Vikan


Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 4

Vikan - 03.01.1980, Blaðsíða 4
Jónas Kristjánsson skrifar fré Feneyjum, 3. grein ViöStórasíki og Ég fékk kökk í hálsinn, þegar hrað- báturinn tók skriðið frá Feneyjum til flugvallarins Marco Polo. Smám saman hurfu hin fornu hús í húmið og ég var enn einu sinni kominn til nútímans, aldar flugvéla og bila. Feneyjar eru alveg einstök borg, ákaflega seiðmögnuð. Dálæti mitt á henni er slíkt, að ég er ekki fyrr farinn þaðan en mig langar þangað aftur. Kannski þjáist ég af rómantískri ihalds- semi. Þeir fluttu út á sjó Feneyjar urðu til i þjóðflutningum miðalda. Strandverjar fyrir botni Adria- hafs urðu leiðir á sífelldum árásum farandþjóða og fluttu búsetu sína út i sjó. Við getum ímyndað okkur miðalda- myrkrið sem kallaði á svo róttæka ákvörðun. Feneyingar ráku niður staura i miðju risastóru sjávarlóni og reistu hús sín á staurunum. Þannig varð hafið sjálft að borgarmúrum þeirra og þannig fengu þeir frið fyrir innrásarherjum. En þetta verk kostaði líka seiglu og dugnað. t skjóli hafsins urðu Feneyingar miklir farmenn og kaupmenn. 1 lok miðalda voru Feneyjar orðnar eitt vold- ugasta ríki heims. Aðmirálar hins fen- eyska lýðveldis réðu lögum og lofum á stórum hlutum Miðjarðarhafsins og öttu kappi við volduga flota arftaka Múhameðs spámanns. Feneyingar græddu á tá og fingri. Þeir reistu glæsilegar hallir og fagrar kirkjur i lóninu sinu. Þeir stjórnuðu jafnvel heilum krossferðum og gerðu Feneyjar að arftaka Miklagarðs sem verslunar- miðstöð heimsins. Eftir endurreisnartímann fundust nýjar álfur og Atlantshafið tók við af Miðjarðarhafi sem þjóðvegur verslunar. Þá rýrnaði veldi Feneyinga og Spán- verjar og Portúgalir tóku við. En áfram bjuggu Feneyingar við öryggi hafs og flota, nánast ósigrandi vigi landherjum. Vegna þessa öryggis eru Feneyjar enn þann dag í dag likar því, sem þær voru á dögum hinna heimsfrægu aðmírála. Villtar hersveitir hafa ekki farið þar um torg með blóði og eldi. Borgin er nú sam- felldur minnisvarði um endurreisnar- tímann. Dagur Hua formanns Engir bilar eru í Feneyjum og ekki einu sinni reiðhjól. Skurðir og siki gegna hlutverki gatna. Borgin er þéttriðin samgönguæðum fyrir gondóla, hraðbáta og venjulega báta. Þar gegna bátar hlutverki leigubíla og strætisvagna, vörubila og sendiferðabila. Markúsarlón Þatta var útsýnUJ mltt frá hótel Monaco til kirkju hailags Gaorgs. Hér ar hótel Monaco nnr og Harry's Bar fj«r, indmht par á bakka Markúsarlóns. síkiö sést vitt um veg. Og þar getur þú legið allan daginn úti í glugga og notið tímans með því að horfa á umferð fólks og báta. Yfir þessu samgönguneti sjávarins er annað net fyrir hina fótgangandi. Borgin er þéttriðin húsasundum og óteljandi tröppubrúm á mótum samgöngukerf- anna beggja. Göngustígarnir eru eins og gjár milli hárra og þéttra húsa, enda er hver fermetri dýr í borg með rætur á hafsbotni. Hér er allt eldgamalt. Hið eina,sem Útsýnið skiptir mestu 1 síðustu og næstsíðustu Viku sagði ég þér frá veitingahúsum