Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 49
láta mig vita. Hann kom aftur og ók eins
og brjálæðingur inn innkeyrsluna. Hann
var líka allur í svitabaði eins og hann
hefði hita. Hann hefur líka gengið hér
um á næturnar — nótt eftir nótt Við
höfum fundið sígarettustubbana urn
allan garðinn og i sundlauginni á morgn
ana. Þess vegna var ég svo hrædd við að
skilja hann eftir einan. Það var lika þess
vegna sem ég bað þig um að bjóða
honum í hádegismat nú um daginn."
Fay lagði hendurnar á armana á
stólnum og stóðupp.
„Nú veistu hve þakklát ég er þér,”
sagði hún. „Síðastliðnar nætur hefur
Noel raunverulega sofið og í morgun —
jæja, en ég ætlaði varla að trúa þvi þegar
hann fór að tala um að fara aftur til
London. Það á að byrja að æfa nýja leik-
ritið eftir tvær vikur. Og þarna stóð
hann i morgun, fullur af áhuga.
Auðvitað kem ég til með að sakna hans,
en er þetta ekki dásamlegt?”
„Jú, jú, það er dásamlegt. Ég er svo
glöðfyrir þína hönd, Fay."
Nú myndi Noel snúa sér aftur að
sviðsljósinu. Hann myndi þrýsta á
hnappinn og þessi fallega rödd hans —
„góða Claire,” hún brosti kaldhæðnis
lega — myndi hljónta yfir allan salinn.
Lífið yrði bara að halda áfram án hans,
það var allt og sumt. Þó yrði það ekki
eins. Hún gæti aldrei gifst Bruce eftir
það er skeð hafði. Það væri ekki heiðar
legt gagnvart honuni. Hún varðaðsegja
honum frá þvi.
Claire var að aka útsýnisleiðina þegar
hún mundi allt i einu eftir því að hún
hafði gleymt að segja Bruce frá mál-
verkasýningunni og hr. Halliday ásamt
viðtalinu. En hún varð að einbeita sér að
einu i einu, hugsaði hún, og skipti um gír
þegar billinn fór að erfiða upp brekk
una. Síðan leit hún hugsandi á farþega
sinn.
Efraim þagði og var mjög þungbúinn
á svipinn. Þetta undraði hana. Hún
hafði oft ekið honum áður en hann hafði
aldrei verið svona brúnaþungur. Síðan
ákvað hún að þetta hlyti að vera eitt-
hvað sem fylgdi táningaaldrinunt og
hætti að hugsa um það.
Þegar henni hafði loksins tekist að
finna bílaslæði á bak við bankann fór
Efraim út úr bílnum án þess að þakka
fyrir sig eins og venjulega og beið, með
hendurnar í vösunum á þröngum
svörtum buxunum, eftir að hún læsti
bílnum. Hann stóð þarna þráðbeinn og
starði niður götuna i áttina að verslun
Bruces. Hann leit út eins og aðrir reiðir
ungir menn um allan heiminn.
Síðan sneri Efraim sér við, um leið og
Claire setti bíllyklana niður i veskið, og
sagði eitthvað sem hún skildi ekki. Þegar
hún hnyklaði brýrnar og spurði: „Hvað
sagðirðu?” gekk hann niður götuna og
benti á framhlið verslunar Langleys, þar
sem málningin var enn eftir á veggnum.
„Hann hefur ekki náð því öllu af,”
sagði unglingurinn. „Papemálverk!”
Hann hló hatursfullur, síðan bætti liann
allt í einu við: „Þakka þér fyrir ferðina,”
og hljóp í burtu.
Hvað í öllum heiminum gekk að
Efraim? Hann hafði sennilega farið bak
dyramegin, í leit að föður sínum.
Claire leit aftur á afganginn af rauðu
málningunni á framhlið verslunarinnar.
Stafirnir VERK voru enn skýrir, en þó
voru þeir daufari en siðast. Bruce hlaut
að hafa reynt aftur að ná þeim af. Verk?
Málverk? Pape? En hvers vegna? Claire
yppti öxlum og gafst upp. Síðan gekk
hún að versluninni. Þar virtist ekki vera
eins mikið úrval og venjulega og henni
reyndist ekki erfitt að ganga í gegnum
. --------------------------------1—
verslunina án þess að reka sig utan i.
Það var ekki fyrr en hún kom að þrepun-
um sem lágu að bakherberginu að hún
varð vör við að Ali var hvergi sjáan-
legur. Hún hrópaði á hann en þá
birtist Bruce sjálfur og hann virtist vera
undrandi aðsjá hana.
Framhald í næsta blaði.
TASSO vegg-
stríginn
fráokkurer
auðveldur
•■J: ‘f'J jí | 3''Is ír-gy I | . |i,d
í uppsetningu
MASSO
Bouclé
Grensásvegi 11 - sími 83500.
l.tbl. Vikan 49