um
samræðuþáttinn milli Hallidays og
Bruces, siðan tók hún í sig kjark og
hringdi til frú van Druitt, sem sagði að
hr. Halliday væri ekki við í augnablikinu en
að hann yrði áreiðanlega fús til að eiga hlut
þarað.
Nú þurfti hún að ná tali af Henry
Hallet, sem var forstjóri námufélagsins.
og biðja hann um að lána salarkynni
félagsins til málverkasýningar. Claire
var ekki viss um að hún þyrði að tala við
hann á skrifstofunni, en hún var þó enn
feimnari við tilhugsunina um að fara inn
á heimili hans — en það var nokkuð sem
hún hefði ekki hikað við að gera áður fyrr.
Jæja, en það gat beðið í augnablikinu.
Næst varð hún að hringja í Bruce
sjálfan. Hún tók upp tólið en gretti sig
síðan og lagði það niður aftur. Það var
auðvitað betra að hitta hann að máli.
Það var svo margt sem hún þurfti að
segja. Hún þrýsti lófunum að kinnum
sér, sem virtust alltaf vera brennandi
heitar. Hún vonaði að þetta væri ekki
þyrjunin á flensu og þegar hún hugsaði
betur út i það hafði hún lika verið eitt-
hvað svo Iéttlynd og kærulaus.
Claire sneri sér við og sá að Rebecca
var enn einu sinni að horfa á hana.
„Hvaðer það?”
„Hringdi frúin í Langley sjeffa?”
„Hvers vegna spyrðu að því? Langar
þig til að tala við bróður þinn?”
„Eg sá ekki Abinal í gærkvöldi.”
„Sástu hann ekki? Nei, hann kom vist
ekki með var það? Áttirðu von á honum,
Rebecca?”
„Ég átti von á honum. Og Efraim átti
von á honum.”
„Sonur hans? En er hann ekki i
háskólanum?” Þegar Rebecca hnyklaði
spyrjandi brýrnar spurði Claire: „Er
hann ekki í skólanum í dag?”
„Efraim er í mínu húsi,” svaraði
heimilishjálpin vorkunnsamlega.
„Hvernig gæti hann verið í skólanum?"
Hún baðaði óljóst höndunum i áttina að
litla húsinu i útjaðri garðsins og gekk |
nær Claire. „Efraim segir að hann hafi |
áhyggjur af föður sinum.”
„Áhyggjur? Hvers vegna? 0. þú átt
við að hann leggi of hart að sér?"
Claire skoðaði andlit Rebeccu og
hugsaði með sjálfri sér að það gæti verið
rétt hjá henni. Abinal var ekki ungur
lengur. Efraim, yngsti sonur hans, hlaut
að vera orðinn nítján ára gamall.
„Sjáðu nú til,” sagði hún að lokum,
„ég þarf að fara inn í Makeli í dag. Á
ég að taka Efraim með mér?"
Rebecca kinkaði kolli. „Efraim mun
gleðjast. Ég segi honum það."
„Vilt þú koma með líka?”
FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR
Rafhitunorkatlar af öllum stærðum med 0g án noysluvatnsspírals. Gott verð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits 0g raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleiddir með fullkomnasta öryggisutbdnaði.
I jajFUNA *0^Æ\ OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454
l.tbl. VIKan 47