Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 39
ætlað pláss. Við megum
ekki hlaða í kringum okkur
hlutum, sem við erum
hrædd um að barnið
skemmi. Við eigum að
komast hjá óþarfa
árekstrum í daglegri
umgengni okkar og barn-
anna. Ef við erum alltaf á
verði, erum sífellt að
banna þeim þetta eða hitt,
þreytir það báða aðila.
Börn, sem alast upp í
þéttbýli, verða fyrir
geysimiklu álagi dag
hvern. Það er svo margt
að sjá og heyra. Þau eru í
stöðugum hávaða frá
umferð og vinnuvélum, á
leikvöllunum og
dagvistunarstofnunum.
Það er hávaði utan við
húsin þeirra, í stigagöng-
unum og á heimilunum frá
útvarpi og sjónvarpi og
hinum ýmsu heimilis-
tækjum. Það skal því
engan undra þó börnin séu
geðill, þreytt og stúrin að
kvöldi. Barniðvill ekki
fara í rúmið á kvöldin, það
finnur ekki ró í sínum
beinum og þarfnast fyrst
og fremst að setjast í
fangið á foreldrum sínum
til að öðlast jafnvægi og ró.
Það þarf að vera kyrrð og
ró á heimilunum til að
vega upp á móti hinu eril-
sama lífi barnsins í þétt-
býlinu.
Börnin verða fyrir marg-
vislegum áhrifum af
umhverfi sínu, en ekki
alltaf þeim áhrifum sem
þau þarfnast til að lifa í
sátt og samlyndi við
umhverfi sitt.
Við þurfum að sjá til
þess, að í umhverfi barns-
ins séu þær stærðir, sem
það getur kannað sjálft án
þess að slíkt skapi hættur
og valdi árekstrum.
Frá okkar eigin bernsku
minnumst við t.d. spenn-
andi háalofts eða kjallara,
sem fullur var af músum.
Það var margt sem þá gat
ýtt undir hugmyndaflugið.
Barn, sem býr t.d. í fjöl-
býlishúsi, hefur e.t.v. ekki
grun um hvað háaloft eða
kjallari er. Við höldum
kannski að börnin fái þá
reynslu sem þau þarfnast
með lestri spennandi
teiknimyndabóka eða úr
barnatímum sjónvarps og
útvarps.
Hvaða áhrif hafa allar
þessar skrautlegu mynda-
bækur á börnin okkar? Og
hver áhrif hefur setan
framan við sjónvarpið?
Þola börnin (Dessa eilífu
áreitni?
Skemmtun eða efni ætlað
börnum, þar sem þau eru
ekki þátttakendur sjálf,
gæti með tímanum leitt til
þess, að börnin okkar
kunni ekki að leika sér
sjálf. Þau verða aðgerðar-
lausir áhorfendur, verða
alls óviðbúin og skilnings-
vana, þegar við förum að
krefjast einhvers af þeim,
er þau vaxa úr grasi og
verða fullorðin.
Við ættum að kappkosta
að gera heimilin og næsta
umhverfi okkar vinsamlegt
börnunum. Það þarf að
vera örvandi og barnið
þarf að finna öryggi og
hvatningu í umhverfi sínu.
Við megum ekki hafa svo
fínt í kringum okkur, að
athafnasemi barnsins fái
ekki útrás á heimilinu. Við
megum ekki líta á það sem
ógnun við fínheitin, þó
barnið leiki sér milli
húsgagnanna og munanna
okkar í stofunni. Barninu
má ekki finnast því ofaukið
á eigin heimili.
Við hin fullorðnu megum
svo ekki gleyma, að börnin
þurfa líka frið til að sitja
úti í horni út af fyrir sig.
Umhyggja hinna eldri má
ekki verða yfirþyrmandi.
Afskipti hinna fullorðnu
geta gengið of langt. Við
eigum að leyfa barninu að
njóta einveru og kyrrðar,
ef það leitar hvíldar. Þau
þurfa að læra að meta
kyrrðina og hvíldina eins
og allt annað.
Áríðandi er að börnin
okkar eigi þess kost að
alast upp við öryggi og
læri að treysta á sjálf sig.
Það er skylda okkar að
gera þeim lífið hamingju-
samt og ríkt, vekja þeim
trú og traust á lífið og
tilveruna. Við eigum að
leyfa þeim að kynnast
heiminum án óþarfa
árekstra. Þýð.:S. h.
úr Forbruker rapporter
1. tbl. VlKan 39