Feneyja, matvælamarkaði og mataruppskriftum. Nú er röðin koinin að gistingunni, hinni nauðsyn ferðamannsins í hverri borg. Þú þarft ekki endilega að borga mikið, en þú getur líka gert þig gjaldþrota á virðulegan hátt. Þatta ar hótalstrandlangjan I Faneyjum. Rauður hringur ar um skyggir á fortíðina, er tískan. Ef nútíma- fólkið klæddi sig í fatnað endurreisnar- tímans, værum við í Feneyjum alveg horfin á vit fortíðar. Um daginn var ég svo heppinn að sjá anga af henni. Sunnudaginn, sem ég snæddi á Harry’s Bar og sagt var frá i síðustu Viku, kom Hua formaður til Feneyja. Hann var að minnast þess, að það var Feneyingurinn Marco Polo, sem fann silkiveginn til Kína og tengdi saman menningu austurs og vestur. Ráðstefnan mín var búin, þegar ég opnaði gluggann letilega þennan morgun á herbergi minu á hótel Monaco og horfði út á Markúsarlón og Stórasiki. Og mér brá óneitanlega, en þægilega. Fyrir framan lónuðu heljarstórir, útskornir og litskrúðugir bátar, fullir af ræðurum í skarti endurreisnartimans. Þetta var stórkostleg byrjun á stórkost- legum hátíðisdegi, því að Feneyingar tóku höfðinglega á móti Hua formanni. hótsl Monaco á mörkum Markúsarlóns og Stórasikls. Ég skal játa, að ég hef ekki þorað að heimsækja Feneyjar á annatíma sumarsins. Ég er svo hræddur við holskeflu ferðamanna og slæman daun úr volgum síkjum. Október og nóvember eru mínir mánuðir, jafnvel þótt ég þurfi þá að hafa regnhlíf með. í fyrstu heimsókn minni til Feneyja bjó ég eins og lög gera ráð fyrir í tjaldi úti á spilavitiseyjunni Lido. Þaðan er um stundarfjórðungs ferð i strætóbáti inn að Markúsartorgi. Tjaldstæðið var snyrti- legt og rekið af góðu fólki. Nú er öldin orðin önnur og ég búinn að venja mig á ýmsan óþarfa lúxus. I framhaldi af þvi ætla ég að segja þér frá hótelum i Feneyjum. Meginregla mín er sú, að gluggi hótelherbergisins þarf að snúa út á Markúsarlón eða Stórasiki. Ef þú færð ekki slíkt herbergi, er það annaðhvort gluggalaust eða með tveggja metra útsýni til næsta hús- veggjar eða glugga. Aðeins við lónið og Monaco er j>ott hótel... Ég var búinn að segja þér frá morgni mínum á hótel Monaco á degi Hua formanns. Þetta hótel snýr út að Stóra- síki og Markúsarlóni, um það bil 200 metrum og þremur mínútum frá bryggju flughafnarbátanna og um það bil 300 metrum frá sjálfu Markúsar- torgi. Það er því best í sveit sett allra hótela Feneyja. Monaco er bæði fínt og frábært hótel, sem ég mundi tæpast tíma að gista, ef ég þyrfti sjálfur að borga. En ég var svo heppinn um daginn að vera þar i heila viku gestur sem ræðumaður hjá auðugri italskri stofnun, sem heldur ráðstefnur af ýmsu tagi. Hafir þú efni á að borga 22.000 krónur fyrir eins manns herbergi og 34.000 krónur fyrir tveggja manna herbergi að sumarlagi eða 18.000 krónur fyrir eins manns herbergi og 27.000 krónur fyrir tveggja manna herbergi að vetrarlagi, þá er Monaco sjálfgefið hótelval í Feneyjum. Þú veröur bara að gæta þess vel, að herbergisglugginn snúi út að vatninu. 4 Vikan 1. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.