Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 63
Vandamál hvað ég kjafta
mikið
Hæ, allra besti Póstur!
Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér og vona því aö
Helga sé södd. En ef svo vildi til að hún væri svöng fær
hún hér með smáblað að borða. Ég hef krassað á það því
þú hefui áður sagt að hún vildi frekar blað með krassi
á. Jæja. jæja, ég ætla nú ekki að tala um mín ægilegu
ástamál, þótt það séu aðalvandamál mín. Mér fmnst að ég
ætti bara að ráða fram úr þeim sjálf. En vandamálið er að
ég kjafta svo mikið. Vinir mínir verða stundum þreyttir á
mér, sérstaklega þegar ég tala við þá í síma. Og tökum til
dœmis einn vin minn. hann Jer stundum að hrjóta í símann.
Hann og annar vinur minn stríða mér stundum meðþví að
segja bara já, já og eftir á: Hvað varslu annars að segja?
Ein vinkona mín notar stundum tækifærið ogfer frá
símanum ogfram að gera eitthvað.
Svo er það líka eitt. Tvær vinkonur mínar tala og tala
um vinnuna þeirra og ef ég tala um skólann segjast þær
ekki vilja heyra neitt svoleiðis. Þetta kalla ég nú bara
illkvittni; finnst þér það 'ekki? Og ég sem hef svona óskap-
lega mikla minnimáttarkennd! Mig langar stundum að
brynna músum og stundum geri ég það. Og þá er auðvitað
hœðst að manni, en er þetta ekki alveg eðlilegt?
Kæri, kæri Póstur, hvað er hœgtaðgera viðþessu? Að
kjafta svona mikið og þessari ILLKVITTNI. Ég nefnilega
HA TA hana. Og hvað er hœgt að gera við skapvonsku?
Það er nefnilega stelpa, sem situr við h/iðina á mér í
bekknum sem er svo óskaplega skapvond. Maður má bók-
staflega ekkert gera!
Jæja, ég vona að þú birtir þetta. Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna. Dísa kjaftaskúmur.
Satt að segja gat Pósturinn ekki varist hlátri þegar hann las
bréfið þitt yfir. Það verður nú að segjast eins og er að sára-
sjaldgæft er að fólk geri sér svo ljósa grein fyrir göllum
sínum. Fyrst svo er áttu mikla möguleika á að kippa þessu í
liðinn með smávægilegri sjálfsögun og það er engin ástæða
fyrir þig að hafa minnimáttarkennd vegna þessa. Settu þér
ákveðið mark í ýmsum tilvikum, svo sem þegar þú talar í
síma. Nokkrar mínútur ættu að nægja nema sérstaklega
standi á og fátt er hvimleiðara en fólk sem notar símann
sem nokkurs konar pyndingartól á nánustu vini og
vandafnenn. Sama gildir um samræður í skólanum og utan
hans. Þú verður að gera þér grein fyrir því að það þurfa
fleiri að láta ljós sitt skína en þú ein og samræður
vinkvenna þinna um vinnu sína geta verið hreinasta sjálfs-
vörn þeirra, svo þær komist einhvern tíma sjálfar að. Ekki
þarf að taka það fram að sama ástæða getur verið fyrir
geðvonsku sessunautar þíns í skólanum.
Hins vegar skaltu alls ekki taka þetta svo mjög nærri þér,
því enginn er alveg gallalaus og þetta telst varla svo mjög
alvarlegt. Ástæðulaust er að hafa einhverja minnimáttar-
kennd (en fólki með minnimáttarkennd hættir oft til að
annaðhvort segja ekkert eða tala í síbylju) og þú getur verið
viss um að þetta bagar ekki vini þína jafnmikið og þeir vilja
vera láta. Það sem þér finnst vera illkvittni getur verið
góðlátleg stríðni, sem þú tekur allt of nærri þér. Og fyrir
alla muni, láttu þau ekki sjá þig tárast. Það er að vísu alveg
eðlilegt en þú skalt samt forðast það í lengstu lög, því þú
verður engu bséttari með slíkuhi viðbrögðum.
Ég veit að þið
þekkið einhvem
Kæri Póstur!
Mig langar til þess að biðja
ykkur á Vikunni að gera mér
stóran greiða. Þannig er mál
með vexti að ég stend á mjög
merkum timamótum í lífi
mínu. Þess vegna langar mig
mikið til að vita hvað framtíðin
ber í skauti sér, en hér er engin
spákona. Það sem mig langar
að biðja ykkur að gera fyrir
mig er að láta þann sem les úr
skrift fá þetta bréf. Ég veit að
þið þekkið einhvern.
Ekki birta þetta bréf né
svarið í Vikunni, heldur sendið
svarið ípósti. Og þetta skal
vera leyndarmál okkar í milli.
Elsku besti, gerðu þetta nú
fyrir mig. Bestu kveðjur.
Sveitakona
Eftir mikla umhugsun var tekið
það ráð að birta bréfið þitt hér
í dálkunum og vonar Pósturinn
að þú fyrirgefir honum það.
Það er regla hér, sem fylgt
hefur verið af kostgæfni, að
senda ekki svör heim til penna-
vina heldur birta þau hér í
dálkunum. Ef bréf eru hins
vegar þannig að hætta er á að
bréfritari gæti þekkst af ein-
hverjum ástæðum er birtingu
sleppt, en bréfritari fær þá
engin svör við erindi sínu. í
þínu tilviki má telja öruggt að
engin leið er að gera sér nokkra
grein fyrir hver bréfritari er því
ekkert gefur til kynna hvaðan
skrifað er né hver það gerir.
Því miður höfum við hér á
Vikunni misst samband við
rithandarsérfræðinginn, hann
er ekki lengur í lifenda tölu og
engan nýjan hefur rekið á
fjörur okkar. En við lýsum hér
með eftir einum slíkum fyrir
þig og ef einhver slíkur er hér á
landi á hann visa birtingu á
nafni sínu og heimilisfangi hér
á síðunum.
Ptnnavinir
Witha Leung, Rm 2413, Tak Man
House, Oi Man Estate, Kowloon, Hong
Kong, er 18 ára og hefur áhuga á að
skrifast á við íslenska stráka og stelpur.
Mireille Clerx, La Prouveresse, 06530
Peymeinade, France, er 14 ára frönsk
stúlka sem hefur áhuga á að skrifast á
við íslenska stráka og stelpur.
Lisa Young, 86 Martello Drive,
Kongston 17, Jamaica, West-lndies, er
14 ára og vill gjarnan eignast íslenska
pennavini.
Evelyne Carrel, Bd. de’s Eplatures 68,
2304 La Chaux-del-Fond Switzerland, er
17 ára stúlka sem hefur áhuga á að
skrifast á við íslenska stráka og stelpur.
Maria Forsström, Tiiliskiventie 14B,
02320 Espoo 32, Finland, hefur áhuga á
að eignast íslenska pennavini á aldrinum
13-15 ára. Hún skrifar á ensku og
áhugamál hennar eru dýr, blóm,
frímerki, skátar, bréfaskriftir og margt
fleira.
HJALP!
1. tbl. Vikan 